Skólinn minn

Markmið að nemandinn kynnist:
  • Skólabyggingunni
  • Skólalóðinni og nánasta umhverfi
  • Myndi góð tengsl í hópnum
  • Reglum skólans
  • Búi til reglur í sinni stofu
  • Sögu skólans

Leiðir

  • Verkefni um skólann
  • Vettvangsferðir
  • Kubbar

    Bækur
    Skólabókin mín?

Verkefni 1
Nafnaleikur
Fara yfir reglur um hvernig við geymum fötin okkar, hvernig við göngum um skólann, hvernig við göngum um stofuna okkar, hvernig við göngum um litina okkar og hvernig við förum í röð úti.
Fara yfir reglur úti - ræða um hættu eitt, tvö og þrjú sem eru útgönguleiðir af skólalóðinni - við verðum að gæta okkar og megum alls ekki fara út á hættusvæðið.

Saga um Einar Áskel sem byrjar í skóla

Teikna mynd

Verkefni 2

Lesa um Ísak Jónsson
Skoða skólann utan og innan.
Byggja skólann úr kubbunum - skipta í hópa

Teikna mynd af skólanum

Verkefni 3
Gönguferð fyrir utan skólalóðina

Byggja skólann úr kubbunum - skipta í hópa


Verkefni 4

Hvaða reglur þurfum við að hafa í skólanum?
Hugstormun - kennari skráir á flettitöflu.
Fá nemendur til að segja hvaða þrjár reglur þeim finnist mikilvægastar og af hverju þeim finnist þessar reglur vera mikilvægar.
Lesa síðan yfir reglur skólans og bera saman við þeirra reglur.
Skrifa reglurnar fallega upp og hafa uppi á vegg.

Verkefni 5

Hvað eru margir gluggar í stofunni okkar?
Hvað eru margir gluggar á ganginum?
Hvað eru margir gluggar séð frá skólalóðinni

Búa til súlurit og setja uppá vegg á ganginum?

Einn hópur fer í að byggja skólann úr kubbum

 

Verkefni 6
Hvað finnst ykkur að þurfi að vera í skólastofu?
Hugstormun hjá bekknum - skrá á flettitöflu.

Teikna kennslustofu
Hjálpargögn: a4 blað og vaxlitir


Verkefni 7

Hvernig nemendur eru í þessari kennslustofu?
Hver nemandi býr til klippimynd af sessunaut sínum (eða sjálfum sér). Pappír sem er 10 cm
Síðan segja nemendur frá myndinni sinni
(Nota lýsingarorð - hvernig lýsum við fólki?)


Verkefni 8

Hverjir vinna í skólanum?
Hugstormun - kennari skráir á flettitöflu.
Fara og skoða hverjir vinna hvar í skólanum og hvað er hvar
Teikna myndir af þeim sem vinna í skólanum - skipta á milli þeirra - klippa síðan út
(Pappír sem er 10 cm)



Verkefni 9

Fara aftur og skoða skólann að innan
Teikna skólann ámaskínu pappír með vaxlitum
Skipat svæðum á milli nemenda
Setja síðan nemendur og starfsfólk skólans inn á teikninguna


Verkefni 10

Hlusta eftir hljóðum í skólastofunni
Hlusta eftir hljóðum fyrir utan kennslustofuna
      

Verkefni 11

a) Hvernig finnst ykkur að einn dagur eigi að vera í skólanum?
Hugstormun - kennari skráir á flettitöflu (ekki of langt).
b) Er dagurinn í skólanum eitthvað öðruvísi en þið óskuðuð að hann væri?
Bera saman raunverulegan dag og þann sem þau skipulögðu. (Ekki of langt)

Verkefni 12

Hvað sjáum við mörg form í kennslustofunni okkar.
Ferhyrning, þríhyrning og hring. Tengja síðar við þema um formin og litina

 

Skólabókin mín:
Bls. 3 - Þetta er ég
Bls. 6 - Skólinn minn - sjá umræðupunkta í bókinni. Tengja form verkefnum
Bls. 18 - Frímínútur - sjá spurningar til umræðu í bókinni.

Bækur

  • Einar Áskell fer í skóla
  • Lata stelpan
  • Kári litli byrjar í skóla
  • Ég vil líka fara í skóla
Söngvar

Í skólanum í skólanum
Það er leikur að læra