Mat á forriti og vefsíðu
samkvæmt matsblaði happaþrennunnar

KidPix er mjög barnvænt margmiðlunarefni. Það getur þó verið flókið fyrir börn að rata í forritinu en myndræn og hljóðræn uppsetning auðveldar þeim verkið. Forritið samræmist vel bæði hugsmíðar- og fjölgreindar kenningunni. Myndmál forritsins er fjölbreytt og fordómalaust og í nánum tengslum umhverfi barna til dæmis við mat, húsgögn og farartæki. Tónlist kemur sterkt inn bæði til sköpunar og ánægju. Börnin eru skapandi gerendur og við mælum hiklaust með þessu forriti.

 

Mamamedia er vefsetur fyrir börn þar er að finna ýmiskonar leiki og leiðir til að skapa. Myndefnið er fjölbreytt, litríkt og ævintýralegt. Þegar vefurinn er metin í tenglum við hugsmíðahyggjyna vantar samt uppá tengingu við daglegt umhverfi barna. Það er frekar erfitt að rata um vefinn sérstaklega fyrir ólæsbörn og þau sem ekki eru enskumælandi. Vefurinn er hugmyndaauðgandi og við mælum með honum fyrir börn frá c.a 8 - 9 ára og uppúr. Ef foreldrar setjast með barninu sínu og vinna í mamamedia þá býður hann uppá skemmtilegar samverustundir.

 

Í efnisyfirlit                                                                                                                Forsíða

© Björg Vigfsúína Kjartansdóttir - Jóna Björk Jónsdóttir - Kirsten Lybæk Vangsgaard
Síðast 01.04.2007