Jerome Bruner tengist hugsmíðahyggju á þann hátt að hann sér nám sem virkt félagslegt ferli (áhrif frá Lev Vygotsky) þar sem nemendur setja fram hugmyndir um viðfangsefni út frá þekkingargrunni sínum. Hann gengur út frá því að nemendur geta ekki skilið viðfangsefni fyrr en þeir þekkja það. Nemendur leita eftir upplýsingum, setja fram tilgátur, taka ákvarðarnir út frá nýrri reynslu og samlaga að þeirri þekkingu sem fyrir er. Kennsluaðferðir sem byggja á
hugmyndum Bruners gera ráð fyrir mörgum valmöguleikum
varðandi viðfangsefni í námi og að hópvinna
með nemendum á mismunandi aldri auðveldi nám.
|
© Björg
Vigfúsína Kjartansdóttir -
Jóna Björk
Jónsdóttir - Kirsten
Lybæk Vangsgaard
Síðast
31.07.2006