Samfélagsfræði 2009 - 2010
|
Markið
samfélagsfræðinnar er að flétta saman
þekkingu, færni og tilfinningu barnsins til að auka vitund
þess um samfélagið, umhverfið og sögu heimsins.
Byrjað er á nánast umhverfi barnsins og smám
saman er sjóndeildarhringurinn víkkaður út.
Skoðuð verða samskipti fólks útfrá þeirra eigin upplifun og reynslu í skólasamfélaginu. Börnin fá síðan tækifæri til að tjá sig um þekkingu sína með ýmsum verkefnum. Samfélagsvitund Barnið lærir að láta sér verða annt um samferðafólk sitt. Það lærir samskiptareglur,veltir þeim fyrir sér og ræðir um þær. Umhverfisvitund Barnið lærir að þekkja umhverfið sitt, bera virðingu og umhyggju fyrir því. Söguvitund Barnið fær smám saman tilfinningu fyrir liðnum tíma, nútíð og framtíð. Verkefni
|