Ég sjálf/ur
Verkefni og umræður Vinna með
1. Líkaminn minn — skoða hvað ég sjálf/ur er stór.
Komdu og skoðaðu líkamann bls. 2,3 og 4

a) Hvað er ég stór núna og hvað var ég langur/löng þegar ég fæddist?
Líma á blað bandspotta jafn langan sér þegar maður fæddist og annan jafn langan stærðinni
í dag

2. Hvernig lítum við út ?
Umræður;
· Hvernig er hárið á litinn?
· Hvernig eru augun á litin?
· Hvernig er andlitið í laginu?
· Vaxtarlag - sumir eru þéttir aðrir eru grannir ?
· Til hvers notum við hendurnar?
· Til hvers notum við fæturna?
· Sumir eru hreyfihamlaðir.
· Sumir eru heyrnadaufir.
· Sumir eru sjónskertir.
· Hver er munur á strákum og stelpum?

a) Skoða sig í spegli og teikna sjálfan sig.


b)SKoða teikningu af mér þegar ég kom í fyrsta sinn í skólann bera saman við teikninguna núna.
3.Snertiskyn - tilfinningar tengdar því.
Komdu og skoðaðu líkamann bls.5
Umræður;

· Hvernig er að koma við snjó?
· Hvernig er að klappa hundi?
· Hvernig er að meiða sig?
· Lýsa einhverju sem er mjúkt, hart, heitt, kalt, beitt eða rúnnað.
· Hvernig finnum við hvað er beitt og hvað   er rúnnað?

Skoða hendurnar

Litli fingur hvar ert þú?
Þula um fingurna
Þumalfingur er mamma ...

Fjalla um orðatiltæki
* Spenna greipar
* Vefja e-u um fingur sér,
* Halda að sér höndum
* Láta hendur standa fram úr ermum
* Ber hönd fyrir höfuð sér
* Hafa hendur í hári e-s.
 
a) Koma við eitthvað mjúkt, hart, kalt, hlýtt, hrjúft og slétt.
b) Lesa bókina ...


b) Teikna mynd af höndinni sinni
c) Gera fingrafar
d) Hvað heita ákveðnir hlutar á hendinni þ.e. handabak, nögl, lófi ...
(Setja upp á vegg mynd af hendi og heitin við).

4. Frumur

Komdu og skoðaðu líkamann bls. 6 og 7

Teikna mynd af frumum

5. Fætur
Syngja; Allir hafa eitthvað til að ganga á. (Olga Guðrún)
Ganga á hælunum, tánum, jörkunum.
*Hvenrig skó þarf maður að nota og   hvar?
Fjalla um orðatiltæki;
*Taka til fótanna
*Leggja land undir fót
*Bregða fyrir fæti
*Fara á fætur

a) Teikna mynd af ilinni sinni.
b)Setja upp á vegg hvað ákveðnir hlutar fótarins heita, þ.e. rist, il, ökli, táberg, jarki, tá, hæll, nögl
c) Hvaða skó stærð nota ég?

d) Lesa einhverja af bókunum um skófólkið

6. Svefn
Umræða um mikilvægi svefns (sjá umræðupunkta í verkefninu Sænginni yfir minni í Lífleikni möppunni; Ég er það sem ég vel.)
Komdu og skoðaðu líkamann bls.23

a) Tafla til að merkja við svefnvenjur - fara með hana heim - ræða um hana viku síðar.
B) Lesa bókina Palli var einn í heiminum

7. Sjónskyn
Umræður;
· Með hverju sjáum við?
· Hvar eru augnalok, augabrúnir, augnahár?
· Hvernig breytast augun í birtu, myrkri ?
· Af hverju verðum við að fara vel með augun og sjónina.
· Af hverju þurfa sumir að nota gleraugu (eða linsur) ?
· Af hverju glampar á augu dýranna í
myrkri?
· Hvernig ætli sé að vera blindur?
Komdu og skoðaðu líkamann bls.12 og 13

a) Teikna augað sitt - Skoða það í speglinum - sjá mynstrið.
b) Athuga með að fá bók af blindrabókaasafninu.
c)Binda klút um augun og athuga hvort við rötum að útidyrahurðinni.
d) Súlurit með augnlitunum
e) Lesa bókina...
8. Heyrnarskyn
Umræður;
· Til hvers notum við eyrun?
· Hvað er gert fyrir þá sem heyra illa eða   ekkert?
· Hvaða hljóð finnst þér gott að heyra?
· Hvaða hljóð finnst þér vont að heyra?
· Heyra allir?

·Sýna þeim myndir af táknum með tali
·Sýna þeim hvernig nafnið þeirra er stafað á táknmáli.
a) Hlusta á tónlist, t.d slökun og háværa tónlist. L íður okkur eins þegar við hlustum á rólega tónlist og þegar við hlustum á hraða eða háværa tónlist?
b)Teikna mynd eftir tónlist (vatnslitir)
c) Skoða eyrað sitt og teikna það á blað.
d) Lesa bókina ...
9. Lyktarskyn
Umræður;
· Hvaða lykt finnst þér góð?
· Til hvers notum við nefið ( anda með því og finna lykt og ilm).
· Hver er munur á lyktarskyni manna og   dýra?
· Óheilnæm lykt t.d. sígarettureykur og mengun. (Ath 6 eða 7. bekk lífsleikni námsefnið Ég er það sem ég vel - þar eru útskýringar)
Komdu og skoðaðu líkamann bls. 16 og 17
a) Finna mismunandi lykt t.d. heitt vatn í könnu með kaffi eða mentol og skálar með kókos eða kakói.
b) Lesa bókina um lykt
10. Bragðskyn
Umræður;
· Hvað er innan í munninum?
· Til hvers notum við tunguna?
· Veist þú um eitthvað sem er sætt, súrt, salt eða beiskt á bragðið?

a) Umræða um bragð - smakka (heimilisfræði).
b) Lesa bókina
11. Tennur
Umræður;
· Af hverju fáum við holur í tennurnar?
· Hvaða fæði er best fyrir tennurnar?
· Af hverju burstum við tennurnar þegar við   erum búin að borða?
· Af hverju þurfa mamma og pabbi að hjálpa til við að bursta tennurnar?
· Af hverju hafa margir ákveðinn nammidag?
· Af hverju förum við til tannlæknis?
· Hvernig er tannlæknirinn klæddur?
· Hvað gerir tannlæknirinn?

(Lesa sig til í lífsleikni námsefninu Ég er það sem ég vel fyrir 8 bekk)
Komdu og skoðaðu líkamann bls. 22

a) Teikna tönn, tannbursta og tannkrem.
b) Karíus og Baktus — myndband eða bók


12. Tilfinningar
Umræður;
· Hvar eru tilfinningarnar okkar?
· Hvernig tilfinningar höfum við?
· Hvernig líður okkur þegar við förum að sofa, förum eitthvert, t.d. skólann og heimsókn
· Hvernig bregðumst við við þegar við verðum reið, glöð eða kvíðin.
· Hvernig erum við þegar okkur líður vel eða illa?
· Hvernig líður okkur þegar enginn vill leika við okkur?
· Hvernig líður okkur þegar við eigum góða vini?
· Hvernig líður okkur þegar við erum skömmuð?
· Hvernig líður okkur þegar okkur er hrósað og fyrir það hvað við erum dugleg?
· Hvernig líður okkur þegar við erum að   stríða öðrum?
· Hvernig líður okkur þegar okkur er strítt?
· Hvernig líður okkur þegar einhver segir eitthvað ljótt við okkur?
· Hvernig líður okkur þegar verið er að ryðjast fram fyrir okkur?
· Hvernig líður okkur þegar við töpum spili eða þegar við vinnum   spil ?
· Hafa allir sömu tilfinningarnar?
· Bregðumst við eins við við svipaðar aðstæður?

Komdu og skoðaðu líkamann bls. 12 og 13
a) Sýna hvort öðru svipbrigði s.s. leiður, glaður, reiður, hissa og hræddur.
b) Teikna mynd þar sem einhver er glaður og þar sem einhver er leiður
c)
Spila saman
d) Lesa bókina þegar ég er reiður og Þegar ég er afbrýðissöm
13. Beinagrindin

Komdu og skoðaðu líkamann bls. 8 og 9
Vöðvar Komdu og skoðaðu líkamann bls. 10 og 11
a) Búa til beinagrind úr plastmöppum - mála beinin á þær með hvítri málningu og festa hana saman með splittunum.
14. Við erum lík - ólík.
Umræður;
· Við höfum mismunandi skap og raddir.
· Okkur gengur misjafnlega að koma vel fram. Við erum mismunandi lagin við ólíka hluti.
· Af hverju hjálpumst við öll að?
· Sumir eru fatlaðir
· Sumir hafa ofnæmi eða óþol.


a) Syngja saman
b) Lesa bókina ...
15. Hvernig lítum við út að innan?
Umræður;
· Við erum öll ólók en samt lík.
· Hvert fer maturinn sem við borðum?
· Hvað gerist ef við tökum fyrir nefið og   munninn.

a) Fá líkanið af inniflum líkamans
b) Teikna myndir á undan og eftir umræður um líkamann að innan.
c) Lesa bókina ...
16. Fæðan okkar
Umræður;
· Til hvers þurfum við að borða?
· Hvaða er nauðsynlegt fyrir líkamann? (vatn matur)
· Hvert fer maturinn þegar búið er að tyggja og kyngja?
· Hvaðan kemur maturinn?
· Af hverju þurfum við að hafa ró og næði þegar við borðum?

·Umfjöllun úr Lífsleiknimöppunni, Ég er það sem ég vel. Verkefni Upp í munn og ofan í maga ( umræðupunktar og glærur)
Komdu og skoðaðu líkamann bls.18 og 19
a) Teikna mat sem er hollur og líma á pappadisk. Klippimyndir af mat sem er óhollur (lífsleikni, samfélagsfræði og heimilisfræði)
b) Lesa bókina ...
17. Hreinlæti
Umræður;
· Af hverju þurfum við að sofa, borða, fá   ferskt loft, vera í fötum, hafa hreint hjá okkur og vera hrein?
· Af hverju þurfum við að passa heilsuna?
· Af hverju er nauðsynlegt að bursta tennurnar, borða hollan mat, klæða sig rétt, hreinsum við sár ofl.?

Komdu og skoðaðu
líkamann bls. 20 og 21

(klára bókin Komdu og skoðaðu líkamann bls. 24)

Lesa bókina Lata stelpan og um Tótu tætubusku.

15. Framkoma
Umræður;
· Hvað er kurteisi, ókurteisi?
· Hvað eru mannasiðir?
· Hvernig erum við tillitsöm?
· Hvernig líður okkur ef okkur er heilsað,   en ef okkur er ekki heilsað?
· Hvernig getum við verið vinir?
· Hvernig stöndum við saman (sýnum samstöðu)?
· Hvernig heilsum við eða kveðjum við?
· Hvernig tölum við í síma?
· Hvernig högum við okkur úti?
· Högum við okkur eins heima og í   heimsóknum?
· Hvernig högum við okkur heima?
· Við hverja tölum við?
· Hvernig tölum við?
· Hvernig er tóninn í röddinni okkar þegar   við tölum?


a) Lesa bókina um Láka
og Mér er alveg sama

17. Fjölskyldan
Umræður;
· Hvað er fjölskylda? ( mismunandi samsettar fjölskyldur)
· Allir hjálpast að á heimilinu sínu.
· Hvað gerum við - barnið, mamma, pabbi   og systkini? (hlutverk)

a) Teikna dúkkulísur af fjölskyldunni sinni (til að setja í húsið sitt).
b)
Lesa bókina ...

18. Heimilið mitt
Umræður;
· Í hvernig húsum búum við?
· Af hverju búa fáir í sumum húsum, enmargir í öðrum?
· Hvernig eru húsin að innan?
· Hvað er borg - hvað er sveit?
a) Fara í gönguferð og taka ljósmynd af húsinu okkar - vinna með myndina
b) Teikna mynd af heimilinu okkar á blað og vinna með það bæði að utan og innan.
c) Lesa bókina ...
19. Vinir mínir
Umræður;
·Hvar er vinur?
·Hvernig er að eiga vin?
·Hvernig eiga góðir vinir að vera?
·Geta öll börnin í bekknum verið vinir?
·Geta bara manneskjur verið vinir?
a) Teikna mynd af vini sínum
b) Lesa bókina ...
20. Bók - nokkrar myndir


Búa til bók úr þeim verkefnum sem hægt er.

Skólabókin mín bls. 9 Húsið mitt
bls. 12 Höndin
bls. 17 Nesti
bls. 20 Tilfinningar
bls. 21 Fjölskyldan mín

Söngvar

*Höfuð herðar hné og tær
*Ég er furðuverk
*Einn lítill, tveir litlir, þrír litlir fingur
*Hreyfa litla fingur
*Allir hafa eitthvað til að ganga á
*Skugginn
*Guð gaf mér eyra
*Dansi, dansi dúkkan mín
*Ég lonníetturnar lét á nefið
*Ýmsar stökur
*Ýmsar þulur

Söngvar og þulur