Markmið
Bókmenntir
- læri nokkrar þekktar vísur og ljóð til
söngs og annars munnlegs flutnings
- fái tækifæri til að lesa eða kynnast á
annan hátt sögum, þjóðsögum, ævintýrum,
dæmisögum og skopsögum
- geri sér grein fyrir hugtökum eins og söguþráður
og sögulok
- fái tækifæri til að lesa sér til fróðleiks
og skemmtunar miðað við lestrargetu og áhuga
Hlustun og áhorf
- hlusti á upplestur á sögum og ljóðum,
bæði sem kennari les og flutt eru á hljóð-
eða myndböndum
- hlusti á umræður bekkjarfélaga sinna og haldi
athygli í töluverðan tíma
- þjálfist í að hlusta á upplestur á
sögum og leiktextum eftir íslenska og erlenda höfunda
- hlusti á fyrirmæli kennara og fari eftir þeim
Lestur
- kynnist rími og hrynjandi, bókstöfum,orðum
og setningum
- taki sérstakt lesskimunarpróf sem spáir fyrir
um hvort hann geti átt í lestrarerfiðleikum og fái
viðeigandi lestrar- og málþjálfun í kjölfarið
- kynnist skólasafni með verkefnavinnu
- fái tækifæri til að efla lesskilning með
því að vinna fjölbreytt verkefni við hæfi
- fái tækifæri til að lesa bækur við
hæfi, að eigin vali og vali kennara
- vinni fjölbreytt verkefni sem örva hann til lestrar
Málfræði
- læri m.a. að þekkja hugtökin bókstafur,
hljóð, orð og setning í tengslum við lestrarnám
- fái tækifæri til að leika sér með
tungumálið, t.d. með rími og orðaleikjum
- fái tækifæri til að nota tungumálið
á fjölbreyttan hátt
Ritun
- leggi sig fram um að skrifa vel og vanda allan frágang
- læri að fara eftir nokkrum stafsetningarreglum, t.d. að
hafa bil á milli orða, hafa upphafsstafi á eftir punkti
og enga upphafsstafi inni í orðum
- þjálfist í að stafsetja rétt með
margvíslegum verkefnum
- nái tökum á að draga rétt til stafs
- temji sér að nota þá skriftargerð sem
honum hefur verið kennd
- þjálfist í að skrifa einfaldan texta eftir
upplestri
- auki skriftarhraða sinn með ýmsum verkefnum
- æfist í að semja sögur og ljóð og
skrifi sjálfur
Talað mál & framsögn
- vinni verkefni sem gera kröfur um að hann tjái sig
munnlega
- þjálfist í að tjá sig frammi fyrir
bekkjarfélögum sínum
- öðlist færni í að tjá sig munnlega
í leikjum
- segi frá eigin reynslu
- fái tækifæri til að syngja algenga íslenska
söngva og taki þátt í fjöldasöng,
m.a. söngva sem tengjast árstíðunum og hátíðum
- endursegi og/eða lesi sögur og ljóð upphátt
- þjálfist í að flytja stuttar undirbúnar
frásagnir
|
Bækur
- Tvistur
- Ritrún
- Lestur og stafsetning (til í skólanum
fyrir kennara). Kennari les upp og æfingar og nemendur skrifa
eftir upplestri, Ljósrituð hefti, Stafsetningarinnlagnir
og málfræði
- Heimalestur:
- Kóngar í ríki sínu + vinnubók
- Kóngar í ríki sínu og Petra prinsessa
+ vinnubók
Kennsluaðferðir
- Bein kennsla
- Heildstæð verkefni
- Hlustunarefni
- Hópverkefni
- Ritun
- Safnfræðsla
- Spurnaraðferðir
- Söngur
- Umræður
- Vinnubókarkennsla
Námsmat
- Stöðupróf
- Vinnubók
- Kannanir
- Munnlegt próf
- Frammistöðumat
Annað
Aston Index stafsetning stakra orða fyrir 3. bekk, lagt fyrir
að hausti
Hraðapróf í október
Raddlestarpróf í ágúst, október,
febrúar og maí.
LH-60 lestrarhæfnispróf. Lagt fyrir í janúar
Hraðapróf janúar
Hraðapróf í maí
|