Korpuskóli
1. bekkur 2002 - 2003
Stærðfræði
Röksamhengi og röksemdafærslur
Markmið

Nemandinn:
*meti hvort fullyrðingar sem settar eru fram eru sannar.

*flokki rökkubba eða safn smáhluta eftir eiginleikum og rökstyðji flokkun sína.

*leiki leiki, t.d. með rökkubba, þar sem finna þarf reglu eða leysa þrautir.

*temji sér að nota þekktar staðreyndir til að álykta út frá, s.s. að meta sanngildi: Anton verður 7 ára eftir tvær vikur og Dóra verður 7 ára eftir tvo mánuði. Anton er eldri en Dóra

Tengsl við daglegt líf og önnur svið

Nemandinn:
*leysi verkefni sem varða daglegt líf hans.

*skoði form í nánasta umhverfi sínu og greini hvernig ólík form eru notuð í mismunandi tilgangi (t.d í verkefninu skólinn).

*geri tilraunir með skálavog. Hvaða hlutir eru þungir/léttir? (Vísindahorn).

*mæli með óstöðluðum einingum og beri saman við mælingar með stöðluðum einingum.

*ræði um tímatal, t.d. tímaröð atburða, tímalengd milli atburða og dagatal (samfélagsfræði og þema um tímann.)

* vinni með klukku, læri að lesa af henni hvað tímanum líður og lesa stundatöflu (samfélagsfræði og þema um tímann).

*Hringlaga og sívalir hlutir skoðaðir, s.s. hjól, pottar, glös, umferðarskilti.

*Hvað er skólastofan mörg skref að lengd? Hvað eru það margir metrar?
- Setja atburði úr skólalífinu inn á tímaás (talnalínu). (Setja í þemaverkefni um skólann).

Leiðir
*Þemaverkefni um skólann
*Þemaverkefni um tímann
*Dagleg umræða um tíma og tímatal
*Nota dagatal eins oft og tækifæri gefst til
*Vinna með form í verkefni um skólann og í stafainnlögn
*Búa til dæmi sem tengjast daglegu lífi
*Vinna með flokkun
*Leika leiki sem tengjast stærðfræði
*Rúlla úr reiknivél - merkja við dagur 1 í skólanum o.s.frv.


Mat
*Símat
*Kannanir


Bækur

*Dæmablöð
*Kátt er í Kynjadal
*Eining 1
*Eining 2
*Viltu reyna? (Gulur)
*Húrrahefti 1a