Þrepamarkmið úr Aðalnámskrá
Íslenska
Bókmenntir
- læri vísur og ljóð utanbókar til söngs
- þjálfist í að ræða um bókmenntaverk
sem hann hefur hlustað á
- kynnist hugtökum eins og persóna, söguhetja og rím
- kynnist gamansögum og átti sig á kímni
- kynnist þekktum íslenskum þjóðsögum,
ævintýrum og frásögnum, m.a. úr heimabyggð
Hlustun og áhorf
- hlusti á upplestur ljóða með sterkri hrynjandi
- hlusti á upplestur á sögum og leiktextum eftir
íslenska og erlenda höfunda
- hlusti á fyrirmæli kennara og fari eftir þeim
- hlusti á upplestur á sögum og ljóðum,
bæði sem kennari les og flutt eru á annan hátt,
t.d. á hljóð- eða myndbandi
Lestur
- kynnist rími og hrynjandi, bókstöfum, orðum
og setningum
- auki orðaforða sinn og efli málskilning með fjölbreytilegum
verkefnum við hæfi
- taki sérstakt lesskimunarpróf sem spáir fyrir
um hvort hann geti átt í lestrarerfiðleikum og fái
viðeigandi lestrar- og málþjálfun í kjölfarið
- auki lestrarhraða sinn með því að vinna fjölbreytt
verkefni
- efli lesskilning sinn með því að vinna fjölbreytt
verkefni við hæfi
Málfræði
- læri að þekkja hugtökin bókstafur, hljóð,
orð og setning
- fái tækifæri til að leika sér með
tungumálið á fjölbreyttan hátt, t.d. með
rími og orðaleikjum
- kynnist hugtökunum samheiti, andheiti, sérnöfn og
samnöfn
- átti sig á mun sérhljóða og samhljóða
- geri sér grein fyrir að orð eru til í mismunandi
beygingarmyndum
Ritun
- þjálfist í að stafsetja rétt með
því að vinna margvísleg ritunarverkefni
- þjálfist í að nota þá skriftargerð
sem honum hefur verið kennd
Talað mál & framsögn
- þjálfist í að tjá sig frammi fyrir
bekkjarfélögum sínum
- sé hvattur til að tala skýrt og áheyrilega
- geri sér grein fyrir þeim reglum sem gilda þegar
margir þurfa að tjá sig í einu og læri
að fara eftir þeim
- fái tækifæri til að ræða við
bekkjarfélaga sína, t.d. þegar upp koma vandamál,
og reyni að komast að sameiginlegri niðurstöðu
Námsmarkmið skólans
Bekkjarkennsla
Íslenska
- Sjá Aðalnámskrá grunnskóla - Íslenska
2007 bls. 9 - 10
Námsgögn
- Málfræði: Pínulitla Ritrún,
- Ljósrituð verkefnahefti.
- Skrift: Skrift 2 og 3.
- Lestur: Bras og þras á Bunulæk, Hvíti kjólinn,
Litla Ljót og vinnhefti sem fylgja lestrarbókum.
- Ýmsar lestrarbækur.
Kennsluaðferðir
Bein kennsla
Ritun
Söngur
Tjáning
Umræður
Verklegar æfingar
Vinnubókarkennsla
Þulunám
Námsmat
Vinnubók
Stöðupróf
Annað
September: Aston Index stafsetning stakra orða fyrir 2. bekk.
Október: Hraðlestrarpróf.
Nóvember: Læsi 1. hefti fyrir 2. bekk.
Janúar: Hraðlestrarpróf.
Apríl: Læsi 2. hefti fyrir 2. bekk.
Maí: Hraðlestrarpróf.
Maí: Aston Index stafsetning stakra orða fyrir 3. bekk.