Þróunarverkefni Korpuskóli 2. bekkur 2003 - 2004 Björg
Vigfúsína Kjartansdóttir
Fjölgreindarkenning
Gardners í kennslustofunni og ævintýra kennslustofan!
"Barnæskan á að vera skemmtilegt ævintýri" (Loris
Malaguzzi)
Samþætting námsgreina á vængjum ævintýranna
Skýrsla 2003 - 2004
|
Markmið með fjölgreindarkenningunni *Að nemendur
fái að vinna með allar greindirnar *Að nemendur fái fjölbreyttar
kennsluaðferðir *Að nemendur verði meðvitaðir um hvaða greindir þeir
eru að vinna með *Eftir áramót fái nemendur að velja sér hvaða greindir
þeir vilja vinna með í ákveðnum verkefnum
Leiðir
*Vinna ýmis þemaverkefni sem snerta flestar eða allar
greindirnar *Nota mismunandi kennsluaðferðir og áherslur í
kennslunni *Í lok hvers dags spjalla saman um hvaða greindir við vorum
að vinna með *Þemavika með áherslu á leiðir tengdar
fjölgreindarkenningunni *Eftir áramót bjóða uppá val við úrlausnir á
ákveðnum verkefnum, hvaða greind nemendur vilja nota við
úrlausnir *Nýta sér heim ævintýranna
|
Markmið með Ævintýrunum í kennslustofunni *Að læra
í gengum leik *Að gera kennslustofuna að ævintýraheim þar sem nemendur
geta prufað mismunandi hlutverk *Að nemendur fái að skapa ævintýrablæ á
kennslustofunni með verkum sínum *Að kynnast mismunandi ævintýrum
*Að kynnast hvernig á að byggja upp sögu eða ævintýri *Að tengja
allar námsgreinar við ævintýraheiminn
Leiðir með ævintýri í kennslustofunni *Nemendur
gefa kennslustofunni ævintýrablæ með því að búa til regnboga í
regnbogaland, kastala í ævintýraland, skuggaleikhús í ljós og skuggalandi,
(og......töluland, náttúru- og vísindaland, rýmisland, orðaland,
upplýsingaland, kubbaland) *Að lesa mismunandi ævintýri og sögur fyrir
nemendur *Hafa ævintýrabækur sýnilegar, þar sem þeir eiga auðvelt með
að nálgast þær *Búa til sögur með mismunandi ævintýrahetjum með áherslu
á uppbyggingu á sögunum *Vinna með skuggaleikhús í ljós og
skuggalandi *Vinna með fingrabrúðuleikhús *Fara í hlutverkaleik í
ævintýralandi *Vinna með allar námsgreinar í tengslum við
ævintýri *Vera með hálfsmánaðar samfelt þema byggt á ævintýrum
|
Mat *Fá nemendur til að meta með bros og
fýluköllum hvernig þeim finnst að vinna ákveðin þema verkefni *Nemendur
meti einstaka daga með bros og fýluköllum og umræður á eftir með
rökstuðningi af hverju er broskall eða af hverju er fýlukall,
kennarinn skráir hjá sér. *Nemendur meta með bros- og fýluköllunum
verkefnið þar sem nemendur fá að velja sér greind til að leysa ákveðið
verkefni. *Kennarinn meti markmið og leiðir útfrá dagbókinni
|
Dagbók |
Ágúst *Fyrstu dagana sagði ég þeim frá hvaða snilli
við værum að vinna með, með ákveðnum verkefnum t.d. í skrift og lestri
erum við að vinna með orðsnillina og þegar við erum að reikna erum við að
vinna með tölu eða röksnillina. Þegar við teiknum erum við að vinna með
rýmissnillina, þegar við erum að skoða orma erum við að vinna með
náttúrusnillina. Þegar við erum að spjalla og leika saman erum við að
vinna með félags- og/eða samskiptasnillina. *Smám saman verðum við
meðvitaðri t.d. þegar þau fóru að spyrja en þegar við erum í tónlist? Eða
þegar við erum í smíði, leikfimi, myndlist? *Þessa daga unnum við mikið
með orð og röksnillina ásamt samskipta og félagssnilli, rýmisgreindin kom
þó nokkuð við sögu.
Ævintýri *Erum að hlusta á ævintýrið um Ronju
ræningjadóttur eftir Astrid Lindgren *Sagði þeim að við ætluðum að búa
til regnboga til að hafa í regnbogalandi, þau eru mjög spennt *Spurði
þau hvort þau myndu vilja búa til mynd af kastala og skilrúm í
ævintýraland þau urðu mjög spennt og vilja byrja sem fyrst |
September *Höfum unnið mest með orðsnilli,
tölusnilli/röksnilli, samskipta og félagssnilli. Þá hefur rýmis- eða
myndsnillin komið við sögu. *Í umræðum eru nemendur mjög sniðugir að
koma með snilli orð sem þeim dettur í hug í tengslum við
fjölgreindarkenninguna. Ég spyr þau: Hvaða snilli vorum við að vinna með í
dag. Þá kemur svar eins og orðsnillina, íþróttasnillina,
söngsnillina. *Í náttúrusnillinni erum við að vinna með veðrið fara út
mæla úrkomu, skrá hana hjá okkur og hitann12.09.03 *Þar sem Gardner
lagði áherslu á að nota orðið greind í kenningu sinni þá ætla ég að taka
orðið greind upp í stað snilli. Ég byrjaði að nota orðið snilli af því að
veggspjöldin okkar eru þýdd á þann hátt en til að koma kenningunni til
skila ætla ég að nota orðið greind. Þó Gardner segði að það væri ekki
nauðsyn að nemendur vissu af kenningunni þá finnst mér það á þessu stigi
vera hluti af verkefninu, til að gera þau meðvituð um að hægt sé að velja
mismunandi leiðir. *Það hafa komið ansi skemmtilegar tilgátur að
greindum t.d. sagði einn nemandinn svo glaður, hann var að uppgötva og
muna svo skemmtilegan atburð frá því fyrr um daginn, að þau hafi verið að
vinna með "fíflastgreindina" (staða þar sem kom upplausn í kennsluna).
20.09.03 *Þegar við komum úr ferðinni á Úlfarsfell kom ein skemmtilega
greind sem er fjallgöngugreindin...! *Erum að vinna með veðrið
í samræmi við fjölgreindarkenninguna t.d. - við skoðuðum myndband,
- lásum sögur, - teiknuðum myndir, - gerðum tilraunir með
hitamæli og veðurathugun, - gerðum könnun - sungum -dönsuðum
- bjuggum til bók úr verkefnunum -lærðum um veðurtákn og
áttir *Nemendur eru búnir að uppgötva að við vinnum með málgreindina á
hverjum degi. Þau eru dugleg að finna greindirnar og muna t.d. rök og
stærðfræðigreind. 30.09.03 Með því að fara yfir daglega með nemendum
hvaða greindir við vorum að vinna með styrkist ég í hvaða greindir við
erum að vinna með. Það er mikil skörun að mínu mati í greindunum, við erum
kannski að vinna með málgreind, hreyfigreind, tónlistagreind á sama tíma
og svo framv.
Ævintýri *Erum að hlusta á ævintýrið um Ronju
ræningjadóttur eftir Astrid Lindgren *Nemendur eru áhugasamir og
spyrja hvenær við ætlum að búa til regnbogann
og kastalann! 12.09.03 *Við lásum bókina um Regnbogafiskinn og
teiknuðum myndir af honum *Það tókst vel að lita grisjurnar sem
bíða nú bara eftir að verða settar upp í regnboga. Vonandi náum við að
hengja upp kústsköftin (sem á að halda regnboganum uppi)
28.09.03 *Byrjuðum á að vinna
kastalann, saga út, pússa og mála hann. Einnig söguðum við út fyrir
brúðuleikhúsi og pósthúsi sem verður sama platan. Klárum að mála
kastlaskilrúmið í næstu viku og maskínupappírinn á veggina.
28.09.03 *Horfðum á myndbandið um Ronju Ræningajdóttur 30.09.03
|
Október
*Umræðan hefur haldið áfram um hvað greindir við erum að vinna með. Það
hefur skýrst betur hvaða fag fylgir hverri greind. Þau
eru búin að átta sig á að dansinn fylgi hreyfigreindinni og
tónlistagreindinni. Kláruðum þessa viku að vinna með veðrið, veðurbókina.
12.10.03 *Þau eru mjög fljót að finna hvaða greindir við höfum verið
að vinna með á daginn.29.10.03
Ævintýri *Erum enn að vinna með kastalann. eigum
eftir að skrúfa skilrúmin saman og skreyta bakrunninn, vonandi klárum við
það í næstu viku. *Byrjuðum að lesa söguna um Línu Langsokk eftir
Astrid Lindgren 3.10.03 *Kláruðum kastalann 11.10.03 Það var mjög
spennandi að fara að leika í honum. Við erum langt komin með að útbúa,
pósthús, brúðuleikhús, búð og sjónvarp. *Skilrúmin tilbúin, þeim þykir
gaman að fara í pósthúsleik og eru mikið að skrifa þar. *Unnum með skordýr,
þar á meðal kóngulær. Nemendur fundu það fljótt út að þær þyrftu að vera
yfir kastalanum því að það væri enginn kastali án kóngulóa. 29.10.03
|
Nóvember *Erum enn að spá í hvaða greindir við
vorum að vinna með í dag. Þau komu með matreiðslugreindina sem er ekki svo
vitlaus það er kannski tíunda greindin... en við ákváðum að svo stöddu að
greindin félli inn í hreyfgreind og rýmisgreind. 7.11.03 *Hef unnið með
Einingu í hringekju. Ég hef boðið uppá 2-4 bls í einingu, tölvuforritið
Boga blýant og Búðaleik. Þetta hef ég gert í tvær vikur og gekk vel með
það. Hóparnir eru mis sjálfstæðir, en ég valdi í þá með það í huga að hafa
hjálpar hellur í hverjum hóp. Tíminn sem fer í þetta er fjórar til fimm
kennslustundir. 20.11.03
Ævintýri *Erum að vinna með ævintýrið um
þyrnirós. Ætlaði að láta þau skrifa upp textan sjálf, en það er of
mikil vinna fyrir þau. Þannig að við klipptum hann saman, niður af
textablaði sem ég kom með og settum upp í trébók sem við erum með.
7.11.03 *Tókum leikþáttinn
upp á myndband. 14.11.03 *Útbjó matsblað
15. 11.03 * |
Desember *Tíminn hefur farið í helgileikinn og í
amstri dagsin hef ég gleymt að fjalla áfram um greindinranr sem er líklega
í lagi þar sem þau eru orðin nokkuð meðvituð um greindirnar. *Prufaði
að leggja fyrir þau broskalla matsblaðið sem ég útbjó - það gekk mjög vel.
Ég lét þau ekki koma með rökstuðning á fyrsta matinu, eingöngu merkja við
viðeigandi tákn.
*Fórum í samvinnu við 3. bekk í hringekju, búum til jólasveina,
stjörnur, jólatré og jólakött. *Þau búa til sögu eða ævintýri um
jólaköttinn og jólatré. |
Endurmat
1. Hvað gekk vel og hversvegna 2. Hvað mátti betur fara og
hversvegna? 3. Hvert er framhaldið? 4. 1-2 spurningar um
verkefnið
Hef ég náð markmiðum í vinnu með
fjölgreindarkenninguna? *Að nemendur fái að vinna með allar
greindirnar *Að nemendur fái fjölbreyttar kennsluaðferðir *Að
nemendur verði meðvitaðir um hvaða greindir þeir eru að vinna með Já
það má sjá í kaflanum um Hvað gekk vel og hversvegna í
endurmatinu.
1. Hvað gekk vel og hversvegna Í tengslum við
fjölgreindarkenninguna og fjölbreytta kennsluhætti gekk mér vel. Nemendur
eru orðnir meðvitaðir um greindirnar og koma með skemmtilegar hugmyndir að
greindum sem falla að kenningum Gardners en með nýjum nöfnum. Sú greind
sem eru minnst áberandi er sjálfsþekkingargreindin en hún fellur mjög að
lífsleikninni og daglegu lífi. Þau eiga erfitt með að koma auga á þætti
innan hennar. En eftir áramót má reyna að koma þessari greind meira
að. Kennsluaðferðinar sem ég hef nýtt fyrir áramót eru margþættar, má
þar nefna, útlistunarkennslu sem inniheldur
smáfyrirlestra, sýnikennslu, fræðslumyndir og hlustunarefni.
Þjálfunaræfingar má þar nefna vinnubókarkennslu,
vinnublaðakennslu, töflukennslu, lesið spurt og spjallað, námsleiki,
námsspil, þjálfunarforrit og endurtekningaræfingar. Verklegar
æfingar til dæmis í vinnu með ævintýrið um Þyrnirós.
Umræðu og spurnaraðferðin kom við sögu með samræðum og
þankahríð. Innlifunaraðferðir og tjáning hefur verið
ríkandi í kennslustofunni, komu ævintýrin þar sterkt inn. Einnig með söng,
tónlist, tjáningu, ritun og sköpun. Þrautalausnir komu
við sögu í stærðfræði. Leitaraðferiðir einkenndust af
tilraunum og vettvangsathugunum til dæmis í tengslum við verkefni um
veðrið og skoðun á smádýrum. Mikið var um hópvinnubrögð
í ýmsum verkefnum eins og kristinfræði og ævintýrinu um Þyrnirós.
Að lokum er það kennsluaðferðin sjálfstæð skapandi
vinnubrögð þar sem þema kemur við sögu, má þar nefna, þema um veðrið,
bangadaginn,
ævintýrið um þyrnirós,
kristinfræði, 1.
des, Jónas
Hallgrímsson og smádýr.
Þetta endurmat og yfirlit um fjölbreytta kennsluhætti sýnir mér að við
höfum komið víða við í kennslustofunni á þessari önn og ég má vera ánægð.
Það er mikil vinna sem liggur að baki og erfiðið hefur skilað sér með
fjölbreytnileika og vonandi ánægðum nemendum. Verkefnið ævintýraleg
kennslustofa sé ég í þessu endurmati að samræmist fjölbreyttum
kennsluháttum og passar vel með fjölgreindarkenningunni.
Eftir áramótin er ætlunin að samþætta eða tengja námsgreinar og
greindirnar betur við ákveðið þema verkefni. Hugtakið samþætting
námsgreina hefur verið hugsjón mín frá 1997 þegar ég var í framhaldsnámi í
listgreinum, síðan bættist við hugmyndina að kennslustofan væri
ævintýraheimur og samræmist það einnig hugsjónum mínum og tengingum við þá
hugmyndafræði sem er í huga mínum við skipulagningu kennslunnar þ.e.
fjölgreindarkenninguna, hugmyndafræði Reggio Emilía, samvinnunám,
þemavinnu og hugsmíðahyggjuna. Einnig er mér alltaf ofarlega í huga
setning Dewy "Learning by dooing" þar sem sú námsleið hentar mér mjög vel
sem nemanda. Og samræmist það fyrrgreindum kenningum og hugmyndafræðingum.
Því er það mín hugsjón og trú að fjölbreyttir kennsluhættir sé það eina
rétta í kennslustofunni til að koma til móts við alla nemendur, sem eru jú
með mismunandi þarfir og henta mismunandi námsleiðir. En það að gera
tilraunir og upplifa trúi ég að sé sterkasta kennsluaðferðin, þjálfun þarf
einnig að koma við sögu til að styrkja ákveðna þætti.
Hef ég náð markmiðum í vinnu með Ævintýrum í
kennslustofunni? *Að læra í gengum leik *Að gera
kennslustofuna að ævintýraheim þar sem nemendur geta prufað mismunandi
hlutverk *Að nemendur fái að skapa ævintýrablæ á kennslustofunni með
verkum sínum *Að kynnast mismunandi ævintýrum *Að kynnast hvernig á
að byggja upp sögu eða ævintýri *Að tengja allar námsgreinar við
ævintýraheiminn
Kennslustofan okkar er komin með ævintýrablæ sem
nemendur hafa skapað og eru ánægðir með. Nemendur hafa fengið tækifæri til
að bregða sér í ýmishlutverk. Við höfum verið að læra í gengum leik t.d. í
búðaleik, tölvum, með kubba, spilum og öðrum þroskandi leikföngum og
verkefnum. Kennari og nemendur hafa lesið ýmis ævintýri og unnið með í
íslensku, stæðrfræði og á skapandi hátt í hópaverkefnum og
einstaklingsverkefnum. Í vinnu okkar með Þyrnirós höfum við skoðað
hvernig á að byggja upp sögu. Við komum til með að vinna áfram með
uppbyggingu sagna eftir áramótin og við lagasmíð og ljóðagerð.
Mat Ég Prufaði að vinna með matsblað sem ég
bjó til, matið gekk vel það voru allir ánægðir með hópverkefnið nema einn
drengja hópur sem lenti í árekstri - en sami drengja hópur hafði búið til
skjaldamerki og var mjög ánægður í því hópverkefni miðað við niðurstöður
frá matsblaði. Niðurstöður þeirra mats styrkir mig í því að það er rétt að
vinna hópavinnu því nemendur eru almennt ánægðir. (Þarf að minka
matsblaðið það er óþarflega stórt, pappírseyðsla).
2. Hvað mátti betur fara og hversvegna? *Ég er
orðin frekar þreytt, farin að ganga á batteríinu. Verð að gæta betur að
því þannig að ég verði ánægðari í kennslustofunni og hafi góðan þröskuld
gagnvart nemendum. Þarf kannski að vinna mér hlutina léttar.... en það
stangast á við hugsjónir mínar og trú og því geng ég of mikið á batteríinu
mín og verð of þreytt. Er að reyna að komast yfir að vinna allt sem er
ættlast til frá öðrum og síðan er ég harður húsbóndi gangvart sjálfri mér
og ættlast til mikils af mér.
3. Hvert er framhaldið? 1.Klára verkefnið um
Þyrnirós, vinna myndböndin og hljóðsetja þau. 2. Setja verkefni í
ferilmöppurnar 3. Vinna texta um Þyrnirós með laginu "Heyri ég orðið
kóngur" - hópverkefni fer inn í ferilmöppu bæði ritað og sungið 4.
Vinna með nýtt ævintýri sem er samþætt við ýmsar námsgreinar eða kenningar
- markvissar og með fjölgreindarkenninguna betur til hliðsjónar. 5.
Fara í hringekju þar sem við notum fjölgreindarkenningarhringinn til að
finna verkefni til að vinna útfrá - fá jafnvel foreldra í samvinnu með það
verkefni og nota þá vefefni frá Gullkistunni.
4. Spurningar fyrir þróunarverkefnið. *Ég er að
velta fyrir mér hvort ég eigi að kalla verkefnið mitt "Samþætting
námsgreina á vængjum ævintýranna" og samþætta þannig
þróunarverkefnið mitt um fjölgreindarkenninguna og ævintýrin. *Hvernig
næ ég að gera kennslustofuna að ævintýraheimi? Til að koma til móts við
setninguna sem ég hef trú á frá Loris Malaguzzi sem er "Barnæskan
á að vera skemmtilegt ævintýri"
*Af hverju ætti
kennslustofan að vera ævintýraheimur? *Hversvegna
ævintýri? *Hversvegna fjölgreindarkenningin? *Hversvegna
fjölbreyttir kennsluhættir? |
2004 |
Janúar Hef ekki unnið mikið með ævintýri þennan
mánuð. Tíminn hefur farið í stærðfræði og önnur íslensku verkefni en um
ævintýri. Er á leið í að leggjast yfir þetta verkefni. Koma með svör
við spurningum frá endurmati í desember. Ekki einu sinni búin að klára
að klippa allar tökur um þyrnirós.
Er að byrja á þema
um dýr. Þarf að skoða ævintýri þar inní. Hef sett verkefnið upp útfrá
fjölgreindarkenningunni. Vinna kannski með Búkollu, Köttinn sem fór sinar
eiginleiðir, Litla gula hænana, hund, kind, hest. |
Febrúar Unnum með dýraþemað
- bjuggum til bækurnar og skrifuðum upplýsingar í þær um dýrin sem þau
voru búin að sækja sér á Netið. (Kennari var í fríi í nokkra
daga) Unnið með íslensku og stærðfræði |
Mars Sameiginlegt þema um ævintýri í öllum
skólanum, það voru mismunandi verkefni í boði, vinna með álfa,
tröll, furðudýr, draugasögur og Jón og tröllskessuna sem voru máluð
úti.
Pósthús
hringekja var mjög vinsæl í mars. Nemendur spurðu iðulega hvort við
gætum farið í hana. Hringekjan var sett upp með fjölgreindarkenninguna
í huga. Þar sem ég reyndi að koma sem flestum "greindum" fyrir.
Nemendur eru búnir að átta sig á að í hringekjuvinnu, þemavinnu og úti
í frímínútum erum við að vinna með félagsgreind eða
samskiptagreind. Við bjuggum til páskabók
í kristinfræði.
Þar sem við erum móðurskóli í breyttum
kennsluháttum tókum við þátt í sýningu
í Borgarleikhúsinu, nemendur bjuggu
til stafi fyrir sýninguna Við héldum þar fyrirlestur
þar sem við kynntum þróunarverkefni okkar þ.e.s. kennararnir. |
Apríl Nú í apríl byrjuðum við að vinna með textan í
sögunni um Rauðhettu.
Það fer mikill tíma í þá vinnu. Eftir páskafrí ætlum við að setja upp
leikrit, skuggaleikhús, teiknimynd og fingrabrúðuleikrit. Sem þau koma
síðan til með að sýna foreldrum á bekkjarkvöldi í apríl lok eða í maí
byrjun. 2.04.04 - frestuðum þessu verkefni til 28. apríl. Apríl er
frekar stuttur mánuður vegna páskaleyfis. Mestur tími fór í pósthúshringekju,
lestur og vinnubókaval. (Vinnubókaval er að hægt er að velja að vinna í
Pínu litlu ritrún, Viltu reyna, Ás, Tíu tuttugu eða skrift eftir því hvar
hver og einn er staddur. Eftir 25 mín skipta þau í eitthvað annað verkefni
innan valsins.) |
Maí Erum að vinna með ævintýrið um Rauðhettu.
Fingrabrúðuleikhópurinn vann leikmynd. Teiknimyndahópurinn tók ljósmyndir
og klippti saman í tölvunni myndband. Nemendur sýndu síðan leikritið um
Rauðhettu á bekkjarkvöldi fyrir foreldra sína Næst unnum við með þema
um Korpúlfsstaði sem var tengt við útikennslu, íslensku, stærðfræði,
samfélagsfræði og náttúrufræði. Video Unnum
í mismunandi stærðfræði
hringekjum.
|
Endurmat
Af
hverju
Fylgirit
1
Fylgirit
2 |
Bækur *
Regnbogafiskurinn sept 03 * Lína Langsokkur
eftir Astrid Lindgren 3.10.03 |
Hljóðsnældur * Ronja Ræningjadóttir eftir Astrid
Lindgren |
Geisladiskar *Nature |
Myndbönd *Ronja Ræningjadóttir |
Námskeið sem kennarinn sótti *Ágúst
2003 - Námskeið á vegum íslensku menntasamtakanna - Fyrirlesari
Howard Gardner 16 stundir Það sem stendur helst upp úr þessum námskeiði
er að Garnder leggur ekki upp úr að nemendur þekki endilega kenninguna.
Heldur er það kennaranna að finna leið til að nýta sérkenninguna. Hann er
hrifinn af hugmyndafræði Reggio Emilía, allavega myndi hann vilja senda
börnin sín í leikskóla þangað..... Hann vill nota orðið greind en ekki
eitthvað annað til að koma kenningunni sterkt til skila og að það sé ekki
hægt að mæla bara eina greind.
*September 2003 -
Söguaðferð, leið til að efla læsi, lestur og ritun 12 stundir Þetta var
skemmtielgt náskeið þar sem ég lærði að búa til allavega bækur
með nemendum til að efla titun á skapandi hátt. Hefði mátt nota tíma
til að gera söguramma saman. Það þarf alltaf að gæta þess að hafa persónur
í söguaðferðinni til að byggja á, það þarf að velja hvernig maður ætlar að
vinna verkefnið með börnunum og ... Við fengum ramma með hugmyndum að
leiðum. Muna að takmarka sig, ekki hægt að vera endalaust í því sama til
að komast yfir námskránna. |
Ítarefni http://www.ismennt.is/vefir/barnung/bokmisk.htm
http://www.ismennt.is/vefir/barnung/veganest.htm
http://www.bokasafnid.is/23arg/hlaxn99.html
Krækjur
http://www.openwaldorf.com/adventspiral.html
http://www.elib.com/Steiner/
http://www.rudolfsteinerpress.com/ |
Kíkja á þetta efni
Avery, Gillian and Julia Briggs. Children and their
Books. Oxford, 1989.
Bettelheim, Bruno. The Uses of Enchantment: The Meaning and
Importance of Fairy Tales. London, 1975.
Kristín Unnsteinsdóttir. Fairy tales in tradition and in the
classroom. Óprentuð PhD ritgerð við University of East Anglia
(til á bókasöfnum). 2002.
Tatar, Maria. Off with their Heads: Fairy Tales and the Culture
of Childhood. Princeton, 1992.
Wardetzky, Kristin. The Structure and Interpretation of Fairy
Tales composed by Children. Journal of American Folklore,
103:165–176.
Zipes, Jack. Happily Ever After: Fairy Tales, Children and the
Culture Industry. New York og London, 1997.
*Mig langar að heimsækja í Ártúnsskóla *Fara á
námskeiðið Ævintýri í leik og starfi, Aðalheiði Guðmundsdóttur doktor í
íslenskum bókmenntum Háskóla íslands http://www.hi.is/~adalh/ *Skoða
á Netinu Waldorfsskóla Hver kennari/hópur skilar skýrslu þar
sem eftirfarandi atriði eiga að koma fram, skil á þeim skýrslum á að vera
30. maí. Lokagreiðsla til kennara fer fram eftir skil á þeirri
skýrslu.
Inngangur Hvers vegna völdum við þetta viðfangsefni? Hvaða
færni, þekkingu, leikni og skilning vildum við þróa hjá sjálfum okkur?
Hvaða færni, skilning, leikni og þekkingu vildum við þróa hjá
nemendum? -máli þessu til stuðnings vísa í markmið sem eru í
þróunaráætluninni sem á að fylgja með skýrslunni, sem fylgirit 1.
Meginmál – Framkvæmd Hvað var gert og hvernig – lýsing út frá
eftirfarandi atriðum með rökstuðningi og dæmum. Mikilvægt er að skoða
þessa þætti bæði út frá okkur sem kennurum og gagnvart nemendum. Hvað
gekk vel og hversvegna hjá kennurum(okkur) og nemendum. Hvað gekk miður
og hversvegna hjá kennurum (okkur) og nemendum.
Mat á verkefninu og umbótaáætlun Hvað lærði ég/við af þessu
þróunarverkefni og hvernig vil ég/við vinna með það áfram eða hvers vegna
vil ég/við hætta og taka á öðru verkefni. Hvaða þýðingu hefur það fyrir
mig/okkur að vinna að þróunarstarfi? Hvernig vil ég/ við miðla reynslu
okkar til annarra?
Athugið, að skila þessum skýrslum á tölvutæku formi t.d. með tölvupósti
til skólastjóra og einu útprenti. Leturgerð á texta Times New Roman (12)
meginfyrirsögn (16) og millifyrirsagnir (14)
|