Vefleiðangur
|
|
|
|
---|---|
Nú eruð þið bekkjarfélagarnir
að leggja af stað í hringferð um Ísland. Þið
leggið af stað frá Kópavogi. Í fyrstu ætlið
þið að skoða stór - Reykjavíkursvæðið.
|
|
|
|
Verkefni Verkefnið skipstist í 6. hluta. Fyrst þarf að lesa um alla landshlutana, svara spurningum og teikna áhugaverða staði inn á kort af landshlutanum. (Samfélagsfræði) Búa til Ísland í þrívíddarverkefni. (Myndsköpun) Taka saman texta um það sem nemendum finnst markverðast um hvern stað fyrir sig. ( Íslenska ) Setja myndir og textann á skólatorgið (Upplýsingatækni) Útsetja eða æfa söng fyrir ferðalagið. (Tónlist og ljóð ) Útbúa sýningu og flytja verkefnið fyrir bekkjarfélaga og síðar á foreldraskemmtun. (Framsögn - lífsleikni)
|
|
|
|
Bókin Landshorna á milli. Verkefnablöð og kort sem fylgja þeirri bók. Á Íslandsvefnum eru margar upplýsingar og fallegar myndir af landinu okkar. Þið skuluð kíkja á þennan vef og finna það sem á við þann landshluta sem að þinn hópur tekur fyrir
Á vef Reykjavíkurborgar er að finna upplýsingar um starfsemi í höfuðborginni og margt annað. Þið skuluð kíkja á þenna vef til að athuga hvort þið getið nýtt ykkur eitthvað í verkefnið Landafræði - Ábendingar á ýmsa staði Ljósmyndir af Íslandi Ljósmyndavefur Morgunblaðsins |
|
|
|
Ferli
Við byrjum á að skoða Ísland á landakorti. Við lesum bókina Landshorna á
milli heima. Svörum spurningum í hópum í skólanum,
(hóparnir eru eins og við sitjum) og við merkjum inn á
kort. a. Hver hópur tekur saman texta með
því sem þeim finnst markverðast um þann landshluta
sem hópurinn tekur fyrir. Setur síðan
textan inn á tölvu. b. Hver hópur býr til sína
landshluta í þrívídd á stóra
plötu síðan eru öll spjöldin tengd saman. Áhöld: c. Athuga hvort hægt sé að semja lag eða útsetja texta með tónlistakennaranum um ferðalagið eða Ísland, æfa það síðan af og til í hópa starfinu. (Eða finna söng - söngva sem hægt er að syngja á leiðinni). d. Setja verkefnið á skólatorgið. Textann og myndir af verkefnunum. e. Setja upp sýningu með þrívíddarmyndinni af Íslandi og bjóða foreldrum á sýningu og fyrirlestur um landið.
|
|
|
|
Verkefnavinna verður metin 70 % 1. Einstaklingurinn fyllir út matsblað fyrir hópinn sem kennarinn notar til mats. 2. Prófið gildir 30 % .
|
|
|
|
Þegar þessu verkefni er lokið
ættir þú nemandi góður að þekkja
landið þitt betur. Ég vona að þú hafir
haft ánægju af að taka þátt í þessu
verkefni og að það nýtist þér.
|
|
efst á síðu |
|
Seinast uppfært
1.11 2005
|