Jean Piaget
Jean Piaget er svissneskur sálfræðingur
og frumkvöðull í þróunarsálfræði.
Hann er þekktastur fyrir rannsóknir sínar varðandi
vitsmunaþroska barna.
Hugmyndafræði hans einkennist
af kenningu um þrepaskiptingu í vitsmunaþroska barna.
Samkvæmt Piaget eru fjögur skeið í vitsmunaþroska
mannsins:
- Skyn- og hreyfiskeið (0-2
ára) - vitsmunir þroskast í gegnum skynjun og hreyfingu.
Barnið skilur umheiminn með því að beita skynfærum
og hreyfifærni.
- Foraðgerðaskeið (2-6
ára) - tákn eins og myndir og orð lýsa hugmyndum
og hlutum. Barnið skilur umheiminn frá eigin sjónarhorni.
- Skeið hlutbundinna aðgerða
(7-11 ára) - skilning á rökhugsun eða meginreglum.
Barnið fer að beita þeim til þess að geta túlkað
ákveðna reynslu eða skynjarnir.
- Skeið formlegra aðgerða
(frá 12 ára aldri) - óhlutbundin hugsun myndast
og leiðir til í margbreytileg þekkingu.
Nám og þekkingaröflun
á sér stað í gegnum aðlögun og víxlverkun
við umhverfinu. Þroskastig nemenda myndir grundvöll fyrir
kennslu og námsumhverfi.
Hugmyndafræði Piaget er einn
af fræðilegum grunnum fyrir hugsmíðahyggjuna.
Heimildir:
Briner, Martin (1999). Constructivism. http://curriculum.calstatela.edu/faculty/psparks/theorists/501const.htm
(Síðast skoðað 7.07.2001)
Sólrún B. Kristinsdóttir (2001). Hugbúnaður
og margmiðlun. Fyrirlestur á sumarnámskeið í
framhaldsdeild KHÍ í Tölvu- og upplýsingatækni.
Reykjavík.
Uppeldisáætlun fyrir dagvistarheimili. (1985). Menntamálaráðuneytið.
Ítarefni:
Jean Piaget Society - Vefsetur http://www.piaget.org
(Síðast skoðað
7.07.2001)
Í efnisyfirlit
Næsta
síða
|