Uppeldisfræði leikskólanna í Reggio Emilia.
Reggio Emilia er höfuðborg í héraðinu Romagna
á Norður Ítalíu. Í Reggio Emilia eru 131
þúsund íbúar og mikið um innflytjendur,
aðalega frá Suður Ítalíu og Norður Afríku.
Árið 1963 yfirtók borgin rekstur leikskólanna,
áður hafði kirkjan verið nánast einráð
um barnauppeldi á Ítalíu. Á árunum
1970 til 1980 voru fjárlög borgarinnar til vegagerðar
notuð til uppbyggingar á leikskólunum.
Enn eftir uppbyggingu leikskólanna var farið að nota fjárlögin
til áherslu á vegagerð á ný. Leikskólarnir
eru til barnanna vegna og ef áhugi foreldranna væri ekki
til staðar, myndi þróun leikskólanna ekki vera
á jákvæðan hátt.
Borgin sér um rekstur leikskólanna. Yfir 90 % barnanna í
Reggio Emilia njóta leikskólanna. Þeir eru aldurskiptir.
0 - 3 ára börn í sér leikskóla og 3 -
6 ára börn í sér leikskóla. Einnig er
aldurskipt innan skólanna, eftir deildum. Yfirleitt eru þrjár
deildir á leikskólanum og 30 börn á deild. Á
leikskólunum eru vel útbúnar myndlistastofur og á
hverri deild er herbergi fyrir skapandi starf. Tveir leikskólakennarar
eru með hverja deild.
Allt starfsfólk leikskólans tekur þátt í
uppeldisstarfinu, ræstingafólk, eldhúsfólk
og húsverðir sem eru til staðar í öllum leikskólunum.
Gert er ráð fyrir að starfsfólk
fái 3 tíma á viku fyrir framhaldsmenntun - námskeið
ýmist í vinnutíma eða utan.
Á leikskólum eldri barnanna eru myndlistakennarar til að
leiðbeina í myndlistastofunum.
Mikið er lagt upp úr samvinnu
við foreldrana. Minnsta kosti einu sinni í viku verða foreldrarnir
að gefa sér tíma til að ræða við starfsfólkið
um börnin. Foreldrarnir eiga ekki eingöngu að vera þiggendur.
Þeim ber að taka þátt í starfinu. T.d. vinnukvöldum
þá er gert við, smíðað og lagað það
sem þarf að laga, hlutaveltur til fjáröflunar. Skemmtanir
fyrir starfsfólk og foreldra tvisvar á ári. Það
sem kemur inn í fjáröflun er síðan nýtt
til kaupa á ýmsu t.d. tækjum.
Leikskólinn er opinn frá
8.00 til 17.00. Grunntími og skyldumæting er frá 9.00
til 16.00 ef börnin eru lengur þarf að sækja um það.
Einstæðir foreldrar og lægst launaðir eru í
forgang. Biðlistar á leikskólana eru lengri fyrir börn
0 - 3ja ára.
Leikskólarnir hafa verið að
þróast í langan tíma og eru í stöðugri
þróun.
Hugmyndafræðikenning leikskólanna í Reggio
Emilia
Kenningar
Loris Malaguzzi
eru fjölþættar og leggur hann mikla áherslu á
sjónskynjunina.
Samkvæmt kenningum hans verður barnið með markvissri
sjónþjálfun ekki þröngsýnt og sljór
viðtakandi heldur lifandi og skapandi í hugsun. Hugsun þess
verður bæði hugmyndarík og raunsæ og grundvallast
af frjórri næmni. (Börn hafa hundrað mál,
1988)
- Sjónin er mikilvæg - mikilvægt
er að þjálfa hana meðan börnin eru ung. Með
því að vekja athygli þeirra á umhverfinu.
- Sjónin er ekki bara til að
sjá. Hægt er að nýta hana til að fá
börnin til að hugsa með vissum hætti, ígrunda,
gagnrýna og skoða hlutina á annan hátt.
- Það er skylda við barnið
að þroska sjónina svo það geti notið
lífsins. Því ekkert þroskast af sjálfu
sér.
- Það þarf að vekja
upp forvitni barnsins til að það fái löngun
til að skoða umhverfið í kringum sig og verði
næmara á umhverfið.
- Ef augað er ekki næmt verður
barnið ekki forvitið. Hefur ekki löngun né vilja.
- Þeim mun betur sem barnið
tekur eftir því mun líklegra er að það
eigi auðveldara með að tala - hugsa - skilja og ekki síst
með að skapa.
- Mikil tengsl eru á milli skilningavitanna
og hugarstarfsins - hvort um sig stuðlar að þroska hins.
- Samband augna og handar er mikilvægt
bæði fyrir athöfn og hugsun.
- Efla þarf með barninu hæfni
til að grandskoða hlutina meðal annars að börnin
fái að snerta hlutina.
- Mikilvægt er fyrir andlegan þroska
barnanna að skynja með öllum líkamannum.
- Skoða og skilja það er
það sem Reggio Emilia hefur helst að leiðarljósi.
Í Reggio Emilia verður mynd
að orðum, sögum, vísum, samtölum og orðmyndunum.
Það sem skiptir mestu við myndgerð eins og flest annað
er að barnið læri að skoða og skilgreina og komast
að eigin niðurstöðu.
Leikskólarinir í Reggio
Emilia eru þekktir fyrir augljósan árangur í
skapandi tjáningu barnanna. Í myndum barnanna má
sjá "vitsmunalegan þroska, tilfinningalegt innsæi
og hlutlæga hugsun,..." (Börn hafa hundrað mál,
1988.) Ástæðan fyrir þessari innsýn
og tilfinningu barnanna er sú afstaða sem fullorðnir hafa
til þeirra. Nauðsynlegt er að hafa trú og virðingu
á getu barnanna til að afla sér reynslu og þekkingar
á þeirra forsendum en ekki væntingum fullorðinna.
Ef börnin í Reggio Emilia
teikna betur og mála betur, er það af því
að þau hafa lært að nota skilningarvitin. Þau
geta fullnægt þeirri löngun sinni að skoða og
skilja. Sjónin er sú leið sem farin er til að skerpa
athyglisgáfuna.
Hvað sér barnið? Það
er vitsmunalegur þroski þess sem ræður því
hvað barnið athugar og hversu vel.
Hvernig sér barnið? Barnið þarf að fá
alla þá uppörvun sem hægt er að veita því,
til að það skilji hluti hvort sem hann er breytanlegur eða
ekki. Til að skilja hlutina þarf barnið að geta tengt
við fyrri reynslu. Reynsluna fær barnið með því
að skynja og flokka það sem það upplifir. Hver
skynjun kveikir leiðsögu tilgátur. Barninu er ráðgáta
líkt og heimspekingum og listamönnum hvort hlutirnir séu
það sem þeir virðast vera. Þegar barnið
sér eitthvað nýtt er mikilvægt að það
sé hvatt til að túlka sem frjálsast reynslu sína.
Fullorðna fólkið er hvatt til að trufla ekki, eða
koma með afstöðu sína. Því barnið
verðu að fá að túlka reynsluna á sinn
hátt. Þannig finnur það að túlkunin
kemur frá því sjálfu. Það þarf
ekki skoðanir eða mat fullorðinna til að stýra
sínum skoðunum.
Það er ekki nóg að
barnið taki eftir og sé forvitið en svo nái það
ekki lengra Það spyrji sig ekki að því hvar
t.d. vatnið endi. Hrökkvi aldrei neisti til að kveikja skilningseldinn
í sál barnsins þá skilur það aldrei
neitt. Sum börn spyrja og vilja fræðast frekar, en flest
taka bara við án
þess að hugleiða. Margt sem er tengt innbyrðis getur
farið framhjá barninu án þess að það
taki eftir því. Barnið áttar sig ekki á
tenginu við menningu, sögu og náttúru. Að opna
leiðina til þekkingar er eins og spennandi ævintýri
sem við erum þátttakenndur í. (Börn hafa
hundrað mál, 1988.)
Starfsfólkið er mjög meðvitað um fræðin
og er sjálfu sér samkvæmt í starfi. Farið
er með börnin í vettvangsferðir og skoða það
efni sem tekið er fyrir í hvert sinn. Notuð orð - hugtakaskilning
- lýsingaorð - fantaserað og búið til ævintýri.
Börnin notast við segulbandstæki, finna eitthvað til
að búa til hljóðin sem þau heyra og/eða
hljóðfæri. Teknar eru ljósmyndir, skoðaðar
skyggnur, notaðar smásjár. Spurðar spurningar t.d.
hvað er líkt, hvað er ólíkt, hvers vegna
og af hverju o.s.f.r.v. Ofið er saman í umræðunni
við annað sem þau þekkja og hafa jafnvel reynslu af.
Þau teikna, mála og hreyfa sig í tengslum við
efnið sem er skoðað. Barnið og verkefnið eru eitt.
Minningar um liti, ljós, skugga og hljóð sem geymast
í sálinni. Börnin tengja smám saman við
tilveruna. Veraldlegar, gamansamar, skáldlegar, vísindalegar,
vitrænar, listrænar hugsanir og skilningur er fjölþætt
þekking sem barnið öðlast með þessari skapandi
uppeldisstefnu. Barnið hefur hundrað mál þar af taktur,
litir, form og tjáning.
Þegar börnin fara í vettvangsferðir fara þau
ekki endilega öll, en segja félögunum frá upplifunum
sínum. Þau skoða verkefnið ef komið er t.d. með
lifandi dýr í leikskólann er það skoðað
og upplifað. Spurðar eru ýmsar spurningar og börnin
velta fyrir sér t.d. hvað er líkt með barninu og
dýrinu? Barnið skoðar sig í speglinum út
frá hreyfingum dýrsins. Skoðaðar eru skyggnumyndir
um dýrið og ígrundað. Síðan teikna þau
dýrið og skapa það í allavega efnivið.
Verkefnin eru tekin fyrir í þema formi. Byrjað er á
grunninum - börnunum sjálfum. Í fyrstu fá þau
verkefnið að skoða sig sjálf til að geta skilið
umhverfið. Á hverju ári er tekið fyrir þemað
ég sjálfur og líkaminn minn - grunninum að sjálfsmynd
þeirra. Þannig upplifa þau sig sjálf með
því að skoða það sem er þeim allra
næst.
Til að reyna að svara spurningunni
"Hver er ég?" eru notaðir speglar í þessu
ferli. Speglarnir eru í mismunandi stærðum við hurðahúna,
í loftinu, þar sem verið er að skipta á börnunum
og speglarnir eru í hornum. Þeir koma útúr
veggjum þannig að þau geti séð vangasvipinn.
Einnig er þríhyrnings-speglahólkur á gólfinui
sem börnin geta farið inn í og skoðað sig frá
öllum hliðum. Barnið sér sig og félagana frá
öllum hliðum og sjónarhornum, í ýmsum stellingum
og leikjum. Einnig skoða þau heiminn útfrá ýmsum
litum. Þá er t.d. notast við þríhyrningshólk
úr plexiplasti sem er í litum. Speglar eru hafðir á
bak við þannig að þau sjái sig í gulum,
rauðum eða bláum lit. Á rúðurnar eru
settiar litlir marglitir sellófannbitar í þeirra augnhæð
til að skoða heiminn. Þannig fá börnin eitthvað
til að hugsa um.
Loris Malaguzzi segir að:
"hafi barnið ekki fyrir framan
sig þraut, sem þarf að leysa getur fróðleikurinn
orðið rangur, hann kemst ekki til skila. Til þess að
barn geti tekið við fróðleik verður að fylgja
spurning sem tengist honum."(Börn hafa hundraðmál,
1988 bls 19)
Sílafónar eru notaðir
til að tengja við liti. Þá eru bornir saman tónarnir
og litirnir. Sem dæmi má nefna að gulir, ljósir
litir eru fínlegir tónar, Rauðir litir eru fyllri tónar
og molltónarnir eru dekkri. "Blæbrigði í
litum og tónum eru einnig tjáð í orðum."
(Börn hafa hundrað mál, 1988)
Orðaútskýringar
Ígrunduð hugsun samanstendur
af röð atriða sem hugsað er um. Samfelld röð
hugsana þannig að hver hugmynd ákveður næstu
hugsun sem rétta niðurstöðu sem styðst svo aftur
við þær sem á undan komu eða vísar til
þeirra. (Hugsun og Menntun, 1994 bls. 2)
Mynd og formupplifun. Börnin upplifi myndir og form af öllum
sínum skinfærum (snerta, þreifa á, bragða,
lykta, sjá og hlusta), þau skoða, uppgötva og rannsaka
umhverfi sitt. (Uppeldisáætlun fyrir leikskóla,
bls. 58)
Myndsköpun og myndmótun.
Börnin skapa sjálf myndir og form af ýmisu og eftir
mismunandi nálgun t.d. teiknun, málun, leirmótun,
kubbabygging, vefnaður, smíðar, pappír og mótun.
Og í allavega efni t.d. krítar, pensla, skæri, tré,
hamar, garn, kubba, gips, steina og skeljar.
Heimildir:
Börn hafa hundrað mál.
(1988). Reykjavík, Menntamálaráðuneytið.
Elín G. Ólafsdóttir
(1985). Á leið til Reggio með viðkomu í Róm.
Ný Menntamál 3,3.
Hugsun og Menntun. (1994). Gunnar Ragnarsson (Þýðandi).
Reykjavík. Rannsóknastofnun Háskóla Íslands
Ólafur Gíslason (1987).
"Börnin eiga sér 100 tungumál - við höfum
rænt frá þeim 99". Þjóðviljinn
4. febrúar.
Ólafur Gíslason (1988) Skóli skilningavitanna.
Um sýningu á Kjarvalstöðum á forskólastafi
Reggio Emilia á Ítalíu".
Sigrún M. Proppé (1988). "Börn hafa hundrað
mál". Morgunblaðið, 4. maí.
Stovsky, Renee (1996) "Educators
Excited About Reggio Emilia Approach". St. Louis Post, 5.
nóvember.
Uppeldisáætlun fyrir leikskóla.
(1993). Reykjavík, Menntamálaráðuneytið.
Valgerður Jónsdóttir (1987). "Börn hafa hundrað
tungumál við höfum tekið frá þeim 99".
Morgunblaðið 30. október.
Weissman, Dr. Patricia (1988). A Profile
of Dr. Loris Malaguzzi, Founder of the Reggio Emilia Early Childhood Program.
Innolations in early education: the international Reggio exchange.
2,1.
Þjóðviljinn 15. maí.
Myndbönd:
Börn hafa hundrað mál,
en frá þeim tekin 99. (án árs)
Myndband útg. af Námsgagnastofnun. Reykjavík
Hér komum við (1990).
Námsgagastofnun. Reykjavík.
Í
efnisyfirlit Næsta
síða
|