Íslenskukennsla í Ísaksskóla 6 ára |
||
Lestur
|
Stafainnlögn Heimalestur Aukalestur Hlustun Lesskilningsverkefni Áhersla á tengingu Markviss málörvun Viðmið: 100 atkv. á mínútu |
• Stafainnlögn samkvæmt
hljóðaaðferð. Lagðir eru inn tveir stafir á
viku. Til að byrja með er áhersla lögð á
tengingu hljóða. Unnið með námsefnið Listin
að lesa og skrifa fyrir jól. Eftir jól er unnið með
Við lesum B og Lestrarlandið. Heimalestur úr sameiginlegri
lestrarbók og lögð áhersla á aukalestur við
hæfi hvers og eins. Inni í bekk skiptast nemendur á
að lesa heimalestur upphátt og fylgjast með. Einnig er rætt
um textann og unnið með efni hans á margvíslegan hátt
til þess að efla lesskilning. Samhliða lestrarbók er
send heim orðabók sem nemendur skrifa í daglega þrjú
til fimm orð úr texta. • Unnið með markvissa málörvun, rím, klappa atkvæði, samsett orð o.fl. • Nemendur læra nýja söngtexta í hverri viku. Söngurinn styður vel við lestrarnám barnanna, eykur málskilning þeirra og orðaforða. • Nemendur hlusta á fjölbreytta bókmenntatexta sem hæfa aldri þeirra og þroska. |
Framsögn
og tjáning |
Söngur Umræður tengdar daglegu lífi Bekkjarskemmtanir Leikræn tjáning |
• Lögð er áhersla á
að nemendur fái tækifæri til að tjá sig
um upplifanir úr daglegu lífi og læri að taka þátt
í umræðum. • Nemendur koma fram á bekkjarskemmtun einu sinni á hvorri önn. Leikræn tjáning. • Nemendur fá tækifæri til þess að setja sig í hlutverk og leika fyrir bekkinn t.d. í lífsleikni. |
Skrift |
Bókstafir Tölustafir Réttir stafdrættir Blýantar, trélitir, Mynstur Fínhreyfingar Blýantsgrip Stafahlutföll Orðabil Heimaskrift |
• Stafdrættir rifjaðir upp.
Unnið með vaxliti, breiða blýanta og tréliti.
• Áhersla lögð á rétt blýantsgrip og fínhreyfingar. Einnig er áhersla á stafahlutföll og orðabil. • Heimaskrift hefst eftir áramót. • Kennsluefni. Skrift 1. • Námsmat: Símat og leiðsagnarmat. Kennari skrifar umsögn reglulega í skriftarbók. |
Stafsetning og
málfræði |
Stór stafur / lítill stafur. Byrja setningu á stórum staf og enda á punkti. Greinamerki Samheiti / andheiti |
• Reglur um stóran og lítinn
staf. Stór stafur í nöfnum og í upphafi setninga. • Greinarmerki kynnt. Punktur, komma og spurningamerki. • Andheiti og samheiti |
Ritun |
Orðalistar Orðabækur Einfaldar setningar Ritun tengd samfélagsfræði og náttúrufræði (Átthagafræði) |
• Nemendur búa til orðalista
og skrá í orðabækur. • Nemendur skrifa einfaldar setningar. • Ritun tengd samfélagsfræðiverkefnum. |
Skimanir og kannanir | Læsi og lesskimun fyrir 1. bekk Stafa- og lestrarkannanir |
Læsi og lesskimun fyrir 1. bekk er
lagt fyrir í desember, febrúar og apríl. Í 6 ára bekk er gefin umsögn
í lestri. 100 atkvæði að vori þykir mjög
gott í 6 ára bekk. |
|