Hugmyndafræði Reggio Emilía

 

Á norður Ítalíu setti sálfræðingur og kennari að nafni Loris Malaguzzi saman uppeldisstefnu fyrir leikskólana í borginni Reggio Emilía. Hugmyndafræði hans samanstóð af kennismiðum eins og John Dewey, Vygotsky og Piaget.
Hann sagði að börn hefðu hundrað mál og frá þeim tekin nítíu og níu. Hann rökstuddi það meðal annars með að börn hafi meðfædda hæfileika til að lesa umhverfi sitt með öllum skilningavitum og afla sér fróðleiks og þekkingar sem margfalt flóknari en almennt hefur verið talið. Hann lagði áherslu á að nemendur fái að gera tilraunir og/eða rannsóknir. Uppeldisstarfið í anda hans miðar að auganu sem sér og hendinni sem framkvæmir. Augað sér það sem höndin gerir og tengir allt við þá heild sem heilahvelin skynja. Vinstra heilahvelið greinir orð og hægra heilahvelið skynjar myndir. ( Börn hafa hundrað mál (1988) bls. 14)
Það sem ræður því hvað barnið skoðar og hversu vel það skoðar hlutina veltur allt á vitsmunaþroska þess. Skynjun barnsins tengir hlutinn saman. Með því að þjálfa sjónina markvist er komið í veg fyrir að barnið verði þröngsýnn og sljór viðtakandi. Það er leitt áfram til lifandi og skapandi hugsunar. Hugsunar sem er raunsæ, næm og hugmyndarík.
Mikið er lagt uppúr litum, formum sem eru tengd við tónlist og þróuð t.d í átt að táknmyndum stærðfræðinnar.(Börn hafa hundrað mál (1988) bls. 15)

    +      =    


Tölvurnar í leikskólunum í Reggio Emilía er notaðar sem tæki til tilrauna fyrir. Börnin eru gerð virk sem forritarar, þau fá ekki fullkláruð forrit sem forrita þau heldur fá þá að forrita. Unnið var í LOGO og teikniforriti sem tengist því.
Mikið er lagt uppúr að læra af börnunum. Samtöl þeirra eru skráð og starfsfólkið lærir af skráningunni hvernig börnin hugsa og þroskast. Gott dæmi um skráningu er uppgötvun barnanna í tilraunum sínum í tölvunni. Þau áttuðu sig á því að tölvan væri háð manninum og gæti ekkert gert sjálf. Þau komust einnig að því að tölvan man vel það sem mannsekjan hefur skráð í hana og hún verður aldrei þreytt.
Börnin fengu að kanna leyndardóma tölvunnar, litanna og formanna. Með tilraunum sínum öðluðust þau vísindalega reynslu sem hvatti augað til að sjá. (Börn hafa hundrað mál (1988) bls. 16)

Í þessari hugmyndafræði kemur einnig fram að barnið þarf neista til að kveikja eld skilningsins í sál þess. Hafi barnið ekki þraut fyrir framan sig sem það þarf að leysa kemst fróðleikurinn ekki til skila. Til að barn geti tekið við fróðleik þarf að fylgja spurning sem tengist fróðleiknum.
Mikil áhersla er lögð á að hlustað sé á barnið af athygli, bæði af börnum og fullorðnum.
Frá frumbernsku hefur barnið í sér listina til að kanna, það gleðst oft yfir því óvænta sem kemur í ljós í könnunum þess.

Áhersla er lögð á að opna börnunum frjálsa leið til náms og þekkingar. Hlutverk fullorðna fólksins er að hjálpa börnunum að tjá sig af fullum móð, allri getu þess og öllum þeim málum sem það býr yfir. Þá þarf að huga að því að þær hindranir sem menning okkar býr yfir verði ekki til þess að stöðva þau í tilraunum sínum á leið til að þroskast og verða lifandi og ganrýnir einstaklingar.
Loris Malaguzzi segir að barnið fæðist í annað sinn þegar það öðlast sjálfsvitund. Það skapar sér vitneskju um að vera til. Til að maðurinn geti verið sjálfstæður þarf hann að geta greint sig frá öðru fólki og hlutum. Hann verður því að kynnast sjálfum sér til að geta verið öðrum kunnur. En lokatakmarkið er að maðurinn þekki sjálfan sig í öðrum. Ný þekking leiðir til nýrrar þekkingar, þ.e.s. það sem börnin sjá og hugsa leiðir þau áfram til enn nýrri þekkingar. Þekkingin felur í sér að finna rétt svar, vellíðunarkennd, aukið sjálfstraust og skýrari vitund. (Börn hafa hundrað mál (1988) bls. 45)
Að móta eigin persónu er vandasamt verk . Barnið er háð þekkingu, tilfinningum og félagslegum tengslum sem eru síbreytilegar. Við þetta bætist síðan menning og hefðir í samfélaginu.
Börnin hafa mikla þörf fyrir að vera sjálfstæð, því þurfa þau að fá tækifæri til að kanna, prufa, misheppnast og reyna aftur. Þau þurfa að fá að vera sjálfstæð við að uppgötva og læra að meta þau verðmæti sem þau búa yfir s.s. sjón, heyrn og skynjun. Þau þurfa að fá að uppgötva hvernig skynsemin, ímyndun og hugsun vinna saman. Ef við hjálpum þeim við þetta leiðum við þau áfram til að takast á við heiminn og hafa áhrif á hann.


Heimildir :

Börn hafa hundrað mál (1988). þýðandi Aðalsteinn Davíðsson. Reykjavík. Menntamálaráðuneytið.

Elín G. Ólafsdóttir (1985). Á leið til Reggio með viðkomu í Róm. Ný menntamál. 3,3.

Ólafur Gíslason (1987) "Börn eiga sér 100 tungumál - Við höfum rænt frá þeim 99". Þjóðviljinn 4. febrúar.

Sigrún M. Proppe (1988). "Börn hafa 100 mál". Morgunblaðið, 4. maí.

Stovsky, Renee (1996). "Educators exited about Reggio Emilía approach". St. Luis post, 5. november.

Valgerður Jónsdóttir (1987)."Börn hafa hundrað tungumál við höfum tekið rá þeim 99". Morgunblaðið 30. oktober.

Myndbönd:
Börn hafa 100 mál, en frá þeim tekin 99. (án útg. árs)
Námsgagnastofnun. Reykjavík .


Ítarefni:

Vefsvæði með ítarefni um Reggio Emilía
http://ericps.crc.uiuc.edu/eece/reggio.html (Síðast skoðað
8.07.2001)


Í efnisyfirlit                                                                    Næsta síða

© Björg Vigfúsína Kjartansdóttir - Jóna Björk Jónsdóttir - Kirsten Lybæk Vangsgaard
Síðast 31.07.2006

Efst á síðu