Markið samfélagsfræðinnar
er að flétta saman þekkingu, færni og tilfinningu
barnsins til að auka vitund um samfélagið, umhverfið
og söguna. Byrjað er á nánast umhverfi barnsins
og smám saman er sjóndeildarhringurinn víkkaður
út.
Skoðuð verða samskipti fólks útfrá
þeirra eigin upplifun og reynslu í skólasamfélaginu.
Börnin fá síðan tækifæri til að
tjá sig um þekkingu sína með ýmsum verkefnum.
Samfélagsvitund
Barnið lærir að láta sér verða annt
um samferðafólk sitt.
Barnið lærir samskiptareglur, veltir þeim fyrir sér
og ræðir um þær.
Umhverfisvitund
Barnið lærir að þekkja umhverfið sitt, bera
virðingu og umhyggju fyrir því.
Söguvitund
Barnið fær smám saman tilfinningu fyrir liðnum
tíma, nútíð og framtíð.
Leiðir
Verkefni
• Skólinn, skólafélagarnir
og umhverfi skólans.
• Umferðin
• Ég sjálfur, líkaminn minn.
Þegar ég var lítill, þegar mamma
var lítil, þegar amma var lítil...
• Fjölskyldan, fjölskyldugerð,
mismunandi aðstæður fjölskyldna útfrá
efnahagslegum og félagslegum aðstæðum . Hlutverk
innan fjölskyldunnar.
• 1. Des – Fáninn - forsetinn
• Ævintýri og sögur flettað
saman við stafa innlögn og sögustundir
• Umhverfisvernd - skólalóðin,
umhverfið okkar, mikilvægi náttúruverndar (flokka
sorp?)
• Tíminn - Árstíðir,
mánuðir, vikur, dagar, klukka, dagatal
• Fornsaga
- Ævintýri, þjóðsögur, risaeðlur,
upphaf mannsins, álfar, tröll - átta sig á
sannsögu og skáldsögu.
• Rýni - læra á uppbyggingu
bókar, forsíða, baksíða, efnisyfirlit.
• Tjáning - þjálfast í
að hlusta og tjá sig - leikræn tjáning, söngur.
|