Könnunaraðferð
The Project - Approach

 

Við höfum gert grein fyrir hvernig samvinnunám á sér stað samkvæmt Dillenbourg & Schneider (1995) og við höfum skilgreint þau 8 stig sem eru þættir í kerfisbundnu ferlunum sem eiga sér stað í samvinnunámi. Við teljum að samvinnunám eigi sér einnig stað á svipaðan hátt, eins og Dillenbourg & Schneider útskýra það, þegar um ung börn er að ræða, en við ætlum hér að gera betur grein fyrir kennsluaðferð sem að okkar mati tengist hugsmíðahyggju, fjölgreindarkenningu og samvinnunámi. Þessi kennsluaðferð könnunaraðferðin hentar sérstaklega vel með ungum börnum. Hún er skyld þemaaðferðinni eins og hún er þekkt í íslenskum grunnskólum og leikskólum, en hún tengist einnig námsaðferðinni sem er beitt í anda leikskólanna í Reggio Emilia. Allar þessar stefnur stuðla, hver á sinn hátt, að samvinnu milli nemanda og skapandi starfs.
Við ætlum að rekja hér megindrætti aðferðarinnar en hvetjum lesandann til að kynna sér aðferðina nánar.

Aðferðin skilgreinist sem mjög hentug fyrir nemendur á aldrinum 4-8 ára (Katz & Chard, 1990 bls. 51). Rökstuðningur fyrir þetta skiptist í þrjá þætti en tökum við sérstaklega fyrir einn þátt:
     "...we especially want to emphasize how the same topics can be      fruitfully studied by children from four to eight years of age in      accord with their developing intellectual and social competence."      (Katz & Chard, 1990 bls. 52)
Aðferðin tekur sem sagt tilit til mismunandi vitsmunaþroska og félagsþroska barna í markhópnum.

Börn á þessum aldri eru enn mjög sjálflæg og þekkingaröflun er miðuð út frá eigin þörfum, reynslu og þekkingu (eins og við höfum fjallað um í kaflanum um hugsmíðahyggju). The Project-Approach er tilvalið út frá þessu sjónarhorni þar sem þar er lögð áhersla á að viðfangsefnið miði við efni sem börnin þekkja og síðan er efnið fært yfir á óþekkt svið. (Katz & Chard, 1990 bls. 66).
Kennarar velja efnið í samráði við börnin og byrja á að búa til þekkingarvef (hugarkort). Katz og Chard (1990) telja brýnt að valið viðfangsefni tengist í fyrsta lagi lífi barnanna:

"... criterion of relevance concerns the extent to which a topic encourages the children's disposition to make sens of their own personal experience and of life around them and in their community." (Katz & Chard, 1990 bls.68)


Í öðru lagi er lögð áhersla á að viðfangsefnið taki mið af aukinni þekkingu og færni á mismunandi sviðum:

"...the topic should offer children ways of extending their knowledge and developing their skills through a range of different types of project content...One of the teacherðs responsibilities in selecting project topics is to ensure opportunities for learning in a balance of curriculum areas over the whole school year." (Katz & Chard, 1990 bls. 68)


Í þriðja lagi er mikilvægt að viðfangsefnið sé undirbúningur fyrir þátttöku barnanna í samfélaginu:

"...as children get older, their teacher should be concerned that the project topic will be helpful in preparing them for later life. Children's school learning must relate to the demands that scociety will make on them as they become increasingly responsible members of it." (Katz & Chard, 1990 bls. 68)

Greinarmunur á milli kerfisbundinnar kennslu (systematic instruction) og verkefnavinnu (projectwork) sem stuðla að samvinnu.

Í eftirfarandi töflur sem teknar eru af heimasíðu The Project-Approach á veraldarvefnum er sett fram á skipulagðan hátt yfirlit yfir auðkenni milli kerfisbundinnar kennslu og verkefnavinnu.
Í töflu 1 er tekið fram að með því að beita kerfisbundnum aðferðum afla nemendur sér þekkingu og færni, en með því að vinna verkefnavinnu beita nemendur færni sem áður var tileinkað. Aðferðirnar tvær bæta hvor aðra.

Systematic Instruction Project Work
For acquiring skills For applying skills
Activity at instructional level Activity at independent level
Teacher directs child's work Teacher guides the child's work
Child follows instructions Child chooses from alternatives
Extrinsic motivation may be important Intrinsic motivation characterizes the work particularly
Teacher addresses child's deficiencies
Teacher builds on child's proficiencies

Tafla 1.(Heimild: http://www.project-approach.com (2.07.2001))


Eins og sést í töflu 2 í liðinum um börn er tekið fram að verkefnavinna stuðli að samvinnunámi, en er að sjálfsögðu ekkert skilyrði.

  Systematic Instruction for Acquiring Skills Project Work for Applying Skills
Examples 1. telling the time
2. bar graphs
3. designing experiments
1. investigating changebar graphs
2. doing a survey and representing the results
3. investigating water pollution
Activity  unknown, new challengingrequiredclosed, limited steps  familiar (maybe in new context)
intrinsically satisfyingchosenexploratory, open-ended
 
Teacher 

instructs
prescribes, directs
encourages effort

gives guidance suggests alternatives observes, listens, questions, encourages ideas
Child   is as yet incapable follows instructionsacts with help is uncertain about ability accepts teacher's evaluation works alone is capable, proficient practices skills unaided acts independentlyis confident about ability judges own success often consults, collaborates 

Tafla 2. (Heimild: http://www.project-approach.com (2.07.2001))

Skipulagning verkefnavinnu.

Við ætlum hér stuttlega að gera grein fyrir vinnuferlinu samkvæmt könnunaraðferðinni.

 • þekkingarvefur (hugarkort) er gerður í samvinnu af hópnum. Þekking hópsins er listuð upp og flokkuð. Seinna í ferlinu er hægt að búa til nýjan vef, bera saman vefi og séð hvernig ný þekking hefur bætst við.
 • Gerður er frumdráttur að lykilatriðum í verkefnavinnunni.
 • Athugað er með möguleika á vettvangsferðum eða að fá gesti í heimsókn. Til þess að skoða og rannsaka viðfangsefni frá mismunadi sjónarhornum.
 • Efnivið er safnað saman fyrir nemendur til að notfæra sér við verkefnavinnuna.

Verkefnavinnan skiptis í þrjá hluta:

 1. hluti:
  - Upphaf - það getur verið að lesa bók, skoða myndband, skoða hluti eða annað sem vekur áhuga nemenda.
  - Þekkingarvefurinn er búinn til.
  - Vinnuspurningar gerðar.
 2. hluti:
  - Undirbúningur að vettvangsferðum.
  - Farið í vettvangsferðir.
  - Úrvinnsla vettvangsferðanna.
  - Heimsókn til sérfræðinga eða þeir koma í heimsókn.
 3. hluti:
  - Uppákoma sem sýnir eða miðlar náminu sem hefur átt sér stað.
  - Niðurstaða síðasta verkefnis getur kveikt hugmynd að næsta verkefni.

Ekki eru öll viðfangsefni jafn hentug til verkefnavinnu samkvæmt könnunaraðferðinni. Til þess að kennarinn geti gengið úr skugga um hvort viðfangsefnið sé hentugt getur hann haft eftirfarandi atriði til hlíðsjónar:

  • "How interesting is the topic for the children?
  • Is it a real world topic?
  • Is there a certain amount of personal experience they already have with the topic?
  • How easy will it be for them to have hands on, first hand experience (field work)?
  • How dependent will they be on adults or books for information?
  • Who can come in and tell about their first hand experience with the topic?
  • Will there be many different questions the children will want to ask about the topic?
  • Will there be opportunities for the children to investigate their own questions actively?
  • Will there be many different ways the children can be helped to represent their findings?
  • Will there be opportunities to take roles in dramatic play?
  • Will there be any large constructions for the children to build and play with or in?
  • What will there be to count, measure, and compare?
  • How are shape, color, texture, or size significant variables in a study of this topic?
  • What expertise can I draw on from among the parents of the children?
  • If the topic is of short-lived interest is there a natural follow on for a new project?" (Chard (2000). Heimasíða The Project-Approach. http://www.project-approach.com/strategic/criteria.htm

Þegar spurningarnar eru skoðaðar nánar er það okkar mat að margar þeirra tengjast á skemmtilegan hátt námskenningunum sem liggja til grundvallar fyrir verkefnið okkar það er hugsmíðahyggja, Reggio Emilía, fjölgreindarkenningin og framfarastefnan (Dewey).


Heimildir:
Chard, Sylvia C. (1994). The Project Approach. Developing the Basic Framework. New York. Scholastic Inc.

Katz, Lilian G. & Chard, Sylvia C. (1990). Engaging Children's Mind: The Project Approach. (bls. 1-100). New Jersey. Ablex Publishing Corporation.

Lightford, Elizabeth (1996). Child & Family. Following Children's Lead in the Dance of Real Learning. http://www.cfc-efc.ca/docs/00000091.htm (Síðast skoðað 8.07.2001)

The Project Approach - Vefsetri aðferðarinnar. http://www.project-approach.com (Síðast skoðað 2.07.2001)

 

Í efnisyfirlit                                                                          Næsta síða

 

© Björg Vigfúsína Kjartansdóttir - Jóna Björk Jónsdóttir - Kirsten Lybæk Vangsgaard
Síðast 31.07.2006

Efst á síðu