Náttúrufræði
6 ára

2010 - 2011

 

Hlutverk náttúrufræðikennslu er meðal annars að auka orðaforða barnsins og opna um leið nýja heima. Leiðir sem verða farnar eru að barnið fái að upplifa með því að gera tilraunir, skrá og tjá sig um verkefnið sem það vinnur að. Lestrar kunnátta eykst með því barnið les sig til um efnið. Skriftarfærni eykst með ritunar-, og þemaverkefnum. Barnið fær tækifæri til að venja sig á að kanna, hlusta, spyrja, leita upplýsinga, skrá, vanda vinnubrögð og ekki síst tjá sig með orðum og myndum.

Líkaminn
Nemandi á að
• "geta nafngreint flesta sjáanlega líkamshluta mannsins
• gera sér grein fyrir að líkaminn er gerður úr líffærum sem gegna ákveðnum hlutverkum, svo sem beinum, vöðvum, hjarta, blóðrás, lungum, meltingarfærum, heila og skynfærum
• gera sér grein fyrir mikilvægi ákveðinna þátta fyrir heilbrigði og líðan, svo sem heilsu, hreinlætis, fæðu, tannverndar, hreyfingar og svefns
• gera sér grein fyrir áhrifum fæðu á líkamann
• gera sér grein fyrir að ýmis utanaðkomandi efni eru skaðleg líkamanum
• gera sér grein fyrir að ýmsir sjúkdómar og sníklar eru smitandi en oft eru til ráð til að koma í veg fyrir þá    eða lækna"
Inn í þetta blandast lífsleikni með tilfinningar og líðan.


Lífverur
Nemandi á að
o kynnast helstu lífverum í nánasta umhverfi, þar á meðal íslensku húsdýrunum
o átta sig á að lífverur þarfnast vatns, lofts, fæðu og búsvæðis til að lifa
o geta borið saman plöntur og dýr

Vistkerfi

Nemandi á að
o átta sig á áhrifum árstíðabundinna breytinga á íslenskt lífríki

Að búa á jörðinni
Nemandi á að
o sýna áhuga og ábyrgð á nánasta umhverfi og velferð lífvera
o gera sér grein fyrir að maðurinn er hluti af náttúrunni og lífsafkoma hans byggist á samspilinu við hana
o kunna að flokka úrgang sem fellur til á heimilum og skilja tilganginn með flokkuninni

Jarðvísindi

Orka jarðar
Nemandi á að
o þekkja hringrás vatnsins í tengslum við ólík birtingarform þess í náttúrunni

Leiðir
o Þema um líkamann og fjölskyldur
o
Þema um íslensku húsdýrin
o
Vor smádýr – fuglar – blóm
o Vatn – hringrás – uppspretta – nýting – hreinleiki
o Flokkun sorps - samspil manns og náttúru