Korpuskóli
4. - 5. bekkur
Björg Vigfúsína Kjartansdóttir
og
Guðríður Sigurðardóttir

Sólkerfin

Þemaverkefni - Tengin við Fjölgreindakenninguna

Hvernig tengist fjölgreindarkenningin þemanu um sólkerfið?

  • Með þemavinnunni er reynt að koma til móts við mismunandi námsleiðir nemendanna. Um er því að ræða leið til að nálgast einstaklingsmiðaðra nám. Nemendur fá tækifæri til að læra með því að upplifa, kanna, gera tilraunir og framkvæma.

Leiðir

  • Lagt er af stað með sögu eða verkefni sem vekur áhuga þeirra fyrir efninu. Þau verða forvitin og langar að vita meira um verkefnið.
  • Þau leita að upplýsingum, svara spurningum, búa til texta og fá tækifæri til að skapa og tjá sig um verkefnið. Þegar þau miðla verkefninu til annarra eru þau að styrkja það sem þau hafa lært.
  • Tekið er mið af greindarsviðunum, en þeim er skipt upp í átta flokka.
    1. Málgreind, með því að lesa texta, búa til texta sem þau setja inn í tölvur og búa til vefsíður sem settar eru á Netið. Að lokum flytja þau verkefnið fyrir hvert annað.
    2. Rök og stærðfræðigreind, nemendur leysa þrautarlausn þar sem þau eru fengin til að minka pláneturanar eftir ákveðinni reglu og stækka þær síðan aftur til að vinna áfram með þær. Með þessu sjá þau rétt hlutföll plánetanna. (Við fórum ekki út í vegalengdir á milli plánetanna).
    3. Rýmisgreind, Með því að minka pláneturnar og finna út hvaða ávöxt plánetan gæti passað við áttuðu þau sig á stærð plánetunnar og stærð ávaxtanna.
    4. Tónlistagreind, Þau spinna tónverk sem tengist geymnum að þeirra mati. Þau hlusta á hvert annað flytja tónverkin og velta fyrir sér hvaða tónlist gæti tengst þemanu. Við fundum lag og texta, "Marsbúarnir" sem Bogomilfont flytja. Við sungum, dönsuðum og hlustuðum á lagið.
    5. Hreyfigreind, Dansa við tónlist, skapa pláneturnar og setja þær upp.
    6. Félagsgreind, Þjálfun í að vinna með öðrum í hóp, móta reglur hópsins og fara eftir fyrirmælum.
    7. Sjálfþekkingagreind, með því að vinna í hóp læra þau á samskitpi sín við aðra, hvað þau geta og hvaða hæfileikum þau búa yfir.
    8. Náttúrugreind, með því að skoða pláneturnar og stjörnurnar lærum við á náttúruna og það sem hún hefur að geyma.


 
Á forsíðu Náttúrurfræði