|  
         
      
      Hvernig tengist fjölgreindarkenningin 
        þemanu um kristinfræði? 
      
        - Með þemavinnunni er reynt 
          að koma til móts við mismunandi námsleiðir 
          nemendanna. Um er því að ræða leið til 
          að nálgast einstaklingsmiðaðra nám. Nemendur 
          fá tækifæri til að læra með því 
          að upplifa, kanna, gera tilraunir og framkvæma.
 
       
      Leiðir 
      
        - Við lesum um kristinfræðina, 
          heyrum sögur og sjáum myndbönd sem eru kveikja að 
          áframhaldandi vinnu með þemað.
 
        - Þau leita saman að svörum 
          við spurningum í verkefnahefti sem tengist bókinni 
          Birtan. 
 
        - Tekið er mið af greindarsviðunum, 
          en þeim er skipt upp í átta flokka. Við nýtum 
          okkur sjö af þeim í þessu þema.
 
           
          1. Málgreind, með því 
          að lesa texta, svara spurningum, spjalla saman og hlusta á 
          sögur.  
          2. Rök og stærðfræðigreind, 
          nemendur leysa stærðfræðiþraut. 
          3. Rýmisgreind, með því að teikna myndir 
          á blað sem úr verður bók (það 
          þarf að gæta að spásíu o.s.frv.) 
          4. Tónlistargreind, við hlustum á tónlist tengda 
          trúnni og syngjum saman. Þau finna jafnvel tónlist 
          sem passa við leikrit sem þau koma til með að setja 
          upp.  
          5. Hreyfigreind, með því að leika í leikriti. 
          6. Félagsgreind, þjálfun í að vinna með 
          öðrum í hópi, eiga samskipti og fara eftir fyrirmælum. 
          7. Sjálfþekkingargreind, með því að 
          vinna í hópi læra þau á samskipti sín 
          við aðra, hvað þau geta og hvaða hæfileikum 
          þau búa yfir. 
       
      Hvernig tengist þemað öðrum 
        námsgreinum? 
      
        - Íslensku, með lestri, ritun, 
          tjáningu og stafsetningaræfingum í texta vikunnar. 
          Skrifa upp ljóð og jafnvel bænir í ljóðabók.
 
        - Stærðfræði, með 
          þrautalausnum.
 
        - Myndlist, með því 
          að teikna myndir við margar af sögunum og ef tími 
          gefst til þá búa þau til leikmynd.
 
        - Tónlist, syngja og hlusta á 
          tónlist.
 
        - Tölvur, skoða forritið 
          T ölvubiblían, skoða myndir af þeim, vinna verkefni 
          og leika leikrit á skóltorginu. Búa til sögur 
          í "Story book"
 
        - Lífsleikni, að eiga samskipti 
          við hvert annað í mismunandi hópum.
 
        - Heimilisfræði, baka piparkökur. 
          ( Ef það er tími)
 
        - Samfélagsfræði, læra 
          söguna um fæðingu Jesú og þrautir Ísraelsmanna 
          í Egyptalandi. Læra um kirkjusamfélagið.
 
       
      
        
     |