Korpuskóli 1.
bekkur 2002 - 2003 Náttúrufræði Þema um dýr |
|
Egg - Ungi - Hæna -
Lífsferlar í náttúrunni
Ævintýri
Um dýrið Fjölskyldugerð: hani, hæna og hænuungi. Þyngd:
1,5-2,0 kg. Fengitími: allt árið. Útungunartími: 21 dagur.
Fjöldi afkvæma: 10-12 hænuungar. Nytjar: egg og kjöt.
· Íslensku hænurnar eru taldar vera
beinir afkomendur landnámsaldar hænsnanna (haughænsna). · Þær eru
litlar og harðgerðar og skarta öllum regnbogans litum þegar sól skín.
· Þessi tegund er þó ekki talin heppileg sem varphænur og eru ítölsku
hvítu hænurnar alveg teknar við því hlutverki á Íslandi. · Líftími
íslenska hænsnanna er þó lengri en hvítu Ítalanna þannig að þegar á lengir
tíma er litið verpa þær sennilega jafnmikið. · Góð varphæna getur orpið
allt að 300 eggjum á ári.
Efni frá Húsdýragarðsvefnum.
Skapandi verkefni
|
|
Kettir
Ævintýri
Um dýrið Fjölskyldugerð: högni, læða og kettlingur.
Þyngd: 2-4 kg. Fengitími: allt árið. Meðgöngutími: um 60
dagar. Fjöldi afkvæma: 3-5 kettlingar í hverju goti. Nytjar: Eru
kelirófur og því manninum til skemmtunar!
· Íslenski kötturinn hefur fylgt
manninum allt frá landnámi. Íslenska kattarkynið hefur haldist nokkuð vel
í gegnum tíðina en nú í dag er orðið svo mikið um innflutning á köttum að
einhver blöndun hefur átt sér stað. · Í gamla daga var kötturinn mikið
nytjadýr á Íslandi. Hlutverk hans var að halda rottum og músum frá híbýlum
manna. *Eins og flestir vita þá fer kötturinn sínar eigin leiðir
Efni frá Húsdýragarðsvefnum.
Skapandi verkefni
|
|
Hestur -
lífsferlar í náttúrunni
Ævintýri
Um dýrið Fjölskyldugerð: hestur, hryssa og folald.
Þyngd: 350-450 kg. Fengitími: að vori og að
sumri. Meðgöngutími: rúmlega 11 mánuðir. Fjöldi afkvæma: 1 folald
(sjaldan 2). Nytjar: útreiðar, kjöt, húð og hár.
· Íslenski hesturinn er meðal stór en
afar kraftmikill, lipur og snöggur. · Hann hefur sérstaka reiðhæfileika
sem hafa þróast í 1100 ár, og er eini hesturinn í heiminum sem býr yfir
fimm gangtegundum. · Litafjölbreytnin er víðfræg og eru í raun til
hundruð litasamsetninga á íslenska hestinum. Má þar nefna mósótt,
leirljóst, vindótt, glófext, skjótt, litförótt og
jarpt.
Efni frá Húsdýragarðsvefnum.
Skapandi
verkefni |
|
Kýr
Ævintýri
Um dýrið Fjölskyldugerð: naut, kýr og kálfur. Þyngd:
kýr u.þ.b. 450 kg og naut 600 kg. Fengitími: allt árið.
Meðgöngutími: rúmlega 9 mánuðir. Fjöldi afkvæma: 1 kálfur (sjaldan
2). Nytjar: kjöt, mjólk, húð og horn.
· Á landnámsöld voru nautgripir
stærsti hluti bústofns landsins. Þá voru þeir fyrst og fremst notaðir sem
dráttardýr og gengu úti allt árið. · Nú orðið eru flestir íslenskir
nautgripir kollóttir en fyrir nokkrum öldum var meiri hluti þeirra hyrndir
og bröndóttir. · Mikil litafjölbreytni er í íslenska stofninum. Kýrnar
geta verið rauðar, svartar, kolóttar, skjöldóttar, bröndóttar, gráar,
sægráar og svona mætti lengi telja. · Eiginleg ræktun nautgripa hófst
ekki fyrr en upp úr 1930. Þá var farið að halda kúm undir ákveðin naut sem
þóttu skara framúr að einhverju leyti.
Efni frá Húsdýragarðsvefnum.
Leikur - að
finna heiti á nautgripum
Skapandi verkefni
|
|
Kindur
Ævintýri
Um dýrið Fjölskyldugerð: hrútur, ær og lamb. Þyngd:
hrútur 80-100 kg og ær 60-70 kg. Fengitími: nær hámarki í
desember/janúar. Meðgöngutími: tæpir 5 mánuðir. Fjöldi afkvæma: 1-2
lömb (stundum fleiri). Nytjar: ull, kjöt, slátur, húð og horn.
· Íslenska sauðkindin kom hér í fylgd
fyrstu landnámsmanna og er af norrænu bergi brotin. Hún er harðgerð,
nægjusöm og afurðasöm. · Forystufé er hvergi þekkt í heiminum nema á
Íslandi. Forystufé fer á undan fjárhópi í rekstri og heldur hópnum saman
og eru til margar sögur um afrek þess. · Fjárstofnar í heiminum eru
yfirleitt einlitir og eru því íslensku sauðalitirnir óvenju
fjölbreytilegir. Í íslenska stofninum má finna t.d. hvítt, gult, mórautt,
grátt, svart, golsótt og botnótt auk ýmsa flekkóttra
afbrigða.
Efni frá Húsdýragarðsvefnum.
Skapandi
verkefni |
|
Söngvar:
*Hani krummi hundur svín *Litlu andar ungarnir * |
|
Bækur *Húsdýrin okkar *Litla gula
hænan |
|
Vefefni *Lífsferlar í
náttúrunni
*Húsdýragarðurinn
* Verkefni í Tölvum, skrift, lestur
(hringekja)
* Verkefni 2 í tölvum (hringekja) |
Búa til dýragarð með mismunandi
dýrum. Hópar Húsdýr; Búa til hunda, ketti, kýr, hesta,
kanínur, kindur, geitur, Fuglar; Búa til hænur, endur,
gæsir, Villt dýr; Búa til hreindýr, refir, minkar, Búa
til umhverfi fyrir dýrin í dýragarðinum. Skrifa tvær línur um
dýrin á lítið blað til að setja uppá vegg með dýrunum í dýragarðinum. Hafa
þetta verkefni í þrívídd þ.e. nota leir, pappír, ullarkembur, sag,
pappamassa þekjuliti og tréplötu.
Vettvangsferð- Húsdýragarðinn
|
|
|