|  
       Íslenska 
      4. bekkur 
      4. bekkur tók samræmd próf 
        í íslensku í október 
        Hvað segir námskráin 
          um íslenskuna ? 
      Við lærðum eftirfarnadi: 
      Móðurmál og stafsetning 
      
        - Samsett orð - verkefnahefti
 
        - Rím - verkefnahefti
 
        - Verkefni af skólavefnum (n og 
          nn)
 
        - Tvistur, þristur og málrækt 
          1 eftir því hvar nemendur voru staddir
 
        - Ritum rétt (hálfa)
 
        - Ritrún
 
        - Skinna - verkefnabók skinna 
          1(hálfa) 
 
        - Uplestur á texta, fyrir áramót 
          var texti vikunnar, nemendur lásu texta vikunnar heima, síðan 
          var hann skrifaður í skóla eftir upplestri.Eftir áramót 
          voru upplestraræfingar úr stafsetningabók (brún).
 
           
           
       
      Skrift 
      Það er misjafnt hvar nemendur 
        eru staddir í skrift. Sumir kláruðu skrift 3 frá 
        síðastliðnum vetri, aðrir kláruður skrift 
        4 og 5 . Einnig skrifuðu þau í æfingaskrift af 
        renningum. Sumir að renning 9 á meðan aðrir kláruðu 
        að 26.  
      Lestur 
      
        - Lesum meira saman - verkefnabók 
          - Tókum u.m.þ. hálfa bókina
 
        - Bókasafnarinn (nokkrir nemendur)
 
        - Raggi litli og krummarnir - verkefnabók 
          (2 nemandur)
 
        - Raggi litli og Perla prinsessa (3 nemandur)
 
        - Benjamín Dúfa með 
          5. bekk (5 nemendur)
 
        - Ýmsar lestrarbækur 
 
       
      Heimalestur 
        daglega, auk þess var eftir áramót lesið í 
        10 mínútur í upphafi skóladagsins. 
         
      Bókmenntir og ljóð 
      
      Fyrir áramót unnum við 
        ljóðaþema ásamt 5. bekk. Þar var bókin 
        ljóðagerð með börnum lögð til grundvallar, 
        nemendur sömdu hæku, tvílinu, fimmu, og stafaljóð. 
        Ljóðunum var safnað saman í ljóðabók 
        sem nemendur gáfu foreldrum sínum í jólagjöf 
      Námsmat 
      
        - Skriftarpróf -janúar 
          og maí 
 
        - 60 orða stafsetningapróf 
          í janúar texti sem nemendur þekktu og í maí 
          var prófað úr óþekktum texta.
 
        - Bókmennta og ljóðapróf 
          í maí
 
        - Móðurmálspróf 
          í janúar og í maí
 
        - Lestrarpróf, hraði og/eða 
          skilningur í janúar og maí
 
        - Ljóðabók í 
          janúar 
 
       
      5. bekkur 
         
        Íslenska  
        Skrift skriftarbók með stafsetningaræfingum í 
        skóla heima 1. bls á viku í skriftarbók (fengu 
        renning), sum byrjuðu á skrift 6. 
        Próf í janúar og maí. 
      Lestur, heimalestur daglega, auk þess 
        sem leitast var við að láta nemendur fá lestrarstund 
        í skólanum daglega. 
        Próf í janúar og maí, hraðlestrarpróf 
        og framburðarpróf. 
         
       
        Bókmenntir 
        Bókin Grannar lesin og ýmiss verkefni unnin úr henni. 
        Á vorönn var Blákápa lesin og verkefni af Skólavefnum 
        unnin úr henni. Benjamín dúfa lesin og unnin vinnubók 
        og bókmenntaritgerð, fengum höfund bókarinnar Friðrik 
        Erlingsson í heimsókn og voru líflegar umræður 
        í 1.klst. enduðum þemað á að horfa á 
        myndina saman. (gildir 50% af einkunn) 
        Námsmat í bókmenntum í janúar, byggðist 
        á vinnunni í Benjamín Dúfu, vinnubók 
        og ritgerð. Á vorönn var munnlegt próf í 
        bókmenntum þar sem þrjár sögur úr 
        Blákápu voru til prófs. 
      Móðurmál 
        Mál til komið vinnubók í skóla, grunnbók 
        unnin í heimanámi, unnið með allan veturinn. Skinna 
        II. Verkefni við stafsetningarorðabók 1. hefti. 
        Stafsetning var í Mál til komið að auki sóknarskrift 
        og upplestur í skóla úr lesnum textum (t.d úr 
        Grönnum og Mál til komið) 
        Próf í janúar og maí 
      Ljóð 
        Unnið ljóðaþema ásamt 4. bekk. Þar var 
        bókin ljóðagerð með börnum lögð 
        til grundvallar, nemendur sömdu hæku, tvílinu, fimmu, 
        og stafaljóð. Ljóðunum var safnað saman í 
        ljóðabók sem nemendur gáfu foreldrum sínum 
        í jólagjöf eftir áramót lærðu 
        nemendur nokkur ljóð úr Ljóðsporum. Þorraþræll, 
        Hreiðrið mitt, Hver á sér fegra föðurland, 
        Haust, Réttarvatn, Litla flugan, Haustfífilinn. 
        Ljóðabók metin í janúar og munnlegt próf 
        í maí, þrjú ljóð sem þau þurftu 
        að kunna. 
       |