Samfélagsfræði 4 - 5. bekkur
Korpuskóli

Björg Vigfúsína Kjartansdóttir


Landnám Íslands

Tenging við námskrá

Sjálfsmynd og félagslegt umhverfi

  • Bera saman íslenskar fjölskyldur í nútímanum, við önnur tímabil sögunnar.
  • Skoða breytta þætti í stöðu kynjanna, barna, unglinga og aldraðra.
  • Geta séð hvernig þessar breytingar koma fram í fjölskyldum.
  • Geta séð hvaða sameiginlegum þörfum fjölskyldan sinnir.

Land og þjóð

  • Nemandi þekki nokkrar valdar persónur og atburði í sögu þjóðarinnar.
  • Geti borið saman húsakost, leiki, mataræði, heimilislíf og menntun barna í dag og á öðru tímaskeiði.
  • Geta séð hvað hafið og lega landsins hefur haft að segja um lífsafkomu þjóðarinnar fyrr og nú. (Námskrá, Samfélagsfræði gefin út af Menntamálaráðuneytinu, 1999)

Heimabyggð

  • Geti séð þá þróun sem hefur átt sér stað t.d. með bókmenntum, samgöngum og póstsamgöngum. (Námskrá, Samfélagsfræði gefin út af Menntamálaráðuneytinu, 1999)

Fornsaga

  • Nemandi kynnist dæmum um fornleifar og þróun mannsins.
  • Kynnist trúarbrögðum áðurfyrr og í dag.
  • Vita að sögunni sé skipt niður í tímabil.
  • Fái innsýn í söguna gegnum bókmenntir t.d. þjóðsögur og íslendingasögur.
  • Fái innsýn í söguna gengum ljósmyndir og kvikmyndir.
  • Fái að lifa sig inn í söguna með því að endurskapa veruleikann t.d með að búa til land með bekkjarfélögum. (Námskrá, Samfélagsfræði gefin út af Menntamálaráðuneytinu, 1999)

Túlkun og tjáning

  • Þjálfast í að flytja mál sitt.
  • Koma sögukunnáttu sinni á framfæri munnlega, skriflega, í myndsköpun, söng og leikrænni tjáningu, fyrir foreldra, bekkjarfélaga eða aðra. (Námskrá, Samfélagsfræði gefin út af Menntamálaráðuneytinu, 1999)

Markmið.

Af hverju þurfum við að læra þetta?

  • Til að þekkja söguna og þá þróun sem hefur átt sér stað.
  • Til að sjá hvernig þjóðfélagið okkar hefur þróast.
  • Til að sjá að við höfum sömu grunnþarfir og fólk hafði í gamla daga.

Leiðir

  • Lesa bókina Litlu landnemarnir eftir Iðunni Steinsdóttur
  • Lesa bókina Um Leif Eiríksson.
  • Svara spurningum tengdum bók Leifs Eiríkssonar (setja inn slóða)
  • Vinna þemavinnu, verkefni sem eru í þrívídd og texta tengt því.
  • Setja myndir og texta inná Skólatorg.is
  • Semja leikrit
  • Hafa bekkjarkvöld þar sem vinna nemenda er flutt og sýnd af nemendum.

Mat

  • Frammistaða í hópastarfinu metið með tilliti til virkni.
  • Vinnubókin með spurningum og svörum metin