Starfsemi heilans


Í bókinni tilfinngagreind sem er eftir Daniel Goleman kemur fram:

"að hinn hugsandi heili er vaxinn upp af tilfinningaheilanum og varpar því skýru ljósi á tengsl hugsunar og tilfinninga. Tilfinningar voru sem sé til löngu áður en skynsemin kom til sögunnar". (Goleman, 2000)


Í bókinni er einnig sagt að elsta rót tilfinningalífsins sé lyktarskynið sem getur verið forsenda þess að komast lífs af. Til gamans má geta að viðbrögðum varðandi lykt er skipt í 4 flokka:

  1. Það sem er ætilegt
  2. Það sem er eitrað
  3. Að vera reiðubúin til fjandsamleg viðbrögð eða kynmaka
  4. Kerfi sem sendir boð til líkamans um hvernig á að bregðast við.

Kerfið sem stjórnar tilfinningum okkar heitir randkerfið (limbus). Þegar randkerfið þróaðist varð til minnið og hæfileikinn til að læra. Í svæði heilans sem heitir nýbörkur er aðsetur, skipulagningar, skilgreiningar, skynjunar, samræming hreyfinga og hugsanir okkar.

" Í nýberkinum eru þær stöðvar sem skeyta saman það sem skynfærin nema og leggja skilning í það" (Goleman, 2000).


Nýbörkurinn er ástæða þess að við getum upphugsað kænskubrögð, gert áætlanir og lagt á ráðin. Nýbörkurinn gæddi tilfinningalífi menneskjunnar ríkulegum blæbrigðum og má þar nefna ástina eða reiðina sem við sjáum oft hjá ungum börnum sem ekki ná að stjórna tilfinningum sínum.

Í heilanum er svæði sem nefnist möndlungur. Möndlungur eru tvö möndlulaga svæði. Hæfnin til að leggja tilfinningalegat mat á það sem er að gerast byggir á starfsemi möndlungsins. Ef möndlungurinn er tekinn verður einstaklingurinn sambandslaus við annað fólk, hann verður "tilfinningalega blindur".
"Möndlungurinn varðveitir tilfinningalegar endurminningar og þar með það dýrmætasta í lífinu. Líf án möndlungs er tilfinningalaust frá sjónarmiði einstaklingsins" (Goleman, 2000) Öll ástríða veltur á möndlungnum hann kemur af stað tárunum.
Möndlungurinn er alltaf í viðbragðsstöðu. Hann kemur hormónunum af stað til að stjórna viðbragði einstaklingsins og hann ýtir við stöðvum heilans sem stjórna hreyfingum.

Skynjun okkar á umhverfinu nær til möndlungsins áður en hún berst til nýbarkarins. Þetta þurfum við að hafa í huga þegar við hönnum efni fyrir börn, þau bregðast fyrst tilfinningalega við efninu. Ef uppsetningin virkar tilfinningalega illa á nemendur þá er hætta á því að þeir verði efninu afhuga.

Heimild

Goleman, Daniel. (2000). Þýðing Áslaug Ragnars. Tilfinningagreind. Reykjavík. Iðunn.

Mynd unnin úr: Goleman, Daniel (2000). Þýðing Áslaug Ragnars. Tilfinningagreind. Reykjavík. Iðunn.

Í efnisyfirlit
                                                                   Næsta síða

© Björg Vigfúsína Kjartansdóttir - Jóna Björk Jónsdóttir - Kirsten Lybæk Vangsgaard
Síðast 31.07.2006

Efst á síðu