Skapandi vinnubrögð eru
mikilvægur þáttur í náminu. Með
þeim fá nemendur tækifæri til að túlka
þekkingu sína og tjá reynslu sína og tilfinningar
á listrænan hátt.
Hluti af lokamarkmið fyrir 4
bekk
Nemandi
o efli trúarlegan, siðferðilegan og
félagslegan þroska sinn
o þjálfist í að fást
við og skilja viðfangsefni sem snerta trú, lífsviðhorf
og siðferði og tengjast spurningum um merkingu
og tilgang lífsins
o temji sér umburðarlyndi og virðingu
fyrir rétti manna til mismunandi trúar- og lífsskoðana
o öðlist þekkingu á kristinni
trú á Guð, föður, son og heilagan anda, með
áherslu á Jesú Krist og kenningu hans, og
átti sig á áhrifum hennar á einstaklinga,
sögu, menningu og samfélög
o kynnist Biblíunni og sögu kristinnar
kirkju hér og erlendis og beri skynbragð á vestrænan
og þar með íslenskan trúar- og menningararf
o þroski með sér gagnrýna hugsun
og siðferðilega dómgreind og þjálfist í
að fást við siðferðileg álitamál
og taka afstöðu á grundvelli þekkingar
og skilnings
o geri sér grein fyrir réttindum sínum,
skyldum og ábyrgð í samskiptum við aðra og
samfélagið í heild
o temji sér virðingu fyrir náttúrunni
og ábyrgð gagnvart öllu lífi og umhverfi
Verkefni vetrarins
• Turnar
„Myndlist og byggingarlist, eru ríkar af trúarlegri
tjáningu að fornu og nýju
Vettvangsferðir í kirkjur og aðra helgidóma, á
söfn, sögustaði, tónleika o.fl. eru til þess
fallnar að tengja sögu og samtíð með lifandi
hætti og hjálpa nemendum að kynnast margvíslegri
trúarlegri túlkun og tilbeiðsluháttum.“
• Lífsleikni
„Mikilvægur þáttur í þroskaferli
hvers einstaklings er mótun heilbrigðrar sjálfsmyndar.
Hún felur meðal annars í sér heildstætt
lífsviðhorf og skilning á sjálfum sér
sem einstaklingi og sem hluta af stærri heild. Skólinn
þarf því að gefa nemendum tækifæri
til að fást við viðfangsefni sem tengjast leit þeirra
að svörum við spurningum um merkingu lífsins og
siðræn gildi og miðla þekkingu þar að
lútandi. Umræða um þessi efni þroskar dómgreind
nemendanna og eykur þeim víðsýni. Hvatning til
að taka afstöðu á forsendum þekkingar og skilnings
stuðlar að sjálfræði að því
er varðar lífsviðhorf og gildismat.“
„Í þessari námskrá eru biblíusögur
veigamikill þáttur og gert ráð fyrir að
leitað sé eftir trúarlegri merkingu þeirra,
menningaráhrifum og tengslum við daglegt líf. Þá
er ætlast til að nemendur öðlist þekkingu og
skilning á trúarlegum og siðfræðilegum hugtökum.
„
„Taka siðferðileg álitamál til umræðu
þegar tilefni gefst, hvort heldur er innan skólans (bekkjarins)
eða í samfélaginu almennt. „
„Öll kennsla, sem fæst við álitamál,
svo sem trú og lífsskoðanir, siðgæði
og mannleg samskipti, gerir miklar kröfur til kennarans. Hún
þarf að vera málefnaleg og einkennast af víðsýni
og vilja til að skilja og virða fólk með mismunandi
trúar- og lífsskoðanir. „
• Íslenska – bænir – ljóð
- sögur
„Biblían er trúarbók kristinna manna og gyðinga
(að hluta) og íslam á sér einnig rætur
í Gamla testamentinu. Hún hefur því haft
víðtæk áhrif á trú, siðgæði
og menningu í heiminum. Má í því sambandi
minna á áhrif hennar á bókmenntir, myndlist
og tónlist auk áhrifa hennar á íslenska
tungu. Því er í námskránni stefnt
að því að nemendur þekki efni Biblíunnar,
geri sér grein fyrir trúarlegu og menningarlegu mikilvægi
hennar og kynnist jafnframt sögu hennar sem ritsafns. Þá
má nefna móðurmál með margvíslegum
vísunum í biblíuleg minni í bókmenntum
og áhrifum Biblíunnar á daglegt mál um aldir.“
„Frásagnarhefðin skipar veigamikinn sess í ólíkum
trúarbrögðum. Í öndverðu var t.d. kristinni
trú miðlað með frásögnum af lífi
og starfi Jesú Krists. Frásagan (hin munnlega frásögn)
ætti því að skipa veglegan sess í þessari
fræðslu. „
• Búa til land
„Mikilvægur þáttur uppeldismótunarinnar
er siðgæðisuppeldið. Sérhvert þjóðfélag
byggist á ákveðnum grundvallargildum. Skólanum
er ætlað að miðla slíkum gildum. Í íslensku
samfélagi eiga þessi gildi sér kristnar rætur.
Nægir þar að nefna virðingu einstaklingsins fyrir
sjálfum sér og öðrum, fyrir mannréttindum
og helgi mannlegs lífs, umhverfinu og öllu lífi.
Skólinn þarf því að temja nemendum að
spyrja um skyldur sínar, réttindi og ábyrgð
í samskiptum sínum við einstaklinga, samfélagið
og umhverfi sitt.“
• Skírnarbók
(Unnið úr AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA
– KRISTIN FRÆÐI, SIÐFRÆÐI OG TRÚARBRAGÐAFRÆÐI
- Menntamálaráðuneytið 2007 )