Vikan
|
||||
Mánudagur |
Þriðjudagur |
Miðvikudagur |
Fimmtudagur |
Föstudagur |
Við lærðum
um dagana og sungum. Við hlustuðum á söguna um Lötu stelpuna. Við vorum að læra hugtökin stutt og langt í dag. Við fórum í leikfimi og að lokum unnum verkefni sem þjálfa fínhreyfingar. |
Við lærðum um dagana og sungum Hlustuðum á söguna Kári litli byrjar í skóla Gerðum þrjár skriftaræfingar Fórum í gönguferð fyrir utan skólalóðina Skoðuðum höggmynd af Ísaki Jónssyni Og að lokum hlustuðum á hluta af sögunni Litla Rauða rúmið |
Í dag var farið í leikfimi Við lærðum um rauða litinn og um hring Selahópurinn fór í
tónmenntatíma með 5 ára g og Ebbu
Skólasöngur |
Við héldum áfram að vinna með rauðann og hringformið Bjuggum til bók um rauða litinn og bók með hringjum Ræddum um kvöldroða, morgunroða,
rauður af reiði, kulda og að vera rauðeygður Æfðum okkur áfram að
syngja Ísaksskólasönginn |
Samsöngur í
sal
Unnum með skólaregluna um kurteisi og gerðum okkur bekkjareglur Við lásum saman bókina Litla bláa kannan Lærðum um ferninga, ferhyrninga
og um bláalitinn
|