Fréttir
5. ára bekkur
2006 - 2007
2 -mars-07

 

Sæl verið þið.

Í dag fékk ég lánaða litla rútu og við brugðum okkur af bæ.

Fyrst fórum við að skoða hvar pabbi Bjössa er að vinna og hvað hann gerir. Hann var að smíða og laga bílskúra heima hjá ömmu og afa Sesselju. Þar fengum við fína spítukubba til að skoða. Krakkarnir voru að telja hringina í timbrinu til að sjá hvað það væri gamalt.

Síðan fórum við að skoða hvar pabbi Odds vinnur. Hann er að vinna í bankanum. Konurnar í bankanum gáfu okkur nammi,spil, litabók og tuskudýr.

Pabbar við þökkum kærlega fyrir frábærar móttökur.

Síðan fórum við í orminn í Laugardalnum sem er fyrir ofan Þvottalaugarnar. Þar var feyki mikið stuð, hægt að príla upp og niður. Við hefðum þurft að fara þangað oftar í vetur það var svo gaman.

Þau léku síðan leikritið um geiturnar þrjár. Því við Þvottalaugarnar var einmitt hentug brú fyrir áhugasama leikara.

Að lokum fórum við heim í pylsupartý og íspinna.

Góður og afkastamikill dagur.


Foreldrar að lokum mynni ég ykkur á að hitta okkur úti á skólalóð kl.13:30 en þá syngja nemendur fyrir foreldra sína. Söngnum lýkur kl.14:10 og fara þá nemendur inn í skólastofur með mér og ykkur. Við Förum smá stund niður í Sólbrekku í stofuna sem er merkt 5 ára h

Fuglavefurinn

 


Myndband af svönum

 


Myndband af krumma


Myndband af lóu

 


Myndband af öndun

 


Myndband af spóa

 

 

Nýjar myndir
16.03.07

*


Bekkjarskemmtun

Börn 5 ára bekkja bjóða foreldrum sínum og systkinum á bekkjarskemmtun sem haldin verður í sal Ísaksskóla
fimmtudaginn 15. mars 2007.
Mæting stundvíslega kl. 18:00
Börnin í 5 - g mæta í stofu 1, börnin í 5 - h mæta í stofu 2, börnin í
5 - m mæta í stofu 3, börn 5 - j í stofu 4 og börn 5 – k í stofu 5. Börnin munu flytja verkið Þúsaldarljóð eftir þá bræður Sveinbjörn og Tryggva M. Baldvinssyni. Að lokinni dagskrá bjóða börnin gestum upp á veitingar. Veitingarnar koma börnin með að heiman. Skólinn býður upp á kaffi og drykki.
(Engar hnetur þar sem einhver er með bráða ofnæmi).
Börnin eru á ábyrgð foreldra og þurfum við að gæta þess að börnin séu ekki á hlaupum um skólann.
Að veitingum loknum hjálpumst við öll að við að ganga frá.
Börnin munu einnig flytja verkið í söngstund á sal föstudaginn 16. mars og því er mikilvægt að börnin sem eru eftir hádegi í skólanum mæti fyrir kl. 8:30 þennan morgun til þess að taka þátt í sýningunni.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Kær kveðja
Ebba, Jenný, Margrét, Sirrý og Lilla

 

*

Gott að æfa hljóðatengingar á blöðum sem hafa komið heim.
t.d. ve – vi

*

Dreki bekkjardýrið okkar búið að fara í eina heimsókn og er farinn í næstu.

Kosið var um nafn á bekkjadýrið fimmtudaginn 4. jan.
Það voru settar fram 8 tillögur að nöfnum.
Kosiningin gekk vel og allir virtust vera sáttir.

*

Allir eiga að koma með
vasaljós á föstudag.

Vinsamlegast merkið vasaljósin.

*

Við eigum bekkjardýr sem á að vísu eftir að fá nafn. En bekkjadýrið er í grænum bakpoka og kemur til með að fara með nemendum heim og vera með þeim í tvo daga.

Það er stílabók í töskunni þar sem gaman er að skrifa hvað bekkjadýrið var að gera í heimsókninni.

Eins sendi ég með myndavél þar sem hægt er að taka tvær þrjár myndir.

Þegar bekkjadýrið kemur úr heimsókninni segir nemandinn okkur frá hvað þau gerðu og við lesum uppúr bókinni og búum til myndaalbúm.

*

Minniá að nemendur eiga að
koma í röð úti þegar þau mæta á morgnanna

*

Jólatrésskemmtunin verður miðvikudaginn 20. desember
kl: 16.00 – 17.30

Börnin þurfa að mæta stundvíslega og í sparifötum. Vegna þrengsla geta nemendur ekki tekið með sér gesti.

Síðasti kennsludagur fyrir jólafrí er þriðjudagurinn 19.desember.

 

*


Samastarfsdagur kennara er föstudaginn 1. desember

*

N - norn
24.11.06

*


Sagan prinsessan á bauninni

*


Tónlist fyrir alla

Var 20.11.06


Sleðaferð
21.11.06

*

Sleðaferð á morgun þriðjudag 21.11.06

*

Jólaballið er 20. desember. Þann dag mætum við eingöngu á jólaballið. (Nánari tími auglýstur síðar)
Jólafríið hefst síðan 21. desember. Nemendur mæta síðan aftur í skóla eftir frí 4. janúar

*
Í desember legg ég áherslu á rólegheit og vona að slíkt hið sama verði gert heima til að spenna ekki of snemma bogann fyrir jólaspenninginn.

*
14. desember förum við í kirkju Kl. 9:00
Foreldrar eru velkomnir að með okkur.

*

Mig langar að benda á að jólasveininn kemur ekki fyrr en aðfaranótt 12.desember til að setja í skóinn. Skórinn fer þá út í glugga að kvöldi 11. desember. Vona að þeir sem setji skóinn út í glugga verði samtaka.

*

Tónlist fyrir alla – hópur af tónlistafólki kemur til okkar í heimsókn

 

*

Kennaranemarnir hafa nú lokið fimm vikna tímabili með okkur í
5 ára h. Við þökkum þeim fyrir ánægjulega samveru

*

 

*

Í dag miðvikudag15.nóv fengum við leikrit í heimsókn frá Blátt áfram sem fjallar um ofbeldi

Á morgun fimmtudag 16.11 förum við að skoða myndlist á Kjarvalsstöðum
Mikilvægt að vera stundvís og vel klæddur - í kuldag
allann

*

Dans tímabilið er lokið

*


Nýjar myndir
7. nóvember

*


Skemmtilegir leikir um líkamann

*

Gönguferð
19.okt

*

Bekkjarkvöld
fimmtudaginn 26. október
kl. 17:30 - 19:00

*

Stafaleikur Búa
Stafaleikur Bínu

*

Við erum að fá tvo kennaranema
til okkar 16. október
Þær verða hjá okkur í 5 vikur
7.10.06

 

*


Kæru forráðamenn ég ætla að biðja ykkur um að fylgjast með blýantsgripinu
hjá börnunum ykkar.
Hjálpa mér að leiðbeina þeim.

 

*

Minnisleikur
form

*

Orð til að leika sér með

Íslenska

Enska


*

Kæru foreldrar

Fimmtudaginn 21. september fara öll 5 ára börn í fjöruferð á skólatíma. Það eru vinsamleg tilmæli til foreldra að senda börnin með pollagalla og stígvél í skólann þann dag.

*

Við prufuðum að fara á þessa síðu til að vinna með formin í hringekjunni

Önnur síða sem kennir þeim orðin á ensku

Form - sagt á ensku
og leikir

Heiðmörk

Næstkomandi laugardag 16. september ætlum við að hittast í Heiðmörk kl. 10:00
í Furulundi. Þar ætlum við að spjalla, leika okkur og borða nesti.
Sjáumst hress og kát

Kæru forráðamenn

Fatnaður
Ég þarf að biðja ykkur um að merkja föt barnanna vel svo að auðvelt verði að finna flíkurnar ef þær fara eitthvað á flakk.
Eins var ég beðin um að benda ykkur á að þeir sem eru í Sólbrekku (gæslunni) þurfa að setja auka fatnað í box sem merkt eru nemendum ef þau verða blaut í útiverunni. Auk þess er gott að hafa nærbuxur, sokka eða sokkabuxur í skólatöskunni ef þau verða blaut í frímínútum sem við getum gripið til svo ég þurfi ekki að hlaupa niður í kjallara frá þeim til að sækja fatnað.

Kærar fatakveðjur ;)

 Þeir sem eiga eftir að koma með leikfimiskó þurfa að gera það fyrir miðvikudagstímann í leikfimi.

4.09.06

Viðtöl fimmtudag, föstudag og mánudag.

Kennsla hefst fimmtudaginn 31. ágúst
22.08.06