Söngvar
um veður

 

Með vindinum þjóta…
Með vindinum þjóta skúraský
:,:drýpur drop, drop, drop:,:
og droparnir hníga og detta´ á ný
:,:drýpur drop, drop, drop:,:

Og smáblómin vakna´ eftir vetrarblund
:,:drýpur drop, drop, drop:,:
þau augu sín opna er grænkar grund
:,:drýpur drop, drop, drop:,:


Nú er úti norðanvindur
Nú er úti norðanvindur,
nú er hvítur Esjutindur.
Ef ég ætti úti kindur,
mundi’ ég láta’ þær allar inn,
elsku besti vinur minn!

:,: Úmbarassa, úmbarassa, úmbarassassa :,:

Nú er úti veður vont
verður allt að klessu
ekki á hann Grímur
gott að gifta sig í þessu


Skýin
Við skýin felum ekki sólina af illgirni
(klapp, klapp, klapp)
Við skýin erum bara að horfa á leiki mannanna
(klapp, klapp, klapp)
Við skýin sjáum ykkur hlaupa-oouuúúííh!
Í rokinu!
Klædd gulum, rauðum, grænum og bláum regnfötum.
Eins og regnbogi meistarans, regnbogi meistarans,
við skýin erum bara grá, bara grá,
á morgun kemur sólin, hvað verður um skýin þá?
Í rigningu ég syng
(lag: I’m singing in the rain)
Í rigningu ég syng,
í rigningu ég syng.
Það er stórkostlegt veður,
mér líður svo vel!
Armar fram og armar að.
Tjutti tja, tjutti tja, tjutti tja tja!

(Lagið endurtekið og lið 2 bætt við,
síðan lið 3 o.s.frv.
2. Beygja hné
3. Rassinn út
4. Inn með tær
5. Hakan upp
6. Út með tungu)