Lífsleikni
6 ára
2010 - 2011

 

"Lífsleikni á að efla alhliða þroska nemandans. Það felur m.a. í sér að nemandinn geri sér far um að rækta með sér andleg verðmæti, líkamlegt heilbrigði og sálrænan styrk. Hann efli félagsþroska sinn og borgaravitund, siðvit og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Efling borgaravitundar vísar til þess að efla færni ungs fólks og fullorðinna til að vera virkir þátttakendur í lýðræðislegu samfélagi. Auk þess verði leitast við að styrkja áræði hans, frumkvæði, eðlislæga sköpunargáfu og aðlögunarhæfni til að takast á við kröfur og áskoranir í daglegu lífi.
Áherslur í lífsleikni undirstrika þá staðreynd að skólinn er vinnustaður nemenda þar sem verðmætt uppeldi fer fram. Frumábyrgð á uppeldi barna hlýtur þó ávallt að vera í höndum foreldra/forráðamanna þeirra. Skólinn aðstoðar foreldra í uppeldishlutverkinu og er menntun og velferð nemenda því sameiginlegt verkefni heimila og skóla. Samstarfið þarf að byggjast á gagnkvæmri virðingu, trausti og samábyrgð
."


Þetta er hluti af markmiðum sem miðað er við að búið sé að ná í lok 4. bekkjar

Sjálfsþekking, samskipti, sköpun og lífsstíll
Nemandi
o geti greint og lýst ýmsum tilfinningum, t.d. hamingju, gleði, sorg og reiði
o geri sér grein fyrir að í umhverfinu eru margvísleg áreiti, jákvæð og neikvæð, sem geta haft áhrif á líf hans
o virði og átta sig á tilgangi leikreglna í mannlegum samskiptum
o geti tjáð hugsanir, skoðanir, tilfinningar og væntingar
o hafi lært leiðir til að efla samskiptafærni sína sem felur meðal annars í sér
o færni í samvinnu
o að sýna tillitssemi
o að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum
o að setja sig í spor annarra
o að hlusta á aðra og sýna kurteisi
o hafi áræði til að spyrja gagnrýninna spurninga
o sýni frumkvæði og sköpun í vinnubrögðum
o þekkji líkamlega þörf sína fyrir næringu, hvíld, hreyfingu og hreinlæti og leitast við að koma til móts við hana
o geri sér grein fyrir að ekki eru allir eins og bera virðingu fyrir sérstöðu annarra

Samfélag, umhverfi, náttúra og menning
Nemandi

o kunni skil á umferðarreglum fyrir gangandi vegfarendur
o geti bent á slysagildrur í umhverfinu, í umferðinni og á heimilum og þekkja varasöm efni sem þar kunna að vera geymd
o geri sér grein fyrir mismunandi fjölskyldugerðum og stöðu einstaklinga innan þeirra
o geti leitað eftir upplýsingum og leiðbeiningum til að rata um umhverfi sitt, t.d. munnlegum fyrirmælum eða vegvísum

Leiðir
o Þema ég sjálfur líkaminn minn
o Þema um umferðina
o Verkefni í möppunni Gaman saman
o Verkefni í kristinfræði
o Daglegt líf