Íslenskukennsla í Ísaksskóla 5 ára |
||
Lestur
|
Stafainnlögn. Sérhljóðar / Samhljóðar Markviss málörvun Lestrarvinir Hlustun |
• Stafainnlögn samkvæmt
hljóðaaðferð. Einn til tveir bókstafir eru lagðir
inn á viku. • Gerður er greinarmunur á sérhljóðum og samhljóðum. Sérhljóðar eru rauðir og samhljóðar eru grænir. • Unnið með markvissa málörvun, rím, klappa atkvæði, samsett orð o.fl. • Nemendur læra nýja söngtexta í hverri viku. Söngurinn styður vel við lestrarnám barnanna, eykur málskilning þeirra og orðaforða. • Nemendur hlusta á fjölbreytta bókmenntatexta sem hæfa aldri þeirra og þroska. |
Framsögn
og tjáning |
Söngur Umræður tengdar daglegu lífi Bekkjarskemmtanir Að láta ljós sitt skína Leikræn tjáning |
• Lögð er áhersla á að nemendur fái tækifæri til að tjá sig um upplifanir úr daglegu lífi og læri að taka þátt í umræðum. • Nemendur koma fram á bekkjarskemmtun einu sinni á hvorri önn. • Að láta ljós sitt skína. Nemendur koma með hlut að heiman sem þeir sýna og segja frá. • Leikræn tjáning. Nemendur fá tækifæri til þess að setja sig í hlutverk og leika fyrir bekkinn t.d. í lífsleikni. |
Skrift |
Bókstafir Tölustafir Stafdrættir Vaxlitir og stórar hreyfingar Foræfingar Mynstur Listin að lesa og skrifa 1 -4 |
• Allir bókstafir lagðir inn, bæði stórir og litlir. Tölustafir frá 1-10. Stafdrættir eru kenndir og áhersla lögð á stórar hreyfingar. Aðallega unnið með vaxliti. Ýmsar foræfingar t.d. að draga á milli punkta, mynstur o.fl. |
Stafsetning og
málfræði |
||
Ritun |
•
Nemendur skrá einföld orð og búa til orðabók.
|
|
Skimanir og kannanir | Hljóm 2 lagt fyrir í september/október. ? Stafa- og lestrarkönnun lögð fyrir í maí. |
|
|