Seymour Papert.
Seymour Papert er prófessor við M.I.T í Bandaríkjum. Árið 1980 skrifaði hann bókina Mindstorms. Children, Computers and Powerful Ideas þar sem hann fjallar um hugmyndafræðina á bak við forritunarmálið LOGO. Áhrif Piaget's koma mjög skýrt
fram varðandi skilgreiningu Papert's á þekkingu. Piaget
talar um:
Papert segir að mikilvægasta færni manneskjunnar sé færnin til að læra og:
Fleiri fræðimenn t.d Jerome Bruner og kennsluaðferðir t.d. The Project-Approach sem byggja á hugsmíðahyggjunni endurspegla sömu hugsun varðandi þekkingu og öflun hennar. Papert gerir greinamun milli þess hluta námsins sem snýst um að afla sér upplýsinga og hins þáttarins sem er að vinna úr upplýsingum. Hann er sammála John Dewey um að það sé mjög mikilvægt að umbreyta upplýsingunum í þekkingu í tengslum við að byggja eða framkvæma. Maður finnur hér mjög skýr tengsl við hugmyndina um LOGO forritunarmálið. Papert segir enn fremur að upplýsingaöflun ein og sér leiði ekki til náms og nýrrar þekkingar. Það er ferlið sem snýr að uppbyggingunni, í anda Deweys, þar sem umbreyting og úrvinnsla upplýsinga og þekkingar leiðir til nýrrar þekkingar. Þessi afstaða til þekkingar endurspeglast einnig í fjölgreindarkenningu Howard Gardner's. Árið 1993 endurskoðaði og endurbætti Papert hugmyndafræði sína í bókinni The Childrens Machine. Rethinking School in the Age of the Computer . Hann gagnrýndi skólakerfið fyrir íhaldssemi og skorti á framsýni í tengslum við tölvunotkun á uppbyggjandi og skapandi hátt.
|
© Björg
Vigfúsína Kjartansdóttir -
Jóna Björk
Jónsdóttir - Kirsten
Lybæk Vangsgaard
Síðast 30.03.2012 |