Hugsmíðahyggja.
Hugsmíðahyggja er námskenning
sem hefur fengið mikla athygli síðastliðin 10-15 ár,
nýjasta dæmi á Íslandi er meistararprófsritgerð
Þuríðar Jóhannsdóttir (2001) Veiðum
menntun í netið .
Rætur hugsmíðahyggju
má rekja til kenninga Jean
Piagets um vitsmunaþroska einstaklingsins, en að
auki koma aðrir fræðimenn við sögu: Seymour
Papert, Jerome
Bruner, Lev
Vygotsky og John
Dewey. Þeir hafa allir lagt sitt af mörkum til hugsmíðahyggjunnar.
- Þegar við skilgreinum hugtakið
hugsmíðahyggja, gerum við það út frá
því:
- að nám einkennist af virkni
nemenda,
- að nemendur byggi upp þekkingu
á þeim reynsluheimi sem þeir lifa í,
- að nemendur vinni lausnarmiðaða
verkefnavinnu (einir eða í hópi) og
- að nemendur noti gagnrýna
hugsun í tengslum við upplýsingaleit, úrvinnslu
og umbreytingu þeirra í nýja þekkingu.
Úr hugsmíðahyggju hefur
þróast önnur kenning sem nefnist félagsleg hugsmíðahyggja
(social constructivism) og hefur sú kenning hugmyndir sínar
um mikilvægi félagslegra samskipta í tengslum við
nám frá Lev
Vygotsky.
Hlutverk kennarans er ekki lengur að
vera fræðandi heldur frekar leiðbeinandi. Hann styður
nemendur á faglegan hátt til að öðlast nýja
þekkingu með því að leiðbeina, spyrja spurninga
sem vekja þá til umhugsunar, hvetja til gagnrýnnar
hugsunar og áframhaldandi rannsókna á námsefninu.
Þegar skoðaðar eru kennsluaðferðir
eins og Ingvar Sigurgeirsson (í Litróf kennsluaðferðanna,
1999) flokkar þær, má sjá að eftirfarandi
aðferðir falla vel að hugmyndinni um kennsluaðferðir
sem stuðla að hugsmíðahyggju:
- Umræðu- og spurnaraðferð:
Taka þátt, sýna áhuga, ræða saman
og hlusta á aðra.
- Innlifunaraðferðir og tjáning:
Innlifun, tjáning og sköpun.
- Þrautalausnir: Taka þátt,
ræða saman og brjóta heilann.
- Leitaraðferðir: Taka
þátt, skipuleggja, brjóta heilann, sýna áhuga,
halda sér að verki, sýna öguð og fjölbreytt
vinnubrögð.
- Hópvinnubrögð:
Skipuleggja í samvinnu við aðra, afla upplýsinga,
úrvinnsla og miðlun.
- Sjálfstæð skapandi
viðfangsefni: Skipuleggja,
hanna og miðla.
(Ingvar Sigurgeirsson, 1999)
Þegar hugsmíðahyggjan
er notuð sem námskenning á bak við kennsluaðferð
er lögð áhersla á að nemendur stjórni
námi sínu sjálfir. Það krefst mikillar
ábyrgðar og sjálfstæðis nemenda en kennarinn
aðstoðar nemendur með því að gera þá
meðvitaða um námsferlið.
Ekki er hægt að ætlast til sömu ábyrgðar
þegar um unga nemendur er að ræða, þar sem þeir
hafa ekki nægjanlegan þroska. Um margt má deila í
þessum málum og ekki eru allir kennarar á sama máli.
Við erum hlynntar því að styðjast við hugmyndafræðina
í þeim atriðum sem henta gefnum aldursflokki.
Matsaðferðir eru mikilvægur
þáttur í hugsmíðahyggjunni eins og í
öllum kennslufræðilegum hugmyndum (Þuríður
Jóhannsdóttir, 2001). En matsaðferðir hugsmíðasinna
byggjast á hugmyndum um að hvetja nemendur til frekari umhugsunar,
endurskoðun á verkefnum og niðurstöðum. Sjálfsmat
og sjálfsgagnrýni verða þar af leiðandi lykilorð.
Ferlið sem á sér stað þegar þekkingarinnar
er aflað er aðallega metið en ekki einungis þekkingin
sem slík. Þekkingin er í sífelldum vexti og
staðreyndir í dag geta verið úreltar á morgun.
Heimildir:
Briner, Martin (1999). Constructivism. http://curriculum.calstatela.edu/faculty/psparks/theorists/501const.htm
Ingvar Sigurgeirsson (1999). Litróf kennsluaðferðanna.
Reykjavík. Æskan ehf.
Katz, Lilian K. & Chard, Sylvia C. (1990). Engaging Children's
Mind: The Project Approach. bls. 100-150. New Jersey. Blex Publishing
Corporation.
Kearsley, Greg (1999). Constuctivist Theory. (Bruner, J.) http://tip.psychology.org/bruner.html
(síðast skoðað 4.6.2001)
Papert, Seymour (1998). Child Power: Keys to the New Learning of the
Digital Century. http://www.connectedfamily.com
(síðast skoðað 10.6.2001)
Sólrún B. Kristinsdóttir (2001). Hugbúnaður
og margmiðlun. Fyrirlestur á sumarnámskeið í
framhaldsdeild KHÍ í Tölvu- og upplýsingatækni.
Reykjavík.
The Project-Approach.
Heimasíða Project-Approach á Veraldarvefnum. (Síðast
skoðað 10.6.2001)
Þuríður Jóhansdóttir (2001). Veiðum
menntun í netið. M.ed.-ritgerð við KHÍ.
Reykjavík. Höfundur.
Ítarefni:
http://www.sedl.org/scimath/compass/v01n03
- mjög góður vefur með ráðleggingu og slóðir
um hugsmíðahyggju fyrir byrjendur.
Þuriður Jóhannsdóttir (2001). Hugsmíðahyggja.
Af heimasíðu Þuríðar.
http://saturnus.khi.is/tjona/hugsmid.htm
Wilson, Brent & Lowry,May (2000). Constructivist Learning on the
Web. http://ceo.cudenver.edu/~brent_wilson/WebLearning.html
http://carbon.cudenver.edu/~mryder/itc_data/constructivism.html
- góð vefsíða með margar upplýsingar
um hugsmíðahyggju. (Síðast skoðað 7.07.2001)
Í efnisyfirlit
Næsta
síða
|