Korpuskóli
1. bekkur 2002 - 2003
Stærðfræði
Tölur
Markmið


*pari saman hluti úr umhverfinu, flokki hluti í hópa og beri saman fjölda í hópunum

*telji hluti eða fólk, t.d. í kennslustofunni

*skoði tölur á talnalínu

*leiki frjálst með vasareikna til að skoða hvernig hægt er að kalla fram tölur á marga vegu

*vinni með talnaþulur, fingravísur og talnarunur eins og 2, 4, 6 ..., 5, 10, 15 ... eða 10, 20, 30 ...

*noti áþreifanlega hluti, t.d. einfestukubba, til að sýna háar tölur
fáist við sambærileg verkefni:

*Hluti af talnalínu teiknaður á töflu. Kennari velur sér eina af tölunum og nemendur eiga með spurningum að reyna að finna hver hún er.

Reikniaðgerðir, reiknikunnátta og mat


* leysi verkefni úr daglegu umhverfi sínu þar sem þarf að leggja saman, draga frá, margfalda eða deila til að finna lausn

* þjálfist í að finna ólíkar leiðir við lausn verkefna og bera saman mismunandi leiðir að sömu lausn

*noti vasareikni til að skoða tengsl samlagningar og margföldunar með því að setja inn fastastærð í samlagningu

* skipti safni þar sem afgangur verður og ræði um leiðir til að skipta afgangnum þannig að hann gangi upp

*kynnist víxlreglu í samlagningu, t.d. með kubba-lengju

*þjálfist í að nota þekkingu sína á tölum við hugarreikning fáist við sambærileg verkefni:
*Silja fékk litapakka með 12 litum í afmælisgjöf. Hún týndi nokkrum þeirra svo að nú eru bara 7 litir í kassanum. Hvað týndust margir litir?

Leiðir
*Leika sér að flokka og para saman hluti - smáhlutasafn
*Æfa sig að telja saman og vinna með talnarunur
*Hafa talnalínu uppá vegg sem hægt er að vinna og leika sér með - reiknirúlla - merkja inn fjölda skóladaga.
*Vinna með vasareikni
*Hafa búðarleik í boði af og til
*Hafa stórar tölur á gólfinu og nemndur geta hoppað til að reikna eða skoðað þær
*Dæmi úr daglegu lífi nemenda þar sem verið er að leggja saman og draga frá

Mat
*símat
* Könnun


Bækur
*Kátt er í Kynjadal
*Eining 1
*Eining 2
*Viltu reyna - (gulur?)