Samfélagsfræði - Skólinn minn

Markmið að nemandinn kynnist:
*Skólabyggingunni
*Skólalóðinni og nánasta umhverfi
*Myndi góð tengsl í hópnum

Leiðir
*Þemaverkefni um skólann
*Vettvangsferðir
*Leikræn tjáning

Bækur
* Skólabókin mín

Mat

*Samskipti
*Verklagni

Verkefni 1
Umræður við nemendur í heimakrók.
Hvað heitir þú?
Hvað ert þú gamall/gömul?
Hvar áttu heima?
Hvað er símanúmerið hjá þér?
Hvað átt þú mörg systkini?


Búa til lista yfir afmæli með sjálfsmyndum nemenda í súluriti uppá vegg

Verkefni 2
Hvað eru margir gluggar í stofunni þinni?
Hvað eru margir gluggar í portinu?
Hvað eru margir gluggar í myndlistastofunni?

Verkefni 3
Hvað finnst ykkur að þurfi að vera í skólastofu?
Hugstormun hjá bekknum - skrá á flettitöflu.


Verkefni 4

Búa til kennslustofu skipta í 5, fimmmanna hópa.
Hjálpargögn: Maskínupappír, mislitur pappír, lím og vatnslitir.

Verkefni 5
*Hvað er skólastofan mörg skref að lengd? Hvað eru það margir metrar?
Setja atburði úr skólalífinu inn á tímaás (talnalínu)
(Beint úr námskrá - stærðfræði) (Röksamhengi og röksemdafærslur)

Verkefni 6

Hvernig nemendur eru í þessari kennslustofu?
Hver nemandi býr til klippimynd af hverjum nemanda sem er 10 cm stór af bekkjarfélaga sínum. Síðan segja nemendur frá myndinni sinni (Nota lýsingarorð - hvernig lýsum við fólki?)


Verkefni 7

Hvaða starfsfólk finnst ykkur að þurfi að vera í skólanum?
Hugstormun - kennari skráir á flettitöflu.
Hvað gerir hver starfsmaður?
Hugstormun - Kennari skráir á flettitöflu.
Setja orðalistana upp á vegg.


Verkefni 8

Fá starfsmann í heimsókn og nemendur spyrja hvað hann starfar. Fá nemendur til að vera búin að semja spurningar.
Skrifa þær á fletti töflu eða spjald sem þau hafa síðan og spyrja gestina.


Verkefni 9

Búa til dúkkulísur af starfsfólki skólans. Hver dúkkulísa verði 20 cm há, fái álímd föt ásamt því að við setjum miða með nafni starfsmannsins hvert starf hans er. Setja uppá vegg. 6, fjögurramanna hópar


Verkefni 10

a) Hvernig finnst ykkur að einn dagur eigi að vera í skólanum?
Hugstormun - kennari skráir á flettitöflu (ekki of langt).
b) Er dagurinn í skólanum eitthvað öðruvísi en þið óskuðuð að hann væri?
Bera saman raunverulegan dag og þann sem þau skipulögðu. (Ekki of langt)

Verkefni 11

Hvaða reglur þurfum við að hafa í skólanum?
Hugstormun - kennari skráir á flettitöflu.
Fá nemendur til að segja hvaða þrjár reglur þeim finnist mikilvægastar og af hverju þeim finnist þessar reglur vera mikilvægar.
Lesa síðan yfir reglur skólans og bera saman við þeirra reglur.
Skrifa reglurnar fallega upp og hafa uppi á vegg.

Verkefni 12
Hlusta eftir hljóðum í skólastofunni - taka upp hljóð?
Hlusta eftir hljóðum fyrir utan kennslustofuna - taka upp?
Hjálpargögn: Upptökutæki.


Verkefni 13

Búa til skólann úr okkur sjálfum.
Skoða skólann utan og innan.

Verkefni 14

Hvað sjáum við mörg form í kennslustofunni okkar.
Ferhyrning, þríhyrning og hring.
Búa til súlurit sjá fylgiskjal.
6, fjögurra manna hópa

Verkefni 15
Hver bjó til skólann okkar?
Hver bjó í þessu húsi?
Hvað var gert í húsinu?
Vinnubækur
Skólabókin mín:
Bls. 3 - Þetta er ég
Bls. 5 - Skólataskan - sjá umræðupunkta í bókinni.
Bls. 6 - Skólinn minn - sjá umræðupunkta í bókinni.
Bls. 7 - Umhverfi skólans - sjá spurningar til umræðu í bókinni.
Bls. 14 - 15 Hvað gerum við í skólanum?
Bls. 17 - Nesti - sjá umræðupunkta í bókinni
Bls. 18 - Frímínútur - sjá spurningar til umræðu í bókinni.
Bls. 19 - Skoðanakönnun skemmtilegasti leikurinn.
Bls. 24 - Í skólanum.

Bækur

 

Söngvar

*Í skólanum í skólanum ...