Kerfið sem stjórnar tilfinningum okkar heitir randkerfið (limbus). Þegar randkerfið þróaðist varð til minnið og hæfileikinn til að læra. Í svæði heilans sem heitir nýbörkur er aðsetur, skipulagningar, skilgreiningar, skynjunar, samræming hreyfinga og hugsanir okkar.
Í
heilanum er svæði sem nefnist möndlungur. Möndlungur
eru tvö möndlulaga svæði. Hæfnin til að
leggja tilfinningalegat mat á það sem er að gerast
byggir á starfsemi möndlungsins. Ef möndlungurinn er
tekinn verður einstaklingurinn sambandslaus við annað fólk,
hann verður "tilfinningalega blindur". Skynjun okkar á umhverfinu nær til möndlungsins áður en hún berst til nýbarkarins. Þetta þurfum við að hafa í huga þegar við hönnum efni fyrir börn, þau bregðast fyrst tilfinningalega við efninu. Ef uppsetningin virkar tilfinningalega illa á nemendur þá er hætta á því að þeir verði efninu afhuga. Heimild Goleman, Daniel. (2000). Þýðing Áslaug Ragnars. Tilfinningagreind. Reykjavík. Iðunn. Mynd unnin
úr: Goleman, Daniel (2000). Þýðing Áslaug
Ragnars. Tilfinningagreind. Reykjavík. Iðunn. |
© Björg
Vigfúsína Kjartansdóttir -
Jóna Björk
Jónsdóttir - Kirsten
Lybæk Vangsgaard
Síðast 31.07.2006 |