Korpuskóli
Veturinn 2001 - 2002
4. - 5. bekkur
Björg Vigfúsína Kjaratansdóttir og Guðríður Sigurðardóttir
27 nemendur í 4. bekk og 11 nemendur í 5. bekk samtals 38 nemendur


Þróunarverkefni í Korpuskóla 2001 - 2002
Samkennsla og sveigjanlegt skólastarf
4.-5.bekkur

Inngangur
September fór í að kynnast nemendum, samkennurum, húsnæði og ekki síst stundaskrá
sem tók sinn tíma að læra á. Stundaskráin var þannig uppbyggð að 10 tíma á viku vorum við með samkennslu þar sem ýmist báðir kennarar voru til staðar eða annar með blandaðan nemendahóp. Við náðum að þróa með okkur góða samvinnu og skipulögðum kennsluna saman. Við nýttum okkur þessa 4 tíma sem okkur var ætlað til samstarfs vel. Mikil vinna fór í að kynna sér námskrár, útvega og búa til námsefni. Við vorum fljótar að átta okkur á að til að samkennslan myndi ganga upp þurftum við að skipuleggja okkur mjög vel.

Markmið okkar voru:
·
að nemendur læri að vinna saman
· að nemendur verði sjálfstæðir og ábyrgir í námi sínu
· að samkenna samfélags- og náttúrurfræðigreinar í 4. og 5. bekk
· að vinna að samþættum kennsluháttum samkvæmt fjölgreindarkenningu Howard   Gardner
  og námi til skilnings
· að vinna skapandi starf
· að kennarar vinni saman og beri ábyrgð á kennslu og líðan nemendahópsins

Vel tókst að ná markmiðum þrátt fyrir mikla breidd á námsþroska nemenda.
Við leituðumst við að samþætta allar námsgreinar í þemanu okkar t.d. íslensku, stærðfræði, upplýsingatækni, tónmennt og aðra hlutbunda vinnu með megin áherslu á sköpun.

September 2001
Í september unnum við sameignlega í öllum miðjutímum þar sömdu nemendur ljóð,
bjuggu til steinabók og voru í vali. Að öðru leyti kenndum við bekkjunum ekki saman.
Í þemaverkefnum var leitast við að samþætta allar námsgreinar s.s. íslensku, stærðfræði, samfélagsfræði, náttúrufræði, lífsleikni, upplýsingatækni, tónmennt og myndlist.

Október 2001
Byrjun mánaðarins einkenndist af undirbúning fyrir samræmd próf hjá 4. bekk.
Við héldum áfram að vinna með ljóð og endurvinnslu á pappír og glerkrúsum.
Eins voru þau áfram í vali. Eftir miðjan mánuðinn byrjuðum við í sameiginlegu
þema um sólkerfið. Kennarar fóru í Kaldársel að skoða stjörnur í stjörnukíkjum
hjá áhugahópi um stjörnuskoðun og fengum loforð fyrir að mega koma með nemendur til að skoða síðar. Þegar við sögðum nemendum frá væntanlegri stjörnuskoðun vakti það mikla tilhlökkun og áhuginn efldist. Stjörnuskoðunin sjálf tókst mjög vel.

Nóvember 2001
Við héldum áfram með þemavinnuna um sólkerfið, ljóðin og valið. Auk þess tóku
fimm nemendur úr 4. bekk þátt í bókmennta verkefni um Benjamín Dúfu ásamt 5. bekk. Þessi samvinna gekk vel. Þemaverkefninu um sólkerfið var lokið með sýningu þar sem foreldrum og systkinum var boðið.
Við unnum með kristinfræðina í lok mánaðarins 4. bekkur með Birtuna og 5. bekkur með brauð lífsins. Við fórum í vettvangsferð í mjólkursamsöluna.

Desember 2001
Ljóðavinnunni lauk með gerð ljóðabóka sem jafnframt var jólagjöf til foreldra.
Nemendur bjuggu til engla úr ullarkembum, endurunnu glerflöskur, skrifuðu á jólakort og ýmislegt fleira tengt jólahaldinu.

Janúar 2002
Annarskipti voru um miðjan janúar að loknum prófum. Stundatafla breyttist þar
sem sundkennslu var lokið og breyting var á tölvukennslu þar sem við kennum nú tvær tveimur hópum saman til að geta nýtt aðra kennslustundir betur í þemavinnu og hópastarfi. Samvinnan byggðist aðalega á vali.

Febrúar 2002
Allan febrúar var skipulögð þemavinna um Land og líf flest allar kennslustundir vikunnar.
Við tókum eftir framförum í samvinnu nemanda og lítið var um ágreining. Greinilegt
var að samvinnan fyrir áramót í þemanu um sólkerfið hafi kennt þeim mikið í
samskiptum og samvinnu. Kennarar voru mjög ánægðir með árangurinn.

Mars 2002
Fyrstu þrjár vikur í mars unnum við þemaverkefni í Landshorna á milli flest
allar kennslustundir vikunnar. Farið var í vettvangsferð í Svartsegni.
Fjórðu vikuna unnu nemendur þema tengt páskahátíðinni.

Apríl 2002
Kennaranemar voru í fimmta bekk í tvær vikur og eftir það vann 5. bekkur
að gerð stuttmyndar og var því minna um samvinnu. Fjórði bekkur var með
bókmenntaþema í viku og lauk því með að bjóða 5. bekk á kaffihús sem þau höfðu
sjálf sett á laggirnar (Kaffi Korpa). Þema um Leif Eiríkson var í báðum bekkjunum
kennaranemar skipulögðu þemað fyrir 5. bekk en 4. bekkur vann þemað hjá sínum
kennara. Nemendur voru áfram í vali tvisvar í viku.
Þar sem kennslu í náttúru- og samfélagsfræðigreinum var lokið og völdum við að
einbeita okkur að námsefni hvers bekkjar fyrir sig. Nemendur og kennarar voru
sáttir við að þessa ákvörðun og lögð var áhersla á íslensku, stærðfræði og í eflingu
bekkjarandans.

Maí 2002
Í maí var klárað að fara yfir námsefni, tekin eru próf og í síðustu vikunni er
þemavika með öllum nemendum skólans. Vor ferðin okkar verður sameiginleg og
stefnum við á miðbæinn.

Lokaorð
Það hefur verið mjög lærdómsríkt og skemmtilegt að vinna þetta þróunarverkefni.
Þar sem kennarar höfðu ekki kennt saman áður og þekktust ekki fórum við rólega af stað. En við náðum að vinna vel saman og skipuleggja okkur sem er grunnurinn að því að samvinna og samkennsla gangi upp. Því er ekki að neita að mikil vinna liggur að baki þróunarverkefnis af þessum toga. Við hefðum ekki viljað missa af þessu sem kennarar og höfum þá trú að nemendur hafi lært meira um samskipti og samvinnu en ef um eingöngu hefði verið um hefðbundna bekkjarkennslu að ræða. Vinnan var jafn gefandi og hún var krefjandi.
Mismunur á nemendafjölda í bekk var ójöfn 11 nemendur í 5. bekk og 27 nemendur í 4. bekk. Þá voru nemendur í 5. bekk neikvæðir á að vinna með yngri nemendum.
Við hræddumst þá mikilu náms- og þroskabreidd sem er í nemendahópnum, en í ljós kom að sú hræðsla var óþörf. En því er ekki að neita að við vorum of fáliðaðar í allt þetta skapandi starf þar sem mikið reyndi á bæði nemendur og kennara í hópavinnunni.
Ef við hefðum verið þrjár hefðum við getað unnið enn markvissar að hópastarfinu. Námsmat
og einstaklingsmiðað nám hefði einnig orðið markvissara.
Í öllum nemendahópum eru einstaklingar sem þurfa mikla aðstoð og eiga mjög erfitt með að vinna í hóp eða með öðrum. Í þemavinnunni var það svo sýnilegra en ella að mati kennara fyrir okkur var það nánast útilokað að veita þeim það aðhald sem þeir þurftu. Að okkar mati hefði verið nauðsynlegt að hafa aðgang að þriðju manneskjunni til að ná að fylgja eftir þeim markmiðum sem við settum okkur í upphafi.
Upplagt er að vera með samkennslu í samfélags- og náttúrufræðigreinum en eigum við erfiðara með að sjá samkennsluna í öðrum bóklegum greinum á meðan samræmd próf eru við líði í íslenskum grunnskólum. Okkur kennrum þótti mikill kostur að vinna saman með bekkina en jafnframt var gott að vinna með sinn bekk og efla bekkjarandann, þar sem við náðum betur til einstaklinganna.