Korpuskóli
1. bekkur 2002 - 2003
Íslenska
Markmið

Lestur
Nemandinn:
*vinni með eigin frásagnir og sögur til að örva hann til lestrar.

*vinni fjölbreytt verkefni sem örva hann til lestrar.

*kynnist rími og hrynjandi, bókstöfum, orðum og setningum.

*vinni verkefni sem stuðla að auknum orðaforða og málskilningi.

*hafi greiðan aðgang að og nýti sér fjölbreytt val bóka.

*fái tækifæri til að efla lesskilning með því að vinna fjölbreytt verkefni við hæfi.

*fái tækifæri til að lesa bækur við hæfi, að eigin vali og vali kennara.

*taki sérstakt lesskimunarpróf sem spáir fyrir um hvort hann geti átt í lestrarerfiðleikum og fái viðeigandi lestrar- og málþjálfun í kjölfarið.

Leiðir
*Umræður
*Heimanám - lestur daglega 2- 3 bls.
*Lesa fyrir kennarann 1 - 2 sinnum í viku
*Ýmsir nafnaleikir
*Bækur í bókakassa eða hillu
*Lestrarbækur sem henta nemandanum
*Taka lesskimunarpróf

*Nemendur semja sögur og segja frá þeim


Mat
*Lestrarpróf
*Lesskimunarpróf
*Símat á hvaða stafi nemandi hefur náð að tileinka sér

Bækur
*Það er leikur að læra
*Bókaflokkurinn: Listin að lesa og skrifa