Hugtakið samvinnunám er víðtækt og er notað í víðum skilningi. Oftast er verið að tala um kennsluaðferð sem felur í sér að nemendur vinna saman að ákveðnum verkefnum. Þetta er þó ekki nógu afmarkað því ekki er sama hvernig samvinnan á sér stað. Þuríður Jóhannsdóttir segir:
Þó að rannsóknir á samvinnunámi hafi aðallega beinst að því hvernig eldri nemendur læra, þá eru aðferðir samvinnunáms einnig árangurríkar hjá yngri nemendum. (Lyman, Lawrence & Foyle, Harvey 1988). Ung börn vinna útfrá sinni þekkingu og þroska og er nauðsynlegt að eiga gagnvirk tjáskipti bæði við fullorðna og önnur börn. Í Aðalnámskrá leikskóla (1999) segir:
Erfiðara er að finna skilgreiningu á hlutverki samvinnunáms í Aðalnámskrá grunnskóla en þar er lögð mikil áhersla á samfellu milli leikskóla og grunnskóla, þar segir einnig:
Þegar börn komast í skipulagt námsumhverfi er eitt af hlutverkum kennarans að aðstoða þau við að færast frá því að vera sjálflæg í að verða meðvituð um þarfir og tilfinningar annarra. Á þessu stigi þarf kennarinn að vera meðvitaður um að börnin læri að skiptast á, deila á milli sín og sýna öðrum tillitsemi. Skipulögð verkefni sem krefjast samvinnu örva þessa eiginleika. Við teljum að börn læri samkvæmt kerfisbundnum ferlum samvinnunámsins (eins Dillenbourg og Schneider hafa skilgreint) miðað við sínar þroskaforsendur. Í framhaldi af því er spennandi að velta því fyrir sér hvaða ferli þetta eru og ekki síður að skoða hvernig hægt er að virkja þau í tölvuvinnu. Pierre Dillenbourg og Daniel K. Schneider (1995) hafa skilgreint átta kerfisbundin ferli sem eiga sér stað í virku samvinnunámi: 1. Árekstrar eða ósamkomulag. ( Conflict or disagreement) Samvkæmt hugsmíðahyggjunni
eru árekstrar milli námsmanna í beinu framhaldi af
hugmyndafræði Piaget af árekstrum á milli þess
sem nemandinn trúir og aðgerða hans. Þar er gengið
út frá því að ef ósamkomulag verður
á milli jafningja, þá hindri félagslegir þættir
þá í að horfa fram hjá deiluefninu og þvingi
þá til þess að finna lausn. Munnleg samskipti sem
eru notuð til að leysa ágreining leiða til náms.
(Dillenbourg & Schneider, 1995) 2. Mögulegir valkostir (The alternative proposal) Þetta ferli er líkt
því sem á undan fór. Það er tengt
því sem sálfræðingar vitna í sem
"staðfestingar tilhneygingu"(confirmation biases). Þáttakendum
hættir til þess að búa til vinnuferli sem staðfesta
eigin kenningar og líta fram hjá allri reynslu sem mælir
á móti kenningum þeirra. Sú staðreynd að
þessi tilhneyging er minni í samvinnunámi skýrist
af árekstraferlinu. Ef nemarnir eru ósammála eru
minni líkur á því að þeir hanni verkefni
eða lesi sér til þannig að það styðji
kenningar eins þeirra á kostnað hinna. Þar að
auki eru þáttakendur tregir til að hverfa frá
eigin kenningum þar sem þeir hafi ekki aðrar tilbúnar.
Jákvæð áhrif eru þau að jafningar gætu
komið með annan valkost. (Dillenbourg & Schneider, 1995) 3. (sjálfs-)útskýringar ((self-)explanation) Þegar einn nemandi veit meira en hinn er auðvelt að skilja að sá síðarnefndi læri af þeim fyrri. Það sem er óvæntara er að getumeiri nemandinn græðir einnig á samvinnunámi. Það að útskýra eitthvað bætir þekkingu þess sem skýrir út, jafnvel meira en þekkingin hans var áður. Þessi áhrif eru þekkt í ritum vitsmunavísinda sem sjálfs-útskýringaáhrif. Þegar getumeiri nemandinn útskýrir verkefnið fyrir félögum sínum þá dýpkar hann skilning sinn á þeim aðferðum sem hann beitti við lausn verkefnisins. Þess vegna verða lausn svipaðra verkefna auðveldari í framtíðinni. (Dillenbourg & Schneider, 1995) 4. Tileinkun, (Internalization) Ferlin hér á undan gefa til kynna að talsamskipti hafi eðlislæg námsáhrif. Samfélags-menningarkenningin felur þetta í sér. Þar er gert ráð fyrir að mannlegir vitsmunir séu mótaðir af samfélaginu í heild sinni og sérstaklega af málinu. Þegar einhverjir tveir vinna saman þá þurfa þeir oft að réttlæta gerðir sínar. Að orðgera þessa vitneskju virðist hafa áhrif á báða aðila. Námsferlið sem á sér stað við að taka þátt í samræðum hefur verið kallað tileinkun af Vygotsky. Hlustandinn tileinkar sér hugtökin sem eru kynnt í samskiptum við getumeiri félaga smám saman. Þegar hann er búinn að tileinka sér þau getur hann notað þau við eigin rökfærslur. Hugsunin er skoðuð sem samtal við sjálfan sig og getur síðan verið notuð sem grunnur af samtölum við aðra. Tileinkun á sér aðeins stað ef vissum skilyrðum er fullnægt. Eitt þeirra er að hugtökin séu innan "mögulegs þroskasviðs" einstaklingsins, þ.e. nálægt vitsmunaþroska hans. Annað skilyrði er að getuminni aðilinn sé ekki óvirkur hlustandi, hann þarf að taka þátt í lausnarferlinu. (Dillenbourg & Schneider, 1995) Þýðing Þuríðar Jóhannsdóttur á orðum Vygotsky skýrir þetta enn betur:
Til þess að festa orð og hugtök í minni sér og til þess að dýpka skilning sinn á þeim verða fullorðinir og börn að fá að beita þeim í samtölum við aðra. 5. Herminám (appropriation) Herminám er ein af námsleiðunum
samvinnunám býður upp á. Þetta ferli er
einkennandi fyrir iðnám. Þegar einhver lærir með
því að fylgjast og starfa með hæfari félaga.
Annað áhugavert atriði við þetta ferli er að
það inniheldur óorðuð samskipti. (Dillenbourg
& Schneider, 1995) 6. Sameiginleg vitsmunaábyrgð (Shared cognitive load) Þegar tveir eða fleiri nemendur vinna saman axla þeir vitsmunalega ábyrgð verkefnisins. Sjálfkrafa dreifir hópurinn vitrænum verkefnum á milli einstaklinga. Ekki er verið að tala um að verkefnum sé fyrirfram skipt í undirverkefni sem hver og einn leysir sjálfstætt. Kerfisbundin vinnuskipting fellur ekki undir skilgreiningu á samvinnu. Samvinna er þar sem tveir eða fleiri nemendur skapa sameiginlega lausn á viðfangsefninu. Samt hefur það verið skilgreint að sjálfkrafa skipting á hlutverkum á sér stundum stað í sumum samvinnuverkefnum. Oft þannig að einn þáttakandi framkvæmir einn hluta verkefnisins meðan hinir draga sig til baka og fylgjast með. Í tölvuverkefnum eru verkin oft framkvæmd af þeim sem stjórnar músinni. Þessi verkaskipting á sér stað nokkra stund en hlutverkin skiptast ört, t.d. ef einn þátttakandi tekur við músinni af öðrum. Það er hægt að skoða þetta sjálfvirka ferli sem efnahagslegt lögmál, hópurinn reynir að forðast margendurtekningu. Skipting vinnunnar auðveldar hverjum og einum að fá meiri yfirsýn yfir verkið sem honum er ætlað (Dillenbourg & Schneider, 1995). Í vinnu með nemendum þarf því að aðgæta að hópunum sé ekki ofstjórnað. 7. Gagnkvæm stjórnun ( Mutual regulation) Á meðan á samvinnunámi stendur þurfa nemendur oft að réttlæta aðgerðir sínar. Þessar réttlætingar skýra lausnaraðferðir sem annars væru óskýrar. Í gegnum þessi samtöl stjórna nemendur sameiginlega aðgerðum hvers annars. 8. Félagsleg aðlögun ( social grounding) Félagsleg aðlögun byggir á því að nemandi reynir að viðhalda trúnni á að félagarnir skilji hann, að minnsta kosti að því marki sem þarf til að klára verkið. Þetta byggist á því að mælandinn fylgist með hlustandanum og ef hann sér að hlustandinn miskilur hann reynir hann að bæta úr því. Talmál og óorðaðar vísbendingar eru mikilvægar til þess að greina misskilning. Leiðréttingar fela í sér margræðar útskýringar, t.d. að vísa í sameiginlegar minningar, sýnilega hluti, teikna skýringarmyndir o.s.frv. Í gegnum þetta ferli byggja hópurinn upp sameiginlegan skilning á vandamálinu. (Dillenbourg & Schneider, 1995) Þrjú seinustu kerfisbundnu ferlin, sameiginleg vitsmunaábyrgð, gagnkvæm stjórnun og félagsleg aðlögun, sýna nýtt fræðilegt sjónarhorn þar sem vitmunirnir eru sameign hópsins. Þetta sjónarhorn sýnir hópa sem eitt vitsmunakerfi sem er dreift meðal nemenda. Þá er ekki horft á framlag nemenda heldur á sameiginlega kynningu þeirra sem hópurinn byggir upp. Frá þessu sjónarhóli er aðalástæðan fyrir því að samvinnunám er árangursríkt að nemendur læra að hugsa í samskiptum. (Dillenbourg & Schneider, 1995). Þetta þarf að hafa í huga þegar samvinnuverkefni eru metin. Ferlið í samvinnunni skiptir mestu máli og sameiginleg afurð hópsins en ekki einungis einstaklingsvinnan. Skilyrði fyrir árangursríku samvinnunámi. Er samvinnunám árangursríkara en einstaklingsnám? Meginhluti rannsókna sýnir að samvinnunám er oft árangursríkt, sumar sýna annað. Stundum virkar samvinnunám ekki vel. Ósamræmið á milli rannsókna leiddi til þess að fræðimenn reyndu að finna út hvaða skilyrði þurfa að vera til staðar svo samvinnunám virki. Þessar athuganir er hægt að setja í þrjá meginflokka, samsetning hópa, eiginleikar verkefna og samskiptamiðillinn. (Dillenbourg & Schneider, 1995) Samsetning hópa. Eitt af því sem hefur áhrif
á árangur samvinnu er samsetning hópsins. Þessi
þáttur er skilgreindur eftir ýmsum breytum, aldri
og þroskastigi nemenda, stærð hópsins og breytileiki
nemenda. Með tilliti til fjölda nemenda virðast litlir hópar
starfa betur en stórir. Í stórum hópum finnast
oft nemendur sem eru óvirkir. Fyrrnefnd kerfisbundin ferli geta
bara orðið til í litlum hópum, s.s. gagnkvæm
stjórnun, félagsaðlögun og sameiginleg vitsmunaábyrgð.
Þetta segir okkur að skipuleggja þurfi smærri hópa
innan stærri hópa eða að kennari þurfi að
fylgjast með hópastarfinu og sjá til þess að
enginn nemandi sé óvirkur. Öflugustu rannsóknirnar varða
breytileika hópsins. . Niðurstöður benda til þess
að það sé til ákjósanlegur breytileiki
sem er nauðsynlegur til þess að koma að stað samskiptum
(Dillenbourg & Schneider, 1995). Nemendur hafa eðlislæga tilhneygingu til þess að halla sér að þeim sem eru líkastir þeim. Þegar þeir skipta sér frjálst í hópa er ekki hægt að stjórna breytileikanum. Ef kennarinn tekur eftir of einsleitum hópum verður hann að búa til skilyrði sem örva kerfisbundna ferlið sem hvílir á breytileika. Hann getur t.d. úthlutað hlutverkum sem verða til þess að skapa ágreining og/eða séð hópnum fyrir mótsagnakenndum upplýsingum. Eðli verkefna Áhrif samvinnu ræðst af eðli verkefnisins. Sum verkefni bjóða upp á aðstæður sem hrinda kerfisbundnu ferlunum sem áður hefur verið lýst af stað en önnur ekki. T.d. eru sum verkefni með innbyggða dreifingu og leiða þáttakendur sjálfkrafa í einstaklingsbundna vinnu. Samskipti eiga sér stað þegar verkunum er skilað en ekki á meðan á vinnuferlinu stendur. Án samskipta fara samvinnuferlin ekki í gang. Sum verkefni eru svo sjálfstýrandi að þau bjóða ekki upp á ágreining eða misskilning. Önnur þarfnast ekki neinna áætlanna og þar gefst ekki færi á gagnkvæmri stjórnun. Kennarar ættu að taka tillit til þessarar eðliseiginleika. Fyrsta skrefið er að nota samvinnunám aðeins við þau skilyrði þar sem það er árangursríkt. Næsta skref er að móta verkefnið þannig að það henti betur í samvinnunámi. Til dæmis "púsl" aðferðin þar sem nemendum eru gefnar upplýsingar í bútum. Þessi aðferð breytir ósveigjanlegu verki í verkefni sem kallar á samvinnu. Púslaðferðin hentar frekar eldri nemendunum í okkar markhóp. Eðli verkefna snýr líka að umhverfinu sem það er unnið í. Þetta er sérstaklega mikilvægt í tölvustuddum verkefnum. Eðli hugbúnaðarins getur eflt samskipti nemenda. T. d ef að tölvustudd verkefni sjá til þess að nemendinn fái samstundis svörun við aðgerðir þeirra þá kemur það í veg fyrir að þeir ræði afleiðingar aðgerðarinnar. Samskiptamiðillin skiptir miklu máli. Núverandi tækni býður yngri börnum upp á samvinnu í kringum myndræna framsetningu, þar sem lestrar- og skriftarfærni þeirra er ekki nægjaleg til þess að nýta sér textamiðaðar lausnir. Tæknin er í mikilli þróun og í framtíðinni eigum við eftir að sjá barnvænni lausnir. Nú þegar eru að koma fram í tölvuheiminum rafrænar bækur sem fela í sér samskipti með texta, hljóðum, myndum og snertingu, sem fyrirtækið RealTimeTouch er að þróa. Eins eru sýndarpersónur sífellt að vera algengari og til eru fréttaþulur á stafrænu formi eins og t.d. Ananova (http://www.ananova.com) Sumar spjallrásir á netinu orðnar að einskonar sýndarheimi þar sem þátttakendur koma fram í "sýndarbúningi". Sama er að segja um hlutverkaspil sem leikin er á netinu t.d "Meridan 59 - The Dark Auspice" þar sem þátttakendur velja sér gervi, dýr eða mann, sem hann sést í á skjánum meðan hann tekur þátt í leiknum. ( Lifandi vísindi 2001,7) Vonandi verður ekki langt þangað til að hægt verður að nýta þessa tækni til þess að útbúa hugbúnað og vefsíður fyrir börn. Það er mikilvægt að reyna að hanna námsefni þannig að kerfisbundnu ferlin sem virkja kosti samvinnunáms fari af stað. Of viðamikið er að ætla sér að útbúa hugbúnað eða vefsíður sem eru 100% samvinnunámsvæn, en það er hægt að koma þeim við á afmörkuðum stöðum með góðu skipulagi. Heimildir: Aðalnámskrá grunnskóla. (1999). Menntamálaráðuneytið. Reykjavík. Aðalnámskrá leikskóla. (1999). Menntamálaráðuneytið. Reykjavík. Charles. C.M (1989) þýð. Jóhann S. Hannesson. Litla Piaget kverið. Námsgagnastofnun. Reykjavík. Dillenbourg, Pierre & Schneider, Daniel.
K. (1995). Collaborative learning and the Internet. School of Psychology
and Education Sciences University of Geneva. Switzerland. http://tecfa.unige.ch/tecfa/research/CMC/colla/iccai95_1.html
Lifandi vísindi, (2001,7). Reykjavík. Lyman, Lawrence; Foyle, Harvey C. (1998).
Cooperative Learning Strategies and Children. http://ericae.net/db/edo/ED306003.htm Vygotsky, L. S. (1978). Mind in Society. The Developement of Higher Pshychologial Processes. Cambridge Massachusetts. London. Harward University Press. Þuríður Jóna Jóhannsdóttir (2001). Veiðum menntun í netið. Reykjavík. Höfundur.
|
© Björg
Vigfúsína Kjartansdóttir -
Jóna Björk
Jónsdóttir - Kirsten
Lybæk Vangsgaard
Síðast 31.07.2006 |