Þrepamarkmið úr Aðalnámskrá
Stærðfræði
Lausnir verkefna og þrauta
- leysi þrautir þar sem beita þarf útreikningum
til að leysa vandamál
Reikniaðferðir, reiknikunnátta og mat
- þjálfist í að nota mismunandi hjálpargögn
við lausnir verkefna, s.s. smáhluti, kubba, talnagrindur,
reiknivélar og skýringarmyndir
- noti talnalínu til að skoða eðli reikniaðgerða
og kanna innbyrðis tengsl þeirra. Hvað gerist þegar
lagt er saman, dregið frá? Er sama í hvaða röð
tölurnar, sem unnið er með, eru valdar?
Rúmfræði
- vinni með samhverfur, t.d. í bókstöfum, og
athugi hvort speglunarásar eru einn eða fleiri
- kanni rúmmál vökva með því að
hella á milli íláta og beri saman við upplýsingar
um magn á umbúðum
Röksamhengi og röksemdafærslur
- fari í leiki og spil, s.s. lúdó, myllu eða
skák, sem reyna m.a. á talnavinnu, rúmfræði,
rökhugsun og hugkvæmni
Stærðfræði og tungumál
- útskýri fyrir kennara og bekkjarfélögum
hvernig hann leysir verkefni með aðstoð hluta (t.d. kubba
eða talnagrindar) eða myndrænna skýringa
Tengsl stærðfræði við daglegt líf og
önnur svið
- ræði hugtök tengd hitamælingum, s.s. heitur,
kaldur, hlýr, fylgist með veðrinu og lesi hitastig af
hitamæli
- vinni með peninga/kennslupeninga, flokki eftir tegund myntar og
telji saman ákveðna upphæð
Tölfræði og líkindafræði
- geri töflur og einföld súlurit um áhugamál
sín eða annað sem tengist daglegu lífi
Tölur
- vinni með talnalínu til að fá tilfinningu fyrir
uppbyggingu tugakerfisins
Námsmarkmið skólans
Stærðfræði
Almennt
- Sjá Aðalnámskrá grunnskóla 2007- Stærðfræði
– áfangamarkmið við lok 4. bekkjar bls. 14-21.
Námsgögn
- Eining 3
- Eining 4
- Sproti 2
- Ljósrituð verkefni
-
Kennsluaðferðir
Bein kennsla
Sýnikennsla
Verklegar æfingar
Vinnubókarkennsla
Þemanám
Námsmat
Vinnubók
Kannanir
Annað
Þema um mælingar.