Howard Gardner er prófessor í kennslufræðum við Harward Graduate School of Education og aðstoðarprófessor í taugafræði við Boston University School of Medicine. Hann er afkastamikill fræðimaður og hefur skrifað fjölda bóka. Í bók sinni Frames of Mind (1983) setti Gardner fram hugmyndir sínar um fjölgreind manna. Þessar hugmyndir byggði hann á athugunum á fjölda ótengdra heimilda, m.a. á fræðiritum um afbrigðilega einstaklinga, eðlileg börn og fullorðna, sérfræðingum og fólki frá ólíkum menningarheimum.
Skilgreining hans á greind er frekar byggð á listrænu en vísindalegu mati. Upphaflega kom hann fram með sjö greindir en rúmum áratug síðar bætti hann við áttundu greindinni. Heimild: Ítarefni:
|
© Björg
Vigfúsína Kjartansdóttir -
Jóna Björk
Jónsdóttir - Kirsten
Lybæk Vangsgaard
Síðast 30.03.2012 |