Okkur kom saman um að þetta
væri ágætis titill á samvinnuverkefni vinnuhópsins
Happaþrennunnar á námskeiðinu Margmiðlun og
hugbúnaður á Tölvu- og upplýsingatæknibraut
KHÍ. Vinnuhópinn mynda Björg
Vigfúsína Kjartansdóttir, Jóna
Björk Jónsdóttir og Kirsten
Lybæk Vangsgaard. Við lögðum upphaflega
af stað með þá hugmynd
að meta nokkur forrit og vefsíður. Við héldum
að það yrði meginvinnan en minni vinna færi í
að lesa sér til og útbúa matsblaðið.
Þetta reyndust hinir mestu órar. Tími okkar hefur
allur farið í að dýpka þekkingu okkar á
námskenningum,
barnamenningu,
notendaviðmóti,
starfsemi
heilans, sjónrænni
skynjun og sveigjanlegum
kennsluaðferðum, vega þær og meta og útbúa
matsblað
sem hentar okkur. Við skoðuðum nokkur matsblöð
sem finnast á vefnum og í bókum til dæmis: Vinnan við að skoða hugmyndafræði reyndist eins og áður sagði gríðarleg. Við völdum að fjalla um þá kennismiði sem höfða sterkt til okkar og við viljum hafa til hliðsjónar við gerð námsvefs fyrir 4-8 ára börn, lokaverkefnið okkar á brautinni. Þessir kennismiðir eru Howard Gardner, Jean Piaget, Jerome Bruner, John Dewey, Lev Vygotsky, Loris Malaguzzi og Seymour Papert. Við hugleiddum nánar um valdar kenningar útfrá okkar áhugasviði, eins og Hugsmíðahyggjuna, Fjölgreindarkenninguna, hugmyndafræði Reggio Emilo og um kennsluaðferðirnar samvinnunám og könnunaraðferðina. Verkefnið okkar er samvinnuverkefni og það er reynsla okkar að við höfum bætt við þekkingu hver annarrar og útkoman sé dýpri og víðsýnni en við hefðum getað gert á eigin spýtur. Við hittumst oft til að fara yfir það sem við unnum í heimavinnunni okkar og höfðum til hliðsjónar að afraksturinn yrði sameiginlegur þannig að allar væru sáttar. Við útbjuggum vefsvæði fyrir verkefnið hjá MSN Communities þar sem við settum út skjöl, myndir og ræddum saman. Við fléttuðum nýja þekkingu við það sem við vissum áður, bættum við hana og bjuggum þannig til nýja sterkari þekkingu. |
© Björg
Vigfúsína Kjartansdóttir -
Jóna Björk
Jónsdóttir - Kirsten
Lybæk Vangsgaard
Síðast 01.04.2007 |