Í einni blokk búa 8 strákar og 6 stelpur.
Hvað búa mörg börn í blokkinni?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)


Í sömu blokk búa 10 mömmur og 7 pabbar.
Hvað búa margir fullorðnir í blokkinni?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)


Óli var sex ára, hvað er hann
oft búin að eiga afmæli?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)


Á Bakkastöðum eru 15 hús en það
eru 5 húsum færra á Brúnastöðum.
Hvað eru samtals mörg hús á Brúnastöðum?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)

Dæmi 1
Í einni blokk átti heima 15 manns,
síðan flutti 5 manna fjölskylda í burtu.
Hvað voru margir eftir í húsinu?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)


Dæmi 2
Síðan flutti inn í blokkina 3 manna fjölskylda.
Hvað búa þá margir í blokkinni?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)


Á leikvelli við eina blokk
voru 2 sandkassar og 4 rólur.
Hvað eru samtals mörg leikföng við blokkina?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)

Í leikfangakassa var 1 grafa, 2 ýtur og 5 bílar.
Hvað eru leikföngin mörg í kassanum?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)

 

 

 

 

 

 

 

 

Dæmi 1
Það var verið að búa til leikvöll.
Til þess þurfti 1 gröfu, 2 vörubíla og 1 valtara.
Hvað þurfti mörg tæki til að búa til leikvöllinn?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)


Dæmi 2
Einn vörubíll þurfti að fara margar ferðir.
Fyrst fór hann með grjót og kom til baka með sand.
Síðan fór hann aftur með grjót
og kom til baka með mold.
Hvað fór vörubíllinn margar ferðir?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)

 


Dæmi 1
Egill á afmæli eftir tvær vikur. Hvað á hann afmæli eftir marga daga?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)


Dæmi 2
Sigga gaf Agli 1 gröfu í afmælisgjöf.
Ragnar gaf honum 1 bolta í afmælisgjöf.
Rósa gaf honum 1 gröfu og
Óli gaf honum 1 bolta.
Hvað fékk hann marga bolta?
Hvað fékk hann margar gröfur?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)


Dæmi 3
Egill bauð krökkunum sem voru 10 upp á kökkur og kleinur. Allir fengu 1 sneið af köku
og 1 kleinu.
Hvað þurfti hann margar kleinur?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)

 

 

 

 

 

 

 

Dæmi 1
Teldu alla skó sem þú átt.
Hvað áttu marga skó?
Hvað eru það mörg pör af skóm?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)


Dæmi 2
Í 1. bekk eru 12 börn.
Þau eiga öll 1 par af inniskóm.
Hvað eru það samtals mörg pör?
En hvað eru það samtlas margir stakir skór?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)


Dæmi 3
Í 1. bekk eru 13 börn. Það eru 8 börn í strigaskóm
en hin voru öll í stígvélum.
Hvað voru mörg börn í stígvélum?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)

 

Dæmi 1
Í 1. bekk eru 12 börn. Þau eru 9 í eltingaleik.
Það voru 5 strákar og hvað voru þá margar stelpur?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)


Dæmi 2
Í 1. bekk eru 13 börn. Það eru 8 stelpur og hvað eru þá margir strákar í bekknum?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)

Dæmi 3
Í 1. bekk voru 12 nemendur allir
nema 5 áttu gæludýr.
Hvað áttu mörg börn gæludýr?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)


Dæmi 4
Í 1. bekk eru 12 nemendur, 4 áttu hund.
Einn átti kanínu. Hinir eiga kött.
Hvað eru margir sem eiga kött?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)

 

 

 

 

 

Dæmi 1
Í garðinum mínum eru 15 tré.
Þar eru 8 reynitré, 2 rifsberjatré og 1 ösp.
Restin af trjánum var birkitré.
Hvað eru þá mörg birkitré í garðinum mínum?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)

 

Dæmi 2
Í garðinum mínum eru 11 sumarblóm.
En mig vantaði fleiri blóm.
Þannig að ég keypti 5 stjúpur og 4 skrautnálar.
Hvað þurfti ég að kaupa mörg sumarblóm til viðbótar?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)


Dæmi 3
Hvað er ég með mörg sumarblóm
í garðinum mínum ef ég hef keypt
mér fyrst 11 blóm og síðan 9 blóm?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)

Dæmi 4
Það koma oft fuglar í garðinn minn.
Einn daginn sá ég 4 fugla í grasinu
og 5 fugla uppi í tré.
Hvað voru margir fuglar í garðinum mínum?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)

 

Það er snjór úti og 5 börn í 1. bekk fóru
í snjókast 6 börn fóru að renna sér og einn var inni.
Hvað eru margir í bekknum?

Í 1. bekk eru 12 börn.
8 börn eru að klippa.
Hin börnin eru að lita.
Hvað eru mörg börn að lita?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)


Í 1. bekk eru 13 börn.
Á skólalóðinni eru 5 rólur og einn kastali.
Allar rólurnar voru í notkun en hinir
krakkarnir í bekknum voru í kastalanum.
Hvað eru margir í kastalanum?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)

 

 


Nú voru 1. bekkingar að fara í ferðalag með rútu.
Það eru 12 börn í öðrum bekknum
og 13 börn í hinum bekknum.
Hvað þurfti að panta stóra rútu fyrir bekkina?
Ekki gleyma að telja kennarana 2 með.
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)

 

Sísí er að vinna í reikningsbókina sína.
Hún er búin með 14 bls.
Bókin er samtals 20 bls.
Hvað á hún eftir að vinna margar bls.
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)


Ási fór í bókabílinn og tók 4 bækur.
Hann var með bækur heima.
Hvað er hann komin með margar bækur að láni hjá bókabílnum?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)


Ásta á 7 lestrarbækur og 8 teiknimyndasögur.
Hvað á hún margar bækur samtals?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)

 

Siggi var búinn að klára 3 bækur í skólanum.
Hann átti eftir að klára 4 bækur.
Hvað vinnur hann í margar bækur í skólanum?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)


Í húsdýragarðinum eru 5 hvítar kanínur,
7 svartar kanínur og 3 brúnar kanínur.
Hvað eru kanínurnar margar?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)


Í húsdýragarðinum eru 3 kettir.
Einn af köttunum hún Hosa
eignaðist 6 kettlinga.
Hvað urðu kettirnir þá margir?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)

 

 

 

Í Húsdýragarðinum eru 9 hrútar og 5 ær.
Hvað eru kindurnar margar?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)


Ærnar 5 í húsdýragarðinum eignuðust hver 2 lömb.
Hvað eignuðust þær samtals mörg lömb?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)


Það voru 7 hænur og 1 hani í húsdýragarðinum.
Einn bóndi ákvað að gefa 4 hænur til viðbótar.
Hvað eru hænurnar þá orðnar margar?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)

 

Það voru 15 dúfur í dúfnakofanum í húsdýragarðinum.
Það heyrðist hátt hljóð sem fældi 7 dúfur í burtu.
Hvað eru þá margar dúfur eftir?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)

 

 

Hestarnir í húsdýragarðinum eru 6.
Anna fór með 3 hesta út í sveit.
Hvað eru þá margir hestar eftir?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)


Guttormur er naut sem býr í húsdýragarðinum,
með honum búa 2 kýr og 1 kálfur.
Hvað eru nautgripir margir.
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)

 


Selirnir eru 3 í húsdýragarðinum
þeir fá 7 fiska hver í morgunmat.
Hvað fá þeir samtals marga fiska?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)



Það eru 2 hreindýra kýr í
húsdýragarðinum og 2 tarfar.
Kýrnar eignuðust sitt hvorn kálfinn.
Hvað voru hreindýrin þá orðin mörg?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)

 

Teldu alla ávextina sem eru til heima hjá þér.
Hvað eru þeir margir?
Hvaða ávextir eru flestir?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)


Teldu alla sokkana þína.
Hvað áttu marga sokka?
Eru einhverjir sokkar stakir?
Hvað eru þetta mörg pör?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)


Teldu alla bangsana sem eru til heima hjá þér.
Hvað eru þeir margir?
Hvað eru þeir með mörg augu?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)


Teldu alla leikfanga bílana sem
eru til á heimilinu þínu.
Hvað eru þeir margir?
Hvað eru þeir með mörg dekk?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)


Teldu allar dúkkurnar þínar.
Hvað eru þær með marga fætur?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)

 

Teldu pottana heima hjá þér.
Hvað eru þeir margir?
Teldu pönnurnar heima hjá þér.
Hvað eru pottarnir og pönnurnar margar?

 

Teldu öll hnífapörin heima hjá þér.
Hvað eru margir hnífar?
Hvað eru margir gaflar?
Hvað eru margar skeiðar?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)


Teldu trén í garðinum þínum.
Hvað eru þau mörg?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)

 

 

 

Teldu gluggana á íbúðinni þinni.
Hvað eru þeir margir?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)


Teldu dyrnar á íbúðinni þinni.
Hvað eru þær margar?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)

 

Teldu ljósin í íbúðinni þinni.
Hvað eru þau mörg?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)


Teldu stólana á heimilinu þínu.
Hvað eru þeir margir?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)

 

Teldu hvað þú átt marga tréliti í pennaveskinu þínu.
Teldu hvað þú átt marga blýanta í pennaveskinu.
Hvað eru litirnir og blýantarnir margir samtals?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)


Unnur fór að sofa klukkan átta um kvöldið
og vaknaði klukkan sjö um morguninn.
Hvað svaf hún í marga klukkutíma?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)

 

Unnur byrjaði í skólanum klukkan átta
og var til klukkan eitt.
Hvað var hún lengi í skólanum?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)

 

Það var 1 pottur af mjólk í ísskápnum heima.
Pabbi keypti 3 potta af mjólk á leiðinni heim.
Hvað eru nú margir mjólkurpottar í ísskápnum?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)

 

 

 


Gunni borðar alltaf 2 ristaðar brauðsneiðar á morgnana. Pabbi og mamma borða líka sitt hvorar 2 brauðsneiðarnar. Ég borða eina brauðsneið.
Hvað borðum við margar brauðsneiðar samtals á morgnana?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)


Við eigum 2 kartöflur en borðum alltaf sjö kartöflur í matinn.
Hvað vantar okkur að kaupa margar kartöflur
til að allir fái nóg?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)


Rósa á afmæli.
Hún ætlar að bjóða 9 vinkonum sínum.
Hún bakar bollur til að hafa í afmælinu.
Hún ætlar að gefa öllum tvær bollur.
Hvað þarf hún að baka margar bollur?
(Þú mátt teikna mynd af dæminu)