Korpuskóli
Veturinn 2001 - 2002
4. - 5. bekkur
Björg Vigfúsína Kjaratansdóttir og Guðríður Sigurðardóttir
27 nemendur í 4. bekk og 11 nemendur í 5. bekk samtals 38 nemendur

Samfélagsfræði

4. bekkur

Hvað segir námskráin?

Þau verkefni sem við unnum voru:

  • Kristinfræði Birtan og verkefnabók af skólavefnum 4. bekkur.
  • Páskaþema 4. og 5. bekkur
  • Landnám Íslands 4. bekkur - Leifur Eiríksson að bls 51, það mætti vinna dýpra og meira með þetta verkefni. Í 5. bekk kenndu kennaranemar bókina um Leif Eiríksson.

Námsmat

  • Kristinfræði - vinnubók 50% og myndasögubók 50% (4. bekk)

5 bekkur

Raungreinar
Bókin Auðvitað kennd svotil öll og tilraunir úr henni gerðar, nemendur skrifuðu skýrslu. Hluta af námsefninu lærðu þau í smíði (rafrásir) hluti var um sólkerfið sem þau tóku í þema fyrir jól og hluta sáu kennaranemar um.

Kristinfræði
Lesin var bókin Brauð lífsins svo til öll. Lásum fyrsta hluta (að boðorðunum) og tókum þá próf (skriflegt) síðan var unnin vefleðangur í kristinfræði og einkunn gefin fyrir hann ásamt vinnubók. Þema tengt páskum unnið og kennaranemar tóku síðari hluta bókarinnar sem fjallar um upphaf kristni á Íslandi.